Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2019, Blaðsíða 30
Ég held ég þurfi að fara í heilaskann og láta tékka á mér. Málið er að áhverjum mánudegi byrja ég í sykurbindindi og á hverjum þriðjudegi, ogjafnvel á mánudagseftirmiðdegi, er ég búin að steingleyma öllu saman. Þvílíkt gullfiskaminni! Í vinnunni erum við tvær hér sem erum dálítið veikar fyrir sykri. Hún er sjúk í nammi en ég er meira fyrir kökurnar. En ef engar kökur eru í boði hér í Hádegismóum, og nammið liggur á borðum, læt ég mig bara hafa það. Í stað þess að þegja þunnu hljóði tilkynni ég reglulega vinnufélögum að nú sé hafið enn eitt sykurbindindið. Þannig held ég að ég skapi mér ákveðið að- hald. Það virkar þannig að á þriðjudeginum þegar ég sting óvart upp í mig súkkulaði, heyrist úr horni: hva, varstu ekki byrjuð í sykurbindindi? Það er þá sem minnið bregst. „Ha?“ segi ég hissa. „Var það?“ Svo ber ég við algjöru minnisleysi. Ég væri rosa góð í réttarsal. Leiklistar- tímarnir í New York eru aldeilis að skila sér þegar ég leik hina blásak- lausu minnislausu konu. Undanfarið hefur verið erfitt að vinna hér. Í síðustu viku var hér meiri- háttar páskaeggjasmakk sem þurfti akkúrat að eiga sér stað einn metra frá mínu skrifborði. Sem þýddi að ég þurfti aðeins að snúa mér við til þess að teygja mig í tuttugu tegundir páskaeggja. Ég þurfti ekki einu sinni að standa upp! Ég var auðvitað búin að smakka all- ar tegundir þegar yfir lauk. Sem er í sjálfu sér alveg merkilegt, sérstaklega í ljósi þess að mér finnst páskaegg ekkert góð. En líklega er það enn ein blekkingin í mínu lífi. En hvernig er þetta með blekkingar; hvern erum við að blekkja? Augljós- lega ekki okkur sjálf, því innst inni vitum við upp á okkur skömmina. Samt læt- ur maður oft út úr sér fullyrðingar eins og: „ég borða aldrei nammi“. Þetta er auðvitað bara leið til að upphefja sjálfa sig í augum nammigrísanna. Ég ætla að hætta þessu núna, þetta er klárlega helber lygi. Annars er hin „sykursjúka“ samstarfskona mín komin í eitthvert sveltis- prógramm. Sem er víst afskaplega vinsælt þessa dagana og heitir 17-7 eða 23-1 eða eitthvað álíka. Hún er búin að missa eitt kíló á þremur dögum og er ég satt að segja dálítið afbrýðisöm. (Fyrir þá sem ekki skilja þennan megrunakúr, sem önnur hver kona í bæn- um er á, þá felst hann í því að fasta í 17 tíma og borða í 7 tíma. Þannig væri til dæmis hægt að borða einungis milli 12 og 7 á daginn.) Mig langar bara ekkert sérlega mikið á þennan kúr. Ég er ekkert skemmtileg þegar ég er svöng; langt því frá. Hungur er ein þess- ara slæmu tilfinninga sem koma mér í vont skap. Að sleppa mat frá því að ég vakna, stundum um sex, og til tólf á hádegi er meira en ég þoli. Svo finnst mér allt of gott að fá mér smá bita eftir kvöldmat, þótt það sé ekki nema eitt epli eða svo. Ok, það er víst ekki allt- af eitt epli. Enn kemur gull- fiskaminnið við sögu. Man allt í einu að ég stóð í 50 mínútna biðröð í ísbúð Huppu í fyrrakvöld, æ ég var búin að gleyma því! (Bragðarefur er jú þess virði að bíða eftir.) En alla vega, ég ræddi þetta við samstarfs- konu mína, varðandi 17-7 kúrinn. Sagðist nú varla nenna þessu; þetta hljómaði svo leiðinlega. Hún var reyndar með góða lausn á því. „Þú getur bara troðið í þig kökum milli 12 og 7!“ Páskaegg voru í seil- ingarfjarlægð og freistingin of mikil. Morgunblaðið/Styrmir Kári Svo ber ég við algjöru minnisleysi ’Ok, það er víst ekkialltaf eitt epli. Ennkemur gullfiskaminniðvið sögu. Man allt í einu að ég stóð í 50 mínútna biðröð í ísbúð Huppu í fyrrakvöld, æ ég var búin að gleyma því! Allt og ekkert Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Undirrituð elskar kökur meira en margt annað. 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.4. 2019 Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | Sími: 585 2888 OPIÐ ALLA DAGA Mán. til fös. kl. 9–18. Laugard. kl. 10–16. Sunnud. kl. 12–16 EITT LANDSINS MESTA ÚRVAL AF PERUM 10 til 11 Þingvellir Páll Magnússon og Björt Ólafs- dóttir stýra líflegum þjóðmálaþætti í beinni útsend- ingu á K100 alla sunnudagsmorgna. 11 til 14 100% helgi á K100 Stefán Valmundar rifjar upp það besta úr dagskrá K100 frá liðinni viku, spilar góða tónlist og spjallar við hlustendur. 14 til 17 100% Tónlistinn Siggi Gunnars fer yfir 40 vinsælustu lög landsins. Tónlistinn er unninn upp úr gögnum frá Félagi hljómplötuframleiðanda og er eini opinberi vinsældalisti landsins. 17 til 00 K100 tónlist 07.00 Strumparnir 07.25 Kormákur 07.35 Tindur 07.50 Mæja býfluga 08.00 Skoppa og Skrítla á póstkorti um Ísland 08.15 Blíða og Blær 08.35 Heiða 08.55 Latibær 09.20 Tommi og Jenni 09.45 Ævintýri Tinna 10.10 Lukku láki 10.30 Ninja-skjaldbökurnar 10.55 Friends 11.20 Ellen 12.00 Nágrannar 12.20 Nágrannar 12.40 Nágrannar 13.00 Nágrannar 13.20 Nágrannar 13.45 Friends 14.10 Lego Master 15.00 Hversdagsreglur 15.25 God Friended Me 16.10 Jamie’s Quick and Easy Food 16.35 Lose Weight for Good 17.10 Heimsókn 17.40 60 Minutes 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.55 Sportpakkinn 19.10 Britain’s Got Talent 20.15 Atvinnumennirnir okkar 20.55 The Sandhamn Murders 22.25 Killing Eve 23.10 High Maintenance ÚTVARP OG SJÓNVARP Sjónvarp Símans RÚV Rás 1 92,4  93,5 Omega N4 Stöð 2 Hringbraut 18.00 Að Norðan 18.30 Hátækni í sjávarútvegi (e) 19.00 Eitt og annað 19.30 Þegar 20.00 Að Austan 20.30 Eitt og annað 21.00 Nágrannar á norður- slóðum 20.00 Omega 21.00 Tónlist 22.30 Gegnumbrot 23.30 Tónlist 24.00 Joyce Meyer 20.00 Ísland og umheimur 20.30 Mannamál (e) 21.00 Spánarsýsla 1 21.30 Spánarsýsla 2 endurt. allan sólarhr. 12.00 Everybody Loves Raymond 12.20 The King of Queens 12.40 How I Met Your Mother 13.05 Top Chef 13.50 The Good Place 14.15 Life Unexpected 15.00 Top Chef 16.00 Malcolm in the Middle 16.20 Everybody Loves Ray- mond 16.45 The King of Queens 17.05 How I Met Your Mother 17.30 90210 18.15 Líf kviknar 18.50 Með Loga 19.45 Fótboltastelpur 21.00 Venjulegt fólk 21.40 The Truth About the Harry Quebert Affair 22.25 Ray Donovan 23.25 The Walking Dead 00.10 A View to a Kill 02.20 Hawaii Five-0 03.05 Blue Bloods 03.50 Shades of Blue 06.55 Morgunbæn og orð dagsins. 07.00 Fréttir. 07.03 Tríó. 08.00 Morgunfréttir. 08.05 Á tónsviðinu. 09.00 Fréttir. 09.03 Samtal. 10.00 Fréttir. 10.05 Veðurfregnir. 10.15 Bók vikunnar. 11.00 Guðsþjónusta í Nes- kirkju. 12.00 Hádegisútvarp. 12.20 Hádegisfréttir. 12.40 Veðurfregnir. 13.00 Sögur af landi. 14.00 Víðsjá. 15.00 Grár köttur. 16.00 Síðdegisfréttir. 16.05 Helgitónlistardagur EBU í dymbilviku. 17.25 Orð af orði. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Borgarmyndir. 18.50 Veðurfregnir. 18.53 Dánarfregnir. 19.00 Óskastundin. 19.40 Orð um bækur. 20.35 Gestaboð. 21.30 Land hinna blindu: Smásaga – seinni hluti. 22.00 Fréttir. 22.05 Veðurfregnir. 22.10 Á reki með KK. 23.10 Frjálsar hendur. 24.00 Fréttir. 00.05 Næturútvarp Rásar 1. 07.15 KrakkaRÚV 07.16 Begga og Fress 07.29 Bréfabær 07.40 Sara og Önd 07.47 Hæ Sámur 07.54 Húrra fyrir Kela 08.17 Tulipop 08.20 Hvolpasveitin 08.43 Alvinn og íkornarnir 08.55 Disneystundin 08.56 Nýi skólinn keisarans 09.17 Sígildar teiknimyndir 09.24 Dóta læknir 09.45 Krakkafréttir vikunnar 10.05 Vísindahorn Ævars 10.10 Ungviði í dýraríkinu 11.00 Silfrið 12.10 EM í fimleikum 14.25 Menningin – samantekt 14.50 Cirque du Soleil: Gleðin 16.25 Haukur Morthens 17.20 Táknmálsfréttir 17.30 N-Makedónía – Ísland 20.00 Fréttir 20.25 Íþróttir 20.30 Veður 20.40 Landinn 21.10 Hvað höfum við gert? 21.50 Sæluríki 22.40 Babýlon Berlín. Strang- lega bannað börnum. 03.25 Margt býr í vatninu. Bannað börnum. 01.25 Útvarpsfréttir Leikararnir Aron Már og Þuríður Blær, bet- ur þekkt sem Aron Mola og Blær, kíktu í spjall til Sigga Gunn- ars fyrr í vikunni til að ræða leikritið Kæra Jelena sem frumsýnt var á föstu- dag í Borgarleikhús- inu. Aron er að út- skrifast í vor úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands og er þetta hans frumraun í atvinnuleikhúsi. Hann leikur burðarhlutverk í sýningunni svo segja má að hann stökkvi beint í djúpu laugina. Mikið hefur gengið á á æfingunum og er Aron til dæmis með glóðarauga eftir Blæ og annar leikari nefbrotnaði næstum í vikunni. Viðtalið má nálgast á k100.is. Stekkur í djúpu laugina

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.