Morgunblaðið - 11.04.2019, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 11.04.2019, Blaðsíða 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019 Gs import ehf | S. 892 6975 | www.gsimport.is Mikið úrval Borðbúnaður fyrir veitingahús og hótel Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Ég hef ekki komið fram á Íslandi í fjögur ár og ekki komið fram opin- berlega á sólótónleikum fyrr, “ segir Kristinn Smári Kristinsson, gítarleik- ari, tónskáld og framleiðandi, sem heldur tónleika á Mengi, Óðinsgötu 2, á morgun kl. 21. Kristinn segir Mengi fullkominn stað til þess að flytja tónlist sína, stærðin passi vel og umhverfið sé skemmtilegt. „Ég hef unnið að sóló- verkefni í tvö ár og fyrsti afrakstur þess kom út á stafrænu formi á fyrstu sólóplötunni minni Module, sem kom út í nóvember,“ segir Kristinn en plat- an var gefin út af HOUT records sem Kristinn rekur ásamt nokkrum vinum frá Berlín í Þýskalandi og Basel í Sviss. Í Mengi mun Kristinn spila lög af Module, auk nýs efnis sem hann segir vera frekar rólega tónlist, hæga og myndræna. Hann segir að til þess að auka enn á upplifun tónleikagesta verði varpað á skjá sjónlist eftir Isil Karatas. Kristinn hefur reglulega komið fram með hljómsveitunum Monoglot og Minua sem kom m.a. í tónleikaferð til Íslands árið 2014. „Í Minua og Monoglot spilum við mest lög og ein- hvern spuna sem fellur helst inn í djassflokkinn en sólóverkefnið mitt fellur líklega frekar í tilraunakennda, mínímalíska, ambíent og nýklassíska flokkinn,“ segir Kristinn sem hefur á síðustu árum gefið út átta breiðskífur og farið í tónleikaferðir til fjölda Evr- ópulanda og Kína. „Það kom aldrei neitt annað til greina en að verða tónlistarmaður. foreldar mínir, Lilja Hjaltadóttir og Kristinn Örn Kristinsson, eru bæði hljóðfæraleikarar sem og systir mín Elfa Rún, segir Kristinn sem lauk burtfararprófi frá Tónlistarskóla FÍH. Þaðan lá leiðin í bakkalárnám við Tónlistarháskólann í Basel þar sem Kristinn lagði aðaláhersluna á djassgítar. Í beinu framhaldi af BA- náminu fór Kristinn til Bern þar sem hann lauk meistaranámi í rafgítarleik og tónsmíðum. „Ég hef búið í Berlín undanfarin ár en er að flytja heim til Íslands eftir átta ára útlegð og hlakka mikið til. Það koma allir heim aftur, teng- ingin er við landið er svo sterk. Ég á eftir að sakna Berlínar sem er mjög skemmtileg borg að búa í. Ég mun halda áfram með ýmis verkefni og samstarf sem þar er í gangi,“ segir Kristinn sem segist í fyrstu hafa tekið að sér öll verkefni sem hann komst yfir en nú velji hann færri verkefni. Hann geti þannig gefið sér meiri tíma í hvert verkefni og skilað því sáttari frá sér. Róleg og myndræn tónlist Ljósmynd/LeaSchmitt Heima Kristinn Smári Kristinsson, er á heimleið og fagnar því með tón- leikum í Mengi þar sem sjónlist mun spila stórt hlutverk með tónlistinni.  Kristinn Smári Kristinsson með tónleika í Mengi  Afrakstur tveggja ára sólóverkefnis  Ætlaði alltaf að verða tónlistarmaður  Fyrstu sólótónleikarnir Danski kvikmyndaleikstjórinn Lars von Trier tók nýverið við Rung- stedlund-verðlaununum úr hendi Margrétar Danadrottningar sem er verndari safns um listakonuna Karen Blixen sem til húsa er á æskuheimili skáldkonunnar í Rung- stedlund. Verðlaunin hlýtur Trier fyrir æviframlag sitt á sviði kvik- myndagerðar. „Hann er mikill sögumaður og líkt og Blixen málar hann myndir þegar hann þysjar inn á það fallega og ljóta í heiminum sem og mann- legt eðli,“ segir í rökstuðningi dóm- nefnar. Þar segir einnig: „Von Trier hefur haft mikil áhrif á marg- ar kynslóðir listamanna og líkt og Blixen nær hann að innlima og um- breyta listverkum annarra lista- manna í myndum sínum.“ „Ég hef tekið eftir því að það er bara spurning um aldur hvenær farið er að henda í mann verðlaun- um,“ sagði von Trier þegar hann veitti verðlaununum viðtöku. Tók hann fram að hann hefði ekki skrif- að neina formlega ræðu, en vildi nefna að það hefði haft á sig mikil áhrif þegar hann las Jörð í Afríku. Hlaut verðlaun kennd við Blixen Þakklátur Lars von Trier við athöfn á Karen Blixen-safninu í Rungstedlund. Þýski fiðluleikarinn Isabelle Faust kemur fram með Sin- fóníuhljómsveit Íslands (SÍ) í Eldborg Hörpu í kvöld kl. 19.30 undir stjórn Osmos Vänskäs. Á efnisskránni eru Fiðlukonsert í D-dúr op. 77 eftir Johannes Brahms frá árinu 1878 og Sinfónía nr. 10 í fís-moll eftir Gustav Mahler frá 1910. „Isabelle Faust er einn fremsti fiðlu- leikari samtímans og mörgum er enn í fersku minni túlk- un hennar á fiðlukonsertum Beethovens og Stravinskíjs þegar hún var staðarlistamaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2010-11. Síðan hefur stjarna hennar risið enn hærra í tónlistarheiminum. Hún kemur reglulega fram með Berlínarfílharmóníunni, er staðarlistamaður Ma- hler-kammersveitarinnar og hlaut Gramo- phone-verðlaunin 2017 fyrir túlkun sína á konsertum Mozarts,“ segir í tilkynningu frá hljómsveitinni. Einn fremsti Mahler-túlkandi samtímans Samkvæmt upplýsingum frá sveitinni kannaði Gustav Mahler áður óþekkta heima í stórbrotnum sinfóníum sín- um. „Honum entist aðeins aldur til að ljúka við níu slíkar, en þegar hann lést árið 1911 skildi hann eftir sig tíundu sinfóníuna svo að segja fullgerða. Mahler hafði aðeins lokið við að útsetja fyrsta þáttinn fyrir hljómsveit en árið 1960 fullgerði breski tónlistarfræðingurinn Deryck Cooke verkið og tókst frábærlega að laða fram hinn ein- staka tón Mahlers. Tíunda sinfónían er mikilfenglegt meistaraverk, tilfinningaþrungið og dramatískt, sem lætur engan ósnortinn,“ segir í tilkynningu. Í tónleikaskrá kvöldsins, sem Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarfræðingur og listrænn ráðgjafi SÍ, ritaði, kemur fram að líf Mahlers hafi verið í töluverðu uppnámi um það leyti sem hann samdi verkið. „Hann hafði nýverið komist að því að Alma, eiginkona hans, átti í ástarsam- bandi við arkitektinn Walter Gropius og í kjölfarið leitaði hann ráða hjá Sigmund Freud. Í handriti 10. sinfóníunn- ar má lesa athugasemdir sem Mahler virðist hafa ætlað Ölmu einni og þær sýna að verkinu var ætlað að tjá ást hans.“ Samkvæmt upplýsingum frá sveitinni er Osmo Vänskä, heiðursstjórnandi SÍ, einn fremsti Mahler-- túlkandi samtímans. „Hljóðritanir hans á verkum meist- arans hafa fengið frábæra dóma og nýjasti hljómdiskur hans, með 5. sinfóníu Mahlers, var nýverið tilnefndur til Grammy-verðlauna.“ Að vanda hefst tónleikakynning í Hörpuhorni kl. 18 og er hún í höndum Árna Heimis. Tón- leikarnir verða sendir út í beinni útsendingu á Rás 1. Faust túlkar Brahms Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vandaverk Isabelle Faust á æfingu með Sinfóníuhljómsveit Íslands, en stjórnandi tónleikanna er Osmo Vänskä.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.