Morgunblaðið - 11.04.2019, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 11.04.2019, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019 Jørn Lier Horst kann þá listað skrifa glæpasögur ogEldraunin er bæði vel upp-byggð og spennandi. Hún fjallar ekki aðeins um afbrot og lausnir heldur er frásögnin einnig áminning um að yfirvöld fara ekki alltaf rétt að og brjóta jafnvel á sak- lausum einstakling- um, sem geta enga vörn sér veitt. Sagan gerist eink- um í Stavern og Lar- vík, skammt fyrir sunnan Ósló í Noregi, en teygir anga sína víðar. Mannshvarf fyrir nokkrum mán- uðum er enn óupplýst en ný vísbending vekur vonir. Hún þyrlar líka upp ryki, sem virtist hafa sest, og framhaldið vekur ekki ánægju allra. William Wisting, lögregluforingi og helsta sögupersónan, er dæmi þess að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Jørn Lier Horst starf- aði lengi sem rannsóknarlög- reglumaður, hefur yfirgripsmikla þekkingu á lögreglumálum og kemur henni á framfæri í gegnum William Wisting. Það eykur vissu- lega trúverðugleika sögunnar en öllu má ofgera og staðreyndirnar geta stundum orðið of ríkjandi. Meðalvegurinn í þessu er vandrat- aður, en vissulega eru upplýsing- arnar um starfsaðferðir lögregl- unnar fræðandi. Blaðamaðurinn Line Wisting, ófrísk dóttir lögregluforingjans, er einnig í viðamiklu hlutverki. Hún er nýflutt frá Ósló til Stavern, þar sem hún ólst upp, og býr í húsi þar sem ýmislegt hefur áður gerst. Hún kynnist Sofie Lund, einstæðri móður eins árs dóttur. Þær eru líka nýfluttar í bæinn, í hús sem Sofie erfði eftir afa sinn, mann sem hafði ekki allt of gott orð á sér og fannst látinn í húsinu. Eftir að hafa fundið falin gögn í húsi Sofie verða stöllurnar óvænt hluti atburða- rásarinnar og blaða- maðurinn kemur aftur upp í Line, sem hafði annars hugsað sér að hætta í fréttamennsk- unni. Vissulega þekkt í bransanum. Persónusköpunin er góð og lýsingarnar skerpa á hugsuninni um fólkið. Jørn Lier Horst fléttar líka vel saman venjulegt og það sem kalla má eðlilegt líferni og tengsl þess við glæpi sem það ber enga ábyrgð á. Það greinir saklausa frá sekum og þótt yfirvöld hafi komist að niðurstöðu er William Wisting ekki fyrir það að dæma á líkum heldur vill hann velta við öllum steinum til þess að sannleikurinn komi í ljós og lætur engan eiga neitt inni hjá sér. Þannig eiga sýslumenn að vera. Morgunblaðið/Ómar Flétta Horst fléttar vel saman venjulegt og það sem kalla má eðlilegt líferni og tengsl þess við glæpi, sem það ber enga ábyrgð á. Glæpasaga Eldraunin bbbbn Eftir Jørn Lier Horst. Ingunn Snædal þýddi. Kilja. 415 bls. Bjartur 2019. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Slegið á fingurna á yfirvaldinu Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is IÐNAÐARMENN VERSLANIR VEITINGAR VERKSTÆÐI BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA HLUTHAFAFUNDUR ORIGOHF. Fimmtudaginn 2. maí 2019 kl. 16.00 í ráðstefnusal félagsins að Borgartúni 37 1 Tillaga stjórnar um að breyta grein 5.1 samþykkta félagsins þannig að stjórn verði framvegis skipuð 5mönnumog 2 varamönnum 2 Kosning stjórnar 3 Tillögur frá hluthöfum, ef einhverjar 4 Önnurmál RÉTTURHLUTHAFA TIL AÐ FÁMÁL SETT ÁDAGSKRÁHLUTHAFAFUNDAROGKOSNING Hver hluthafi á rétt á því að fá ákveðinmál tekin tilmeðferðar á hluthafafundi ef hanngerir umþað skriflega eða rafræna kröfu til félagsstjórnarmeð nægilegum fyrirvara til að unnt sé að takamál tilmeðferðar á fundinum. Þannig skulu óskir hluthafa liggja fyrir eigi síðar en 10dögum fyrir fundinn, þ.e. fyrir kl. 16.00mánudaginn 22. apríl 2019.Nánari upplýsingar umþátttöku og atkvæðagreiðslu er að finna á heimasíðu félagsins. Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar semekki eiga kost á að sækja fundinn geta veitt öðrum skriflegt umboðeða greitt atkvæði skriflega. Þeimhluthöfum semhyggjast nýta sér annanhvorn þessara kosta er bent á að kynna sér á heimasíðu félagsins hvernig þeir skuli bera sig að. Þar er að finna leiðbeiningar um skráninguog form skjala oghvernig þeim skuli skilað til félagsins. AÐRARUPPLÝSINGAR Boðaðer til hluthafafundarins vegna athugasemdar fyrirtækjaskrár ríkisskatt- stjóra umaðhlutföllin í stjórn og varastjórn, semkjörnar voru á aðalfundi félagsins þann 7.mars sl., eru ekki í heild sem jöfnust, sbr. 63. gr. hlutafélagalaga. Endanleg dagskrá svo ogöll skjöl sem lögð verða fyrir hluthafafundinn, þ.m.t. allar tillögur, verða hluthöfum tiltæk á heimasíðu félagsins ogmunu jafnframt liggja frammi á skrifstofu félagsins. Hluthöfumer bent á að skv. 63. gr. a. hlutafélagalaga skal tilkynna skriflega,minnst fimmdögum fyrir hluthafafund, um framboð til stjórnar. Tilkynnt verður um framboð til stjórnar eigi síðar en tveimur dögum fyrir hluthafafundinn. Þeim semgefa vilja kost á sér í stjórn félagsins er bent á að tilkynna það skriflega til tilnefningarnefndar félagsins eigi síðar en kl. 16 þann 17. apríl nk. á netfangið tilnefningarnefnd@origo.is. Tillögur tilnefningarnefndar verða tilkynntar þann 24. apríl nk. Reykjavík, 10. apríl 2019, stjórnOrigo hf. Allar nánari upplýsingar umhluthafafundinn er að finna á heimasíðu félagsins, origo.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.