Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2019, Blaðsíða 24
Skerið sellerí í litla bita og vínber í tvennt. Gróf- hakkið hneturnar og þurrristið á pönnu. Pískið saman sýrðan rjóma og rjóma. Blandið síðan öllu saman í skál. Geymið í kæli þar til sal- atið er borið fram. 2 græn epli 1½ sellerístöng 25 græn vínber 1 dós sýrður rjómi 2-3 msk. rjómi, þeyttur 2 dl valhnetur, þurrristaðar á pönnu Kjarnhreinsið eplin, flysj- ið og skerið í litla bita. Waldorfsalat 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.4. 2019 LÍFSSTÍLL Munnsprey sem virka! Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna Úðað út í kinn og hámarks upptaka er tryggð – meiri upptaka en með töflum Iron: Engin magaónot þar sem járnið fer beint út í blóðrásina (48 skammtar) DLúx 3000: Taktu D-vítamín allt árið (100 skammtar) B12 Boost: Áhrifaríkur munnúði sem getur komið í veg fyrir B12 skort. (40 skammtar) Fyrir 6 2 laukar 1 grænn chilipipar 6 hvítlauksrif 5 cm biti ferskt engifer 1 lítil kartafla 2 gulrætur 300 g blómkál (þyngd fyrir snyrtingu) 1 msk kókosolía 2 tsk karrí 2 tsk tómatmauk (puree) 0,5 tsk salt (himalaja- eða sjávarsalt) 140 g blandaðar hnetur (cashew-, hesli- og bras- ilíuhnetur) 25 g kóríanderlauf, söxuð gróft. Notið nokkur lauf í að skreyta hnetusteikina 100 g speltbrauðrasp (einn- ig má nota hrökkbrauð) 1 egg, hrært létt Afhýðið lauk, hvítlauk og engifer. Saxið smátt. Brjótið blómkálið í sprota og rífið á rifjárni eða setjið í matvinnsluvél (og notið rifjárnsblað). Skrælið kartöflu og gul- rætur og rífið á rifjárni. Skerið chilipiparinn langs- um, fræhreinsið og saxið smátt. Hitið kókosolíu á stórri pönnu. Bætið við vatni ef þarf meiri vökva á pönnuna. Steikið laukinn þangað til hann fer að mýkjast. Bætið chilipipar, hvítlauk, karríi, tómat- mauki, salti og engiferi út í og hitið í nokkrar mín- útur. Bætið rifnu kart- öflunni, gulrótum og blómkáli saman við og hit- ið í nokkrar mínútur. Setj- ið allt í stóra skál. Til að gera brauðrasp er best að rista brauðsneiðar í brauðrist og mylja þær svo eða mala í matvinnslu- vél. Einnig má nota spelt- hrökkbrauð eða glúten- laust. Ef þið notið heilar hesli- hnetur með hýði, þurr- ristið þá hneturnar á heitri pönnu. Best er að hafa hana á fullum hita og rista hneturnar í 2-3 mín- útur eða þar til hýðið fer að losna. Kælið og nuddið hýðið af. Setjið allar hneturnar í matvinnsluvél og látið vél- ina vinna í 10-20 sekúndur eða þar til nokkuð fínmal- aðar án þess þó að verði að mauki. Saxið kóríand- erlaufin. Blandið hnetum, brauðraspi, eggi og söx- uðum kóríanderlaufum út í stóru skálina og hrærið vel. Klæðið brauðform (sem tekur 1 kg) með bökunarpappír. Setjið inni- haldið í formið og þrýstið vel í kantana svo hvergi sé hola. Klæðið lauslega með álpappír. Bakið við 190°C í um eina klukkustund. Takið álpappírinn af og bakið áfram í um 15 mín- útur. Skreytið með kórí- anderlaufum. Berið fram með t.d. hollri tómatsósu eða villi- sveppasósu. Frá cafesigrun.com Karríhnetusteik Sigrúnar MARENSBOTNAR 6 eggjahvítur 300 g sykur 1½ tsk mataredik 1 tsk vanillaextract eða dropar salt á hnífsoddi Þeytið eggjahvítur með salti, bætið sykri saman við í þremur skömmtum og þeytið vel á milli. Bætið ediki og vanilludropum saman við þegar mar- ensinn er orðinn stífur. Teiknið hring á bökunarpappír, u.þ.b. 24 cm í þvermál, og smyrjið marens á pappírinn. Bakið marensinn við 100°C í 90 mín. Slökkvið á ofn- inum, opnið hann og látið marensinn kólna í a.m.k. 3 klst í ofninum og jafn- vel yfir nótt. RJÓMAKREM MEÐ DAIM 200 ml rjómi 2-3 msk flórsykur eitt stórt Daim-súkkulaðistykki Léttþeytið rjóma og bætið flórsykri út í á meðan þeytt er. Saxið súkku- laðistykkið ansi smátt, blandið súkku- laði varlega saman við rjómann með sleif. Setjið rjómakremið á tertuna og skreytið kökuna með alls kyns berj- um, dreifið nokkrum myntulaufum yfir berin. Sigtið smávegis af flórsykri yfir. Frá evalaufeykjaran.is Páska-pavlova

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.