Morgunblaðið - 11.04.2019, Blaðsíða 62
62 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019
GOLF
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Birgir Leifur Hafþórsson, reyndasti
atvinnukylfingur landsins úr GKG,
ætlar að nýta keppnisrétt sinn á
Áskorendamótaröð Evrópu í sumar.
Skagamaðurinn segist hafa lent í
álagsmeiðslum í fyrra og ætlar að
velja mótin skynsamlega.
„Ég er skráður í mótin frá og með
maí. Miðað við síðustu ár þá gæti ég
komist inn í fimmtán mót en ég
reikna með að spila tíu til fimmtán
mótum í mesta lagi. Í fyrra var þetta
svolítið mikil törn en þá gerði ég viss
mistök. Þá var ég með keppnisrétt á
Evrópumótaröðinni og hefði líklega
betur einbeitt mér að henni og sleppt
Áskorendamótaröðinni. En ég spilaði
í mótum á báðum mótaröðunum og
spilaði þar af leiðandi of margar vik-
ur í röð. Ég mun fara út í æfingabúð-
ir í tólf daga til að koma mér í gírinn.
Ég fer í fyrsta mótið þegar ég til mig
vera tilbúinn í framhaldi af því,“
sagði Birgir þegar Morgunblaðið
spjallaði við hann.
Haustið 2017 vann Birgir mót á
Áskorendamótaröðinni í Frakklandi
og fékk fyrir vikið keppnisrétt á Evr-
ópumótaröðinni árið eftir eða í fyrra.
„Stutt er síðan ég vann mót á þessari
mótaröð. Ég reyni að ná í sigur aftur
og komast þannig inn á Evrópu-
mótaröðina. Það væri klassi.“
Smávægileg meiðsli í fyrra
Birgir Leifur glímdi við álags-
meiðsli um hálft tímabilið í fyrra en
segir ekki hafa verið um alvarleg
meiðsli að ræða.
„Ég hef verið duglegur að hugsa
um líkamann í vetur. Smávægileg
meiðsli voru að hrjá mig hálft tíma-
bilið í fyrra líklega vegna þess að ég
fór of geyst. En þannig er þetta bara
stundum í íþróttunum. Stundum spil-
ar maður meiddur. Þetta var ekkert
alvarlegt heldur léttar tognanir. Þeg-
ar maður keppir á mörgum mótum
erlendis í röð með tilheyrandi ferða-
lögum þá getur eitthvað gefið sig,“
sagði Birgir Leifur sem verður 43
ára gamall í maí og hefur verið at-
vinnumaður í rúma tvo áratugi en
kylfingar geta haldið lengur áfram
en margir aðrir íþróttamenn ef lík-
aminn þolir álagið.
Hann grínaðist með að margir
virtust undrandi á því að hann héldi
útgerðinni áfram. Birgir tók því létt
og vitnaði í hljómsveitina Queen:
„The show must go on“ kris@mbl.is
Duglegur að
hugsa um lík-
amann í vetur
Birgir Leifur á leið á enn eina vertíð-
ina og stefnir á tíu til fimmtán mót
Ljósmynd/GSÍ
Reyndur Enn ein vertíðin er framundan hjá Skagamanninum.
Meistaradeild karla
8-liða úrslit, fyrri leikir:
Manch.Utd – Barcelona .......................... 0:1
Sjálfsmark 12.
Ajax – Juventus........................................ 1:1
David Neres 46. – Cristiano Ronaldo 45.
England
B-deild:
Norwich – Reading ................................. 2:2
Jón Daði Böðvarsson hjá Reading er frá
keppni vegna meiðsla.
Rotherham – Aston Villa ........................ 1:2
Birkir Bjarnason var ekki í leikmanna-
hópi Aston Villa.
Brentford – Ipswich................................ 2:0
Patrik Sigurður Gunnarsson var ekki í
leikmannahópi Brentford.
Birmingham – Sheffield United.............. 1:1
Hull – Wigan ............................................. 2:1
Millwall – QPR.......................................... 0:0
Staða efstu liða:
Norwich 41 25 10 6 84:50 85
Leeds 41 24 7 10 68:42 79
Sheffield Utd 41 23 9 9 68:38 78
WBA 41 20 10 11 77:55 70
Aston Villa 41 17 15 9 75:57 66
Bristol City 40 18 11 11 54:44 65
Middlesbro 41 16 13 12 43:36 61
Derby 40 16 12 12 55:50 60
Hull 41 17 9 15 61:58 60
Sheffield Wed. 41 15 14 12 52:54 59
Nottingham F. 41 14 15 12 55:50 57
Noregur
Molde – Vålerenga .................................. 4:1
Matthías Vilhjálmsson lék allan leikinn
með Vålerenga.
Færeyjar
Bikarkeppnin, 16-liða úrslit:
HB – NSÍ Runavík ................................... 2:1
Brynjar Hlöðversson lék allan leikinn
með HB. Heimir Guðjónsson þjálfar liðið.
Guðjón Þórðarson þjálfar NSÍ.
Mjólkurbikar karla
1. umferð:
Kári – Hamar............................................ 5:1
KNATTSPYRNA
HANDKNATTLEIKUR
Undanúrslit kvenna, þriðji leikur:
Framhús: Fram – ÍBV (2:0) ................ 18.30
Origo-höllin: Valur – Haukar (2:0)........... 20
KÖRFUKNATTLEIKUR
Undanúrslit kvenna, þriðji leikur:
Origo-höllin: Valur – KR (2:0) .................. 18
KNATTSPYRNA
Bikarkeppni KSÍ, Mjólkurbikarinn:
Fylkisvöllur: Elliði – Álafoss .................... 19
Kórinn, úti: Ýmir – Afríka ........................ 19
Varmárvöllur: Afturelding – Léttir......... 19
Hertz-völlurinn: ÍR – SR.......................... 19
Framvöllur: Fram – GG............................ 19
Vivaldi-völlur: Grótta – Álftanes.............. 19
Í KVÖLD!
MASTERS
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Tiger Woods er bjartsýnn fyrir Mast-
ersmótið sem hefst á Augusta Nation-
al í Georgíuríki í Bandaríkjunum í
dag. Masters er fyrsta risamótið af
fjórum í golfinu hjá körlunum á ári
hverju og er frábrugðið hinum þrem-
ur að því leyti að það fer ávallt fram á
sama vellinum. Tiger hefur fjórum
sinnum sigrað á mótinu og veit því
hvað þarf til. Eftir sigur hans á Tour
Championship, lokamóti PGA-móta-
raðarinnar, síðasta haust má líta svo á
að Tiger sé aftur kominn í hóp þeirra
sem geta unnið risamót.
Fari svo að Tiger eigi möguleika
þegar mótið er hálfnað er hann til alls
líklegur enda mikil verðmæti í því fal-
in að gjörþekkja Augusta-völlinn.
Svipað má segja um Phil Mickelson
sem unnið hefur þrívegis. Finni
Mickelson taktinn getur hann unnið
en Mickelson verður 49 ára í júní og
yrði þá elsti maðurinn til að vinna risa-
mót í golfi.
Ekki eru þessar kempur þó líkleg-
astar til að vinna mótið. Mesta press-
an er á Rory McIlroy en frá árinu
2015 er Masters eina risamótið sem
honum hefur ekki tekist að vinna. Þar
af leiðandi er ekki leyndarmál að sigur
á Masters er forgangsmál hjá Norður-
Íranum. Slíku geta fylgt bæði kostir
og gallar. McIlroy er einkar líklegur í
þetta skiptið því hann hefur leikið
mjög vel á árinu og sigraði á The Pla-
yers Championship. McIlroy sagði á
blaðamannafundi á Augusta að hann
hefði unnið skipulega í andlega þætt-
inum og væri að mörgu leyti betur á
sig kominn, andlega og líkamlega, en
oft áður. „Maður þarf ekki endilega að
búa með munkunum í Nepal til að
vinna í andlega þættinum,“ sagði
McIlroy léttur á fundinum.
Morgunblaðið spáir því að McIlroy
muni nú takast ætlunarverkið. Hann
hefur oft leikið vel á Augusta og um
þessar mundir er hann snjallasti kylf-
ingur heims. Yrði hann aðeins sjötti
kylfingurinn til að ná því að vinna öll
fjögur mótin eftir að Masters kom til
sögunnar og sá sjöundi ef við teljum
Bobby Jones með, annan af hönnuð-
um Augusta-vallarins.
Stærsta spurningin er hvort
McIlroy komist yfir sálfræðiþröskuld-
inn. Hann kastaði frá sér sigri á
mótinu árið 2011 og í fyrra var hann í
síðasta ráshópi en náði sér ekki á
strik. McIlroy er hins vegar að leika
miklu betur en á sama tíma í fyrra.
Einnig má segja að Justin Rose,
efsti kylfingur heimslistans, þurfi að
komast yfir sálfræðiþröskuldinn á
Masters. Væntanlega situr verulega í
honum að hafa ekki náð í græna jakk-
ann árið 2017 þegar hann tapaði fyrir
Sergio Garcia í bráðabana. Hefur
Rose tvívegis orðið annar.
Morgunblaðið spáir N-Íranum sigri
AFP
Snjallir Rory McIlroy og Dustin
Johnson á æfingahring í gær.
Kemst McIlroy
yfir sálfræði-
þröskuldinn?
ÍSLANDSMÓTIÐ
íPepsí Max-deild karla og kvenna í knattspyrnu
sumarið 2019
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Fyrir miðvikudaginn 17. apríl.
NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir
kata@mbl.is | Sími: 569 1105
–– Meira fyrir lesendur
26. apríl gefurMorgunblaðið út glæsilegt sérblað um
SÉRBLAÐ
Þýski körfuknattleiksmaðurinn Dirk Nowitzki til-
kynnti eftir sigur sinna manna í Dallas gegn Phoenix í
fyrrinótt að hann hefði ákveðið að leggja skóna á hill-
una eftir tímabilið. Nowitzki, sem er 40 ára gamall, er
að spila sína 21. leiktíð í NBA-deildinni og hefur hann
leikið allan sinn feril með Dallas. Hann er sjötti á listan-
um yfir stigahæstu leikmenn deildarinnar frá upphafi
og er á leiðinni í úrslitakeppnina með Dallas í 15. sinn.
Dirk Nowitzki hættir í vor