Morgunblaðið - 11.04.2019, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 11.04.2019, Qupperneq 67
MENNING 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019 VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég er djúpt snortinn yfir því að hljóta þessi mikilvægu verðlaun fyrir Bach-plötuna mína og þykir vænt um hversu góðar viðtökur hún hefur hlotið hjá almenningi. Á sama tíma finnst mér þetta líka svolítið óraun- verulegt, enda er ferlið búið að vera svo langt frá því ég fór að hugsa um þessa plötu,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson sem í London í gærkvöldi veitti viðtöku tvennum verðlaunum á vegum tónlistartímaritsins BBC, BBC Music Magazine Awards 2019, fyrir hljómplötu sína með verkum eftir Johann Sebastian Bach sem út kom hjá Deutsche Grammophon síð- asta haust og hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Þetta var 14. árið í röð sem verðlaunin eru veitt. Víkingur hlaut annars vegar verð- laun fyrir hljóðfæraleiksplötu ársins þar sem dómnefnd tímaritsins valdi tilnefndar plötur en almenningur valdi vinningshafann í netkosningu. Hins vegar hlaut Víkingur aðal- verðlaun kvöldsins, sem er plata árs- ins þvert á flokka, en valið á vinn- ingshafanum var þar í höndum dómnefndar á vegum tónlistar- tímaritsins BBC. Tilnefnt var í sjö flokkum og aðeins komu til greina plötur sem fengið höfðu fimm stjörnu dóma hjá tímaritinu. Hvílir á herðum píanórisa fyrri tíma Í tilefni verðlaunanna hafði Oliver Condy, ritstjóri tónlistartímaritsins BBC, þetta um plötu Víkings að segja: „Þeir sem halda að þeir hafi heyrt allt sem vert er að heyra af plötum með píanótónlist Bach þurfa að endurmeta stöðuna. Vinnings- plata Víkings frá Deutsche Grammo- phon hvílir á herðum píanórisa fyrri tíma og lyftir flutningi á verkum Bachs á æðra og stórkostlegra stig. Þetta er tónlistarsköpun sem hrópar á að hlustað sé á hana.“ Hljómplata Víkings var valin plata desembermánaðar hjá tímaritinu sem birti af því tilefni dóm um hana. Þar skrifaði gagnrýnandinn Michael Church að Víkingur opnaði fyrir nýja möguleika í tónlist tónskáldsins merka. „Ég bjóst við að platan yrði góð, en hversu góð hún var kom mér samt á óvart,“ skrifaði Church. Í til- efni verðlaunanna verður Víkingur Heiðar á forsíðu apríltölublaðs tón- listartímaritsins BBC og birt við hann viðtal í tímaritinu. Berskjaldaður sem listamaður Að sögn Víkings þykir honum sér- staklega vænt um að hljóta viður- kenningu fyrir Bach-plötuna í ljósi þess hversu lengi hann gekk með hana í maganum. „Mig var búið að langa til að gera Bach-plötuna í tíu ár og því búinn að hugsa um hana lengi. Það er alltaf ákveðin áhætta fólgin í því að spila og hljóðrita Bach, því manni eru allir vegir færir túlkunar- lega séð. Maður verður að gera sinn eigin Bach og hann getur verið mjög ólíkur því sem fólk hefur fyrirfram gefnar hugmyndir um. Mér fannst ég því mjög berskjaldaður sem lista- maður á þessari plötu og þá er auð- vitað magnað að fá svona viðurkenn- ingu. Ég hefði aldrei þorað að láta mig dreyma um að vinna fyrir plötu ársins þvert á alla flokka,“ segir Vík- ingur og bætir við að fyrirfram hafi hann aðeins leyft sér að vona að að minnsta kosti helmingur þeirra dóma sem um plötuna væru skrifaðir væri á jákvæðum nótum. „Það er oft þannig með Bach að hann skiptir fólki í fylkingar. Viðtök- urnar hafa hins vegar verið mun ljúf- ari en ég þorði að vona,“ segir Vík- ingur og rifjar upp að fyrsti dómurinn hafi þó ekki slegið tóninn fyrir það sem á eftir kom. „Fyrsti dómurinn birtist í litlum miðli í Þýskalandi og var neikvæður. Síðan hef ég ekki séð neina neikvæða dóma,“ segir Víkingur og tekur fram að það sé reyndar gott þegar skiptar skoðanir séu um listaverk. Spurður hvort hann sé þegar farinn að leggja drög að næstu plötu á vegum Deutsche Grammophon svarar Víkingur því játandi. „Ég er að fara að taka hana upp seinna í sumar. Mér finnst hún á mjög skemmtilegan hátt tengja sam- an þær tvær plötur sem ég er nú þegar búinn að gera hjá Deutsche Grammophon,“ segir Víkingur og vísar þar í plöturnar með tónlist eftir annars vegar Bach og hins vegar Philip Glass. „Músíkin á nýju plöt- unni verður reyndar úr allt öðrum áttum. Þetta er tveggja tónskálda plata, hugsuð sem samtal tveggja stórkostlegra listamanna frá ólíkum tímum, en aldir skilja þá að,“ segir Víkingur og tekur fram að hann geti að svo stöddu því miður ekki upplýst hvaða tónskáld um sé að ræða. „Ég er búinn að eyða mörgum mánuðum í að hugsa um þessa plötu, velja sam- an verk og velta fyrir mér hvernig hún hentar sem spilunarlisti, enda er það þannig sem við hlustum mest- megnis á tónlist í dag.“ Vil halda mínum hljómi Inntur eftir því hvort á nýju plöt- unni verði nýjar útsetningar og/eða tilbrigði líkt og finna mátti á fyrri plötum hans tveimur svarar Vík- ingur því játandi. „Ég er að vinna í því núna, sem er ótrúlega skemmti- legt. Ég er á Íslandi í stuttu barn- eignarleyfi, en við Halla Oddný [Magnúsdóttir] eignuðumst strák fyrir viku. Á milli þess sem ég skipti um bleyjur og skýst í stuttar ferðir til útlanda er ég að undirbúa plötuna, sem er í sjálfu sér eins og með- ganga,“ segir Víkingur og tekur fram að hann sé að læra mikið af nýrri tónlist fyrir væntanlega plötu. Aðspurður segist Víkingur halda í þá hefð að taka plötur sínar upp hér- lendis. „Ég vil halda mínum hljómi, en það er nánast enginn annar í klassíska bransanum að taka upp í Norðurljósum. Bæði ég og upp- tökuteymi mitt erum búin að læra mjög vel á hljómburðinn í þessu rými, sem er einstakur, og auk þess þekki ég flygilinn inn og út,“ segir Víkingur, en hann valdi hljóðfærið fyrir Hörpu á sínum tíma þegar tón- listarhúsið var vígt. „Upptökur fyrir plötu fela í sér svo marga ófyrirsjáanlega hluti að það er ótrúlega gott að geta verið heima á Íslandi og tekið hana upp hér.“ Sem fyrr verður upp- tökustjóri hans Christ- opher Tarnow sem til- nefndur var til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2018 sem upp- tökustjóri ársins fyrir Bach-plötuna. „Christopher, sem er jafngamall mér, er ótrúlega fær upptökustjóri. Við vinnum í raun eins og dúó. Þótt auðvitað geti verið gott að skipta um samstarfsfólk til að prófa nýja hluti finnst mér við Christopher enn eiga svo margt inni. Hann er Þjóðverji og vinnur mjög agað og skipulega, en hefur á sama tíma smekk fyrir ein- hverju villtu. Við virkum því mjög vel saman, því ég er ekki eins skipulagð- ur,“ segir Víkingur kíminn. Ekki er hægt að sleppa Víkingi án þess að forvitnast um hvort þau Halla séu búin að velja nafn á soninn nýfædda og hvernig breyttar að- stæður og nýtt hlutverk leggist í hann. „Hann hefur ekki enn fengið nafn, enda viljum við kynnast honum áður en við veljum nafn. Hann er mikill karakter og virkar nánast líkt og hálfs árs barn,“ segir Víkingur og bendir á að sonurinn hafi verið mjög stór við fæðingu. Excel-skjalið virkar ekki lengur „Halla var sett 22. mars, en hann kom ekki í heiminn fyrr en 3. apríl,“ segir Víkingur og tekur fram að ólíkt tónleikahaldi sem skipulagt sé nokk- ur ár fram í tímann sé ekki hægt að skipuleggja allt nákvæmlega þegar komi að börnum. „Til að vera við- staddur fæðinguna aflýsti ég alls kyns spennandi tónleikum, meðal annars tónleikum með Útvarps- hljómsveitinni í París. Sonurinn minnti mig hins vegar rækilega á að hann stjórnar ferðinni. Það var pínu gott á mig, því ég er orðinn svo van- ur því að geta skipulagt mig langt fram í tímann en Excel-skjalið virk- ar ekki lengur,“ segir Víkingur, sem á næstunni lætur sér nægja að skreppa í örstuttar ferðir til útlanda til að spila staka tónleika, enda vill hann vera sem mest heima hjá fjöl- skyldunni. Endurnýjuð ást Handan við hornið er næsta Reykjavík Midsummer Music- tónlistarhátíð undir listrænni stjórn Víkings sem haldin verður í Hörpu dagana 20.-23. júní. „Þetta verður umfangsmesta og glæsilegasta há- tíðin til þessa,“ segir Víkingur og tekur fram að hann hafi endurheimt ákveðinn þrótt eftir að hann hætti sem listrænn stjórnandi tónlistar- hátíðarinnar Vinterfest í Svíþjóð sem hann stýrði frá árinu 2015. „Ég sagði upp því ég gat ekki gert þetta allt. Sú breyting endurnýjaði ást mína á hátíðinni í Reykjavík sem haldin er annað hvert ár. Ég er mjög spenntur fyrir komandi hátíð, en meðal gesta hennar er frægasta píanódúó heims,“ segir Víkingur og vísar þar til dúós með frönsku systr- unum Katiu og Marielle Labèque. „Auk þess eru að koma til Íslands í fyrsta sinn alls kyns heimsfrægir listamenn,“ segir Víkingur, en meðal þeirra sem eru væntanleg eru arm- enski fiðluleikarinn Anahit Kurtik- yan, austurríski barítónsöngvarinn Florian Boesch, rússneski fiðlu- virtúósinn Ilya Gringolts, sænski sellóleikarinn Jakob Koranyi, þýski sellóleikarinn Leonard Elschen- broich og breski klarinettuleikarinn Mark Simpson, sem verður staðar- tónskáld hátíðarinnar í ár. Morgunblaðið/Eggert Margverðlaunaður Víkingur Heiðar Ólafsson kom fram á Íslensku tónlistarverðlaununum í seinasta mánuði. Þar var hann verðlaunaður fyrir Bach-plötu sína og sem tónlistarflytjandi ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar. „Ég er djúpt snortinn“  Víkingur Heiðar Ólafsson hlaut í gærkvöldi tvenn verðlaun tónlistartímaritsins BBC fyrir Bach- plötu sína  Upptökur á næstu plötu hans hefjast í sumar  Samtal tveggja tónskálda yfir aldirnar Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.