Morgunblaðið - 11.04.2019, Page 74
74 ÚTVARP | SJÓNVARP
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019
Handfæravörur
Öflug þjónusta og gott vöruúrval
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna
Það er fátt betra en að
kveikja á Netflix á
kvöldin eftir vinnuna
og amstur dagsins. Þar
má finna endalaust
efni af ýmsum toga.
Heimildamyndir hafa
vakið athygli mína
undanfarið og byrjaði
ég á bresku heimilda-
þáttunum um hvarf
Madeleine McCann.
Eins og öll heims-
byggðin man hvarf hún sporlaust úr íbúð á sumar-
leyfisstað í Portúgal í maí árið 2007. Þættirnir eru
átta en undirrituð hætti að horfa eftir tvo og hálf-
an. Málið er svo sorglegt allt saman að maður
dettur niður í þunglyndi við áhorfið. Því eitt er
víst; endirinn er ekki góður.
Ég kveikti því á öðrum heimildaþætti, í þetta
sinn um svikarann og skúrkinn John Meehan,
öðru nafni Dirty John. Búið er að gera leikna
þætti eftir þessari sönnu sögu sem eru aldeilis
safaríkir. Því var ekki úr vegi að horfa síðan á
þennan heimildaþátt, sem í raun bætir litlu við
leiknu þættina. Nema þá til að sýna enn betur
hversu klikkaður þessi maður var; siðblindur, ill-
kvittinn, undirförull og hreinlega vondur.
Meehan þessi lét lífið og ekki er hægt að segja
að nokkur muni sakna hans. Og þótt maður óski
engum dauða er samt vel hægt að segja að þessi
heimildaþáttur endi nokkuð vel.
Ljósvakinn Ásdís Ásgeirsdóttir
Góður endir og
afar slæmur
Horfin Ekkert hefur
spurst til Madeleine.
AFP
RÚV
13.00 Útsvar 2013-2014
14.10 Stríðsárin á Íslandi
15.20 Popppunktur 2011
16.20 Landinn 2010-2011
16.50 Í garðinum með Gurrý
17.20 Leitin að stórlaxinum
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 KrakkaRÚV
18.01 Strandverðirnir
18.11 Fótboltastrákurinn
Jamie
18.39 Bestu vinir
18.44 Bílskúrsbras
18.50 Krakkafréttir
19.00 Fréttir
19.25 Íþróttir
19.30 Veður
19.35 Kastljós
19.50 Menningin
20.00 Nörd í Reykjavík
20.30 Price og Blomsterberg
21.00 Ljúfsár lygi. Bannað
börnum.
22.00 Tíufréttir
22.15 Veður
22.20 Glæpahneigð. Bannað
börnum.
23.05 Löwander-fjölskyldan
00.05 Löwander-fjölskyldan
Sjónvarp Símans
08.00 Dr. Phil
08.45 The Tonight Show
Starring Jimmy Fallon
09.30 The Late Late Show
with James Corden
10.15 Síminn + Spotify
12.00 Everybody Loves
Raymond
12.20 The King of Queens
12.40 How I Met Your Mother
13.05 Dr. Phil
13.45 Younger
14.10 The Voice US
16.00 Malcolm in the Middle
16.20 Everybody Loves
Raymond
16.45 The King of Queens
17.05 How I Met Your Mother
17.30 Dr. Phil
18.15 The Tonight Show
Starring Jimmy Fallon
19.00 The Late Late Show
with James Corden
19.45 The Kids Are Alright
20.10 Með Loga
21.10 9-1-1
21.55 The Resident
22.40 How to Get Away with
Murder
23.25 The Tonight Show
Starring Jimmy Fallon
00.10 The Late Late Show
with James Corden
Stöð 2
Hringbraut
Omega
N4
Rás 1 92,4 93,5
07.00 The Simpsons
07.25 Friends
07.45 Gilmore Girls
08.30 Ellen
09.15 Bold and the Beautiful
09.35 Anger Management
10.00 Wrecked
10.25 Satt eða logið
11.10 Ísskápastríð
11.45 Lögreglan
12.15 Heimsókn
12.35 Nágrannar
13.00 The Zen Diaries of
Garry Shand
15.25 Two and a Half Men
15.50 Seinfeld
16.15 Stelpurnar
16.40 Mom
17.00 Bold and the Beautiful
17.20 Nágrannar
17.45 Ellen
18.30 Fréttir Stöðvar 2
18.55 Ísland í dag
19.10 Sportpakkinn
19.20 Veður
19.25 The Big Bang Theory
19.45 Splitting Up Together
20.10 NCIS
20.55 Whiskey Cavalier
21.40 The Blacklist
22.25 Magnum P.I
23.10 Real Time With Bill
Maher
00.10 Thirteen
01.05 Manhunt
20.00 Mannamál
20.30 Suðurnesja-magasín
Víkurfrétta
21.00 21 – Fréttaþáttur á
fimmtudegi
endurt. allan sólarhr.
16.30 Gegnumbrot
17.30 Tónlist
18.30 Joel Osteen
19.00 Joseph Prince-New
Creation Church
19.30 Joyce Meyer
20.00 Í ljósinu
21.00 Omega
22.00 Á göngu með Jesú
23.00 Kall arnarins
23.30 David Cho
24.00 Joyce Meyer
19.00 Eitt og annað
19.30 Þegar
20.00 Að Austan
20.30 Landsbyggðir
endurt. allan sólarhr.
06.45 Morgunbæn og orð
dagsins.
06.50 Morgunvaktin.
07.00 Fréttir.
07.30 Fréttayfirlit.
08.00 Morgunfréttir.
08.30 Fréttayfirlit.
09.00 Fréttir.
09.05 Segðu mér.
09.45 Morgunleikfimi.
10.00 Fréttir.
10.03 Veðurfregnir.
10.13 Á reki með KK.
11.00 Fréttir.
11.03 Mannlegi þátturinn.
12.00 Fréttir.
12.02 Hádegisútvarp.
12.20 Hádegisfréttir.
12.40 Veðurfregnir.
12.50 Dánarfregnir.
12.55 Samfélagið.
14.00 Fréttir.
14.03 Á tónsviðinu.
15.00 Fréttir.
15.03 Flakk.
16.00 Síðdegisfréttir.
16.05 Víðsjá.
17.00 Fréttir.
17.03 Lestin.
18.00 Spegillinn.
18.30 Útvarp Krakka RÚV.
18.50 Veðurfregnir.
18.53 Dánarfregnir.
19.00 Sinfóníukvöld: Á leið í
tónleikasal.
19.27 Sinfóníutónleikar.
22.00 Fréttir.
22.05 Veðurfregnir.
22.10 Passíusálmar.
22.15 Samfélagið.
23.05 Lestin.
24.00 Fréttir.
00.05 Næturútvarp Rásar 1.
11. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:11 20:48
ÍSAFJÖRÐUR 6:08 21:01
SIGLUFJÖRÐUR 5:51 20:44
DJÚPIVOGUR 5:38 20:19
Veðrið kl. 12 í dag
Suðaustan 8-15 íkvöld og dálítil rigning, en hægari vindur og áfram þurrt norðanlands.
Hiti 3 til 9 stig, en kaldara að næturlagi. Hlýnar heldur í dag.
Á föstudag Suðaustan 13-20 m/s og dálítil rigning eða
súld, einkum SA-til. Hiti 7 til 12 stig.
Á laugardag Sunnan og suðaustan 13-20 m/s og tals-
verð rigning um landið sunnanvert, einkum síðdegis.
Laumað var að mér vísu vísu eft-ir Trausta Pálsson á Sauðár-
króki, sem varð hugsað til hraða
nútímans og umræðunnar um nú-
vitund og mikilvægi þess að vera í
núinu.
Sitthvað má segja um núið
samt finnst mér dálítið snúið
að gera því skil
sem að gjarnan ég vil
og grípa það – þá er það búið.
Í Skagafirði hafa menn oft yfir –
og syngja gjarnan, þessa vísu sem
Skagfirðingurinn Stefán Vagnsson
orti í samsæti sem efnt var til heið-
urs Marka-Leifa, Hjörleifi Sigfús-
syni.
Ég veit ei hvar sú veisla lendir
en vandı́ er að sitja kjur.
Hér eru allir orðnir kenndir
utan Hjörleifur.
Magnús Halldórsson skrifaði í
Boðnarmjöð á þriðjudag: „Fór til
að sinna bústörfum rétt uppúr
fimm, tveggja stiga hiti, logn og
hálfskýjað“:
Allir sem vettlingi valda,
hér vepjast þó úti sé kalt,
ég sé bæði túrista tjalda
og tittlinga vaða um allt.
Það er „allt að gerast“ bætti
Indriði Aðalsteinsson á Skjaldfönn
við:
Í dalnum mínum grænkar brátt og grær
og geislum sólar mjög á fannir slær.
Hinn leiði vetur færist óðum fjær
og fyrsti túristinn hann kom í gær
Þannig var hljóðið í Pétri Stef-
ánssyni:
Vorið það læðist um veraldarból
viðbúið barning og striti.
Indælt er veðrið þó engin sé sól,
örlítill vindur og hiti.
„Ekki ég?“ spurði Guðmundur
Arnfinnsson:
Hann limrur var alltaf að yrkja
og anda sinn með því að styrkja,
það mæddi samt marga
og menn gerði arga,
svo helvítið helst vildu kyrkja.
Káinn orti þegar hann var rukk-
aður um greiðslu fyrir líftrygg-
ingu:
Af þessum dollar þú mátt sjá
að þreyttum skrokk ei hlífi
við að borga ábyrgð á
einskisverðu lífi.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Núið og túristar á ferðinni
6 til 9 Ísland vaknar Ásgeir Páll,
Jón Axel og Kristín Sif rífa lands-
menn á fætur með gríni og glensi
alla virka morgna. Sigríður Elva les
traustar fréttir á hálftíma fresti.
9 til 12 Siggi Gunnars
Skemmtileg tónlist og góðir gestir
reka nefið inn.
12 til 16 Erna Hrönn Erna Hrönn
spilar skemmtilega tónlist og spjall-
ar um allt og ekkert.
16 til 18 Logi Bergmann og Hulda
Bjarna Logi og Hulda fylgja hlust-
endum K100 síðdegis alla virka
daga með góðri tónlist, umræðum
um málefni líðandi stundar og
skemmtun.
18 til 22 Heiðar Austmann
Betri blandan af tónlist öll virk kvöld
á K100.
7 til 18 Fréttir Auðun Georg og Sig-
ríður Elva flytja fréttir á heila tím-
anum, alla virka daga.
Lögfræðingurinn Þórdís Vals-
dóttir skrifaði meistararitgerð
um duldar auglýsingar á sam-
félagsmiðlum og gildandi rétt í
þeim málum. Á dögunum gaf
Neytendastofa út ákvörðun í
máli Emmsjé Gauta og Heklu en
tónlistarmaðurinn er í samstarfi
við Heklu og ekur um á Audi-
bifreið sem hann hefur auglýst
á Instagram. Í ákvörðuninni var
Emmsjé Gauta bannað að aug-
lýsa með slíkum hætti án þess
að taka fram að um auglýsingu
sé að ræða og hann lýsti yfir
óánægju sinni á Facebook. Þór-
dís kíkti í spjall á K100 og við-
talið má nálgast á k100.is.
Duldar auglýsingar
á samfélagsmiðlum