Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2019, Blaðsíða 2
Hvernig hefurðu það? „Alveg rosalega gott, er í banastuði og er að upplifa skemmtilega daga þar sem allt gengur upp.“ Hvaða áhrif hefur blús á fólk? „Blúsinn er móðurkartaflan í tónlistinni og tengir alla sam- an, fólk af öllum gráðum í lífinu. Blúsinn er eins konar grunntónn tónlistarinnar. Það er einstakt hvað það skapast mikil tengsl milli fólks í gegnum tónlistina.“ Hverju mælirðu með að fólk passi sig að missa ekki af á hátíðinni í ár? „Blúshátíð er, frá A til Ö, eins og stórt listaverk, stillt upp eins og innsetningu í Reykjavíkurborg þessa daga og at- riðin skapa öll heildarlistaverk og erfitt að velja eitthvað eitt.“ Hverju ertu persónulega spenntastur fyrir? „Ég er spenntastur fyrir að hitta allt blúsfólkið, bæði tón- listarmennina, sjálfboðaliðana, allt fólkið sem kemur og myndar stemninguna. Þessum galdri og seið sem myndast alltaf á Blúshátíð.“ Hvernig stemningu ber Blúshátíð með sér í borgina? „Hátíðir í borginni lyfta upp lífsgæðum borgarbúa og þessir dagar sem áður voru stundum þeir leiðinlegustu eru orðnir þeir bestu. Hún umbreytir orkunni og færir með sér gleði.“ Morgunblaðið/Hari HALLDÓR BRAGASON SITUR FYRIR SVÖRUM Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.4. 2019 Langar þig í ný gleraugu! Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC Það fyrsta sem Marilyn Monroe leikkona tók eftir þegar hún hitti Arthur Miller rithöfund, voru gleraugun! Á dauða mínum átti ég von en ekki því að mínir menn í bandarískubárujárnshljómsveitinni Slayer yrðu fyrsta frétt í kvöldfréttatímaRíkissjónvarpsins. Þetta gerðist sumsé fyrir réttri viku. Kom að vísu ekki til af góðu en í fréttinni kom fram að þeir „vegendur“ hefðu stefnt tón- listarhátíðinni Secret Solstice vegna ógreiddra reikninga. Grafalvarlegt mál. Eftir helgina skýrði nýr forsprakki Secret Solstice málið frá bæjardyrum hátíðarinnar og sagði það ekki hverfast um vangoldin laun heldur aðra reikn- inga sem fyrri rekstraraðilar hefðu hafnað. Það hlýtur þá að snúa að ferða- kostnaði eða öðru slíku, myndi maður ætla. Vonandi greiðist sem fyrst úr þessari flækju. Það er ekki gott að vera á öndverðum meiði við Slayer en sem kunnugt er varð sveitin til þegar sjálfur frumkrafturinn sængaði hjá hinu illa. Þessir menn hafa traust sambönd í neðra. Blóði var ekki fyrr hætt að rigna af hendi Slayer en Reykjavíkurborg reis upp á afturlappirnar og sagði Secret Solstice líka skulda sér peninga. Aftur vísaði forsprakki hátíðarinnar þeim ásökunum til föðurhúsanna og sagði að hátíðin yrði haldin í sumar hvort sem það yrði í samstarfi við eða í óþökk borgarinnar. Mér er hlýtt til Secret Solstice, þó ekki nema væri fyrir þá staðreynd að hátíðin færði mér Slayer og það á sjálf- um kveðjutúr þessa goðsagnakennda bands. Ég lít líka á það sem mannrétt- indi okkar eyjarskeggja að hafa reglulega aðgang að tónlistarfólki í fremstu röð í heiminum. Ekki hafa allir tök á því að teygja sig til stjarnanna. Sjálfur þekki ég til dæmis konu sem hefur djúpan áhuga á tónleikahaldi en vill helst ekki fljúga. Lífsgæði hennar myndu dala hratt hyrfu hátíðir á borð við Sol- stice af sjónarsviðinu. Þá komum við að staðsetningunni en hún hefur sem kunnugt er staðið í sumum enda þótt fólkið sem ég þekki þarna í grenndinni hafi ekki kveinkað sér. Vel má vera að Laugardalurinn sé ekki heppilegasti staðurinn fyrir at- gang af þessu tagi en þá er bara að finna hátíðinni aðra torfu. Lausnir eiga alltaf að bera hindranir ofurliði. Upplagt væri til dæmis að sameina Secret Solstice Kjalarnesdögum en þessar gagnmerku hátíðir fara jafnan fram á svipuðum tíma, um hásumarið. Sjálfur gæti ég alveg hugsað mér að hýsa Ro- bert Plant í gestaherberginu á sveitasetri mínu. Án þess að senda reikning. Secret Solstice ekki Slayin af Pistill Orri Páll Ormarssonn orri@mbl.is ’Það er ekki gott aðvera á öndverðummeiði við Slayer en semkunnugt er varð sveitin til þegar sjálfur frum- krafturinn sængaði hjá hinu illa. Emil Örn Jóhannesson Ég ætla að chilla með fjölskyldunni. Ég held á Ólafsvík. SPURNING DAGSINS Hvað ætlar þú að gera um páskana? Margrét Blöndal Ég ætla að læra fyrir stúdenstprófin mín og borða súkkulaði. Morgunblaðið/Ásdís Arnar Skúlason Ég ætla að gera ekki neitt. Nema kannski að fara í ræktina. Agnes Nína Hannesdóttir Vinna eins mikið og ég get á Prik- inu. Svo reyni ég að eyða tíma með fjölskyldunni. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson Blúshátíð í Reykjavík hefst um helgina með Blúsdegi í miðborginni 13. apríl og stendur hátíðin til 18. apríl. 16.-18. apríl verða stórtónleikar á Hilton Reykjavik Nordica, kl. 20, þar sem fjöldi listamanna koma fram. Á lokakvöldi Blúshátíðar halda Vinir Dóra, með Halldór Braga- son í forsvari, upp á 30 ára starfsafmæli sitt með blúsveislu. Blús móður- kartaflan

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.