Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2019, Blaðsíða 14
HEILBRIGÐISKERFIÐ 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.4. 2019 Það er ys og þys á Landspítalanum íFossvogi og starfsfólk á þönum um allaganga. Leiðin liggur til fundar við yfir- lækni bæklunarskurðdeildarinnar, Yngva Ólafsson, sem gaf blaðamanni stund af sínum tíma til þess að ræða biðlista í liðskiptaað- gerðir og hvernig mætti leysa þann vanda. Að loknu viðtalinu gekk blaðamaður út, feginn að vera ekki bæklunarskurðlæknir. Ekki vegna þess að starfið sjálft sé ekki spennandi, held- ur fyrir þær sakir að þessir læknar þurfa að horfa framan í sárþjáða sjúklinga og segja þeim að biðin í aðgerð gæti orðið nokkuð löng. Biðlistinn myndi springa Hvað annið þið mörgum liðskiptaaðgerðum á ári á LSH? „Þegar biðlistaátakið var sett í gang fyrir þremur árum þá komu nokkur legurými sem voru tekin frá fyrir gerviliði og ekkert annað mátti fara í það pláss. Það gerði það að verk- um að við gátum nokkurn veginn staðið við skilyrðin í sambandi við þetta átak. Við bætt- um við 300 aðgerðum árlega; þær voru um 6- 700 en með þessu auka rými gátum við gert upp undir þúsund. Ef við hefðum ekki þessar stofur væru þær um 700 og reiknum við með að hafa þær áfram,“ segir Yngvi og segir að fjórir til fimm læknar framkvæmi þessar að- gerðir. Enn bíða samt sem áður um þúsund manns eftir aðgerð. Og áður en sjúklingur fær að- gerðardag þarf hann að bíða eftir viðtali og segir Yngvi að sú bið sé löng. „Nú koma þessir sjúklingar í gegnum heim- ilislækna með tilvísun til okkar. Móttökurnar okkar eru tvískiptar. Við erum annars vegar að sinna endurkomum vegna m.a. gerviliðaað- gerða og slysa og hins vegar nýkomum. Ef gert er ráð fyrir að hver skurðlæknir geri fimm gerviliðaaðgerðir á viku þá reiknum við með að nýkomurnar séu um sex, sjö,“ segir Yngvi og bætir við að með því sé geta lækna deildarinnar til að sjá nýja sjúklinga að miklu leyti tæmd en fleiri aðgerðir kalla á fleiri endurkomutíma og því aðstöðu og lækna. „Þá myndi biðlistinn bara springa. Einn, tveir og þrír,“ segir Yngvi og meinar að með því að taka fleiri í fyrsta viðtal hleðst á biðlist- ann og bið eftir aðgerð lengist enn meir hjá öllum. „Nú er viðmið landlæknis þrír mánuðir og biðtími núna í viðtal er 7-8 mánuðir. Ef við ættum að ná þessu markmiði þyrftum við að fjölga læknum sem sjá um þessa sjúklinga.“ Yngvi segir að sé sjúklingur lengur en sex mánuði á biðlistanum þurfi í raun að vinna sjúklinginn upp á nýtt því staðan getur breyst á þeim tíma. „Spurningin er, eigum við sérfræðingar að bera ábyrgð á sjúklingi sem er í bið, í eitt, eitt og hálft ár, sem þetta er yfirleitt. Við höfum viljað að heimilislæknar beri ábyrgð á sjúk- lingum þangað til að við getum séð hann á göngudeild og sett hann upp til aðgerða fljót- lega upp úr því. Eftir einn til þrjá mánuði.“ En það hefur ekki alveg gengið eftir eða hvað? „Nei, nei, það er kannski bjartsýni. Ég hefði haldið að hann væri um þrír mánuðir.“ Fer það ekki eftir læknum hversu löng bið- in getur orðið? Ég ræddi við mann sem komst á biðlista hjá lækni sem síðan hætti og þurfti hann því að byrja upp á nýtt á biðlistanum. „Já, auðvitað er þetta vandamál. Sjúkling- arnir eru í aðalatriðum bundnir ákveðnum læknum og þannig viljum við hafa það. Und- antekningar eru ef koma þarf sjúklingi brátt að en þá höfum við reynt að finna lækni til að taka þann sjúkling að sér. Við höfum reynt í þessum tilvikum að bjóða þeim sjúklingum einhvern annan lækni en það lengir þá biðina fyrir aðra,“ segir Yngvi og segir alla lækna fullbókaða langt fram í tímann og því getur verið erfitt að koma nýjum að. „Menn vinna hér nánast myrkranna á milli. Skurðstofurýmið og legurýmið er nýtt um og yfir 100% en nýtingarhlutföllin ættu að vera um 80%.“ Fráflæðisvandinn eykur á biðlista Finnst þér biðlistaátakið hafa skilað árangri? „Já, mér finnst það engin spurning. Vanda- málið er fráflæðisvandinn og hann er enn til staðar,“ segir Yngvi og útskýrir að eldra fólk og langveikt sem leggst inn á spítalann, á ekki afturkvæmt heim til sín, og hefur þá engan stað að fara því öldrunarheimili og aðrar stofnanir séu fullar. Því festist sjúklingur á legudeild spítalans og tekur upp rúm sem annars væri nýtt undir sjúklinga sem þurfa að leggjast inn í styttri tíma, eins og eftir liðskiptaaðgerðir. „Fyrir ákveðna hópa er ekki pláss neins staðar. Stærsta vandamálið í þessu öllu er hversu þétt setinn bekkurinn er af sjúklingum sem eiga ekki heima hér inni á deildunum. Þeir koma inn á sjúkrahúsið en komast ekki burt. Við erum að tala um helming til þrjá fjórðu af öllu legurými tiltekinna deilda. Það er ekki verið að tala um eitt eða tvö rúm. Stundum hristir maður bara höfuðið, hvernig yfirhöfuð er hægt að vinna með bráðainn- lagnir á lyfjadeild. Það er þéttsetinn gangur af fólki og starfsfólkið leggur á sig ótrúlega vinnu. Fólk ætti að prófa að starfa við þessar aðstæður, þær eru ekki góðar,“ segir Yngvi. „Einhvern tímann heyrði ég útvarpsviðtal við alþingismann sem sagði fráflæðisvandann vera heimatilbúið vandamál Landspítalans. Það var greinilegt að hann hafði ekki hug- mynd um hvað hann væri að tala um. Hann vildi meina að það væri ekkert vandamál að nýta hjúkrunarrými úti á landi fyrir sjúklinga sem kæmu hingað. Það er ekki það að það sé ekki reynt; við erum með klærnar út alla daga að koma sjúklingum t.d. á Reykhóla eða Stykkishólm,“ segir Yngvi og spyr hvernig blaðamanni fyndist ef senda ætti móður hans á elliheimili langt frá allri fjölskyldunni. „Aðstandendur segja þvert nei, skiljanlega. Laust hjúkrunarrými úti á landi leysir ekki fráflæðisvanda spítalans.“ Þannig að fráflæðisvandinn setur strik í reikninginn varðandi gerviliðaaðerðir? „Já, þar sem legurými og skurðstofurými vantar. Það var búin til bráðaskurðstofa en nýtingin á henni hefur verið innan við 50% vegna manneklu hjúkrunarfræðinga og svæf- ingarlækna.“ Myndi semja við Klíníkina Nú mega sjúklingar fara til útlanda á grund- velli þriggja mánaða reglunnar. Ertu hlynnt- ur því að fólk fari út í aðgerð? „Mér finnst sorglegt að ekki hafi tekist að byggja upp þessa starfsemi hér heima. Því það er þrátt fyrir allt ódýrarasti kosturinn að þetta sé gert hér innan spítalans. En ég skil vel fólk sem fer út, það á rétt á því og það þarf að gera það upp við sjálft sig. Sama gildir um Klíníkina. Sá hluti sem hefur farið út og farið á Klíníkina hefði annars verið á biðlista hér.“ Það hjálpar þá til við að stytta biðlistana ykkar? „Engin spurning. Stærsti hluti þeirra hefði endað á biðlista hjá okkur, níu mánaða bið- lista eða hvað það er. Og þá væri biðin enn lengri,“ segir hann. Hvað finnst þér um þá staðreynd að Sjúkratryggingar Íslands vilji ekki semja við Klíníkina vegna liðskiptaaðgerða, þó það væri ekki nema tímabundinn samningur? „Mér finnst það eiginlega skrítið. Eins og ég segi, við værum í meiri vandræðum ef fólk hefði ekki þann kost.“ Vantar meira pláss Hvað myndir þú gera ef þú værir heilbrigðis- ráðherra? „Ég myndi fyrst og síðast byggja upp þessa stofnun sem ég er að vinna hjá. En á meðan finnst mér sá möguleiki að semja við Klíník- ina ætti að vera uppi á borði. Sem tímabundna lausn. Það eru þúsund manns á biðlista með sínar þjáningar. Mér finnst sjálfsagt að reyna að koma þeim til hjálpar á einhvern hátt.“ Nú fer hópur fólks 65 ára og eldri sístækk- andi og augljóst að fleiri og fleiri muni þurfa liðskiptaaðgerð. Hvernig hyggist þið leysa það? „Fólki hefur fjölgað frá aldamótum um 18- 20%. Öldruðum hefur fjölgað tæplega 40%. Og á sama tíma er eina viðbótin hér í Foss- vogi þessa gámabygging hér fyrir utan. Það segir sig sjálft að þegar þessi fjölgun er svona í grunninn, og húsið stendur óbreytt, þá verð- ur sífellt aðkrepptara með pláss. Á sama tíma eru þessar sérgreinar tæknivæddari og tækn- in krefst pláss. Fólk hefur verið að leita eftir hornum sem ekki eru setin,“ segir hann og segir spítalann þurfa nýja byggingu. „Þetta er gamla sagan, til þess að fá hraða- hindrun á götu þarf banaslys til. Það er nán- ast það sama með þetta óskiljanlega fyrir- brigði að ekki sé hægt að leggja áætlanir fyrir framtíðina og miða við þær. Það er búið að svelta þessa stofnun allt of lengi,“ segir hann og nefnir að sú uppbygging sem nú er í gangi verði ekki nóg. „Þessi löngu tímabæra sjúkrahúsbygging er að skríða af stað núna. Þar verða skurð- stofur en það er nú þegar komið keppni um pláss. Þegar hún verður fullbyggð verður hún sennilega of lítil.“ „Það er búið að svelta þessa stofnun allt of lengi“ Yngvi Ólafsson, yfirlæknir á bæklunarskurðdeild Land- spítalans, telur að þröngur húsakostur, skortur á læknum og legurými sé helsta ástæða biðlista sem myndast hafa í liðskiptaaðgerðir. Fráflæðis- vandi sjúkrahússinns veldur því að ekki finnast pláss fyrir nýja sjúklinga. Hann telur vel koma til greina að semja ætti við einkastofnunina Klíníkina til að létta á biðlistum. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Yngvi Ólafsson, yfirlæknir á bæklunarskurðdeild Landspítalans, segir fráflæðisvandann m.a. vera ástæðu fyrir löngum biðlista í liðskiptaaðgerðir. Barist er um hvert rúm á Landspítalanum. Morgunblaðið/Ásdís ’Mér finnst sorglegt að ekkihafi tekist að byggja uppþessa starfsemi hér heima. Þvíþað er þrátt fyrir allt ódýrarasti kosturinn að þetta sé gert hér innan spítalans. En ég skil vel fólk sem fer út, það á rétt á því og það þarf að gera það upp við sjálft sig. Sama gildir um Klíník- ina. Sá hluti sem hefur farið út og farið á Klíníkina hefði annars verið á biðlista hér.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.