Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2019, Blaðsíða 17
Í öðru lagi bjuggu þau bæði yfir óbifanlegum vilja- styrk gagnvart þeim stefnumiðum sem mestu máli skiptu að þeirra mati. En óbilandi viljastyrkur er mikilvægari en nokkur einn annar þáttur stjórnmála- baráttunnar. Þá höfðu þau óvenjulega glögga tilfinn- ingu fyrir því hvernig hjarta meirihluta landa þeirra sló, þessa venjulega fólks úr öllum stéttum samfélags- ins. Þess vegna unnu þau bæði kosningar með svo sannfærandi hætti og endurkjör svo lengi sem þau leit- uðu eftir því.“ Rembingslaus afburðamaður Johnson lýsir hversu einstaka hæfileika Reagan hafði til að ná til landa sinna. Það hafi hann gert áreynslu- laust, hlýlega og skemmtilega. Johnson segir og að hinn óvenjulegi hæfileiki Reag- ans til að ná til almennings hafi ekki falist í því sem stundum er kallað stjórnmálalegur sjarmi. Enda sé sá eiginleiki iðulega hannaður og kallar því brátt á tor- tryggni. Í tilfelli Reagans hafi verið erfitt fyrir flesta að láta sér líka illa við hann eftir persónuleg kynni, og það þótt sáralítil væru. Jafnvel eftir það eitt að hafa horft á við- tal við hann í sjónvarpi. Almenningur myndaði eins og ósjálfrátt eins konar vinatengsl við hann, fremur en aðdáun þótt oft væri hún í bland. Og endapunktinn setti hann svo á þessi góðu tengsl með kímni sinni, en kímnigáfa hans hafi verið aðgengileg, réttilega tímasett og langoftast hrekklaus. Hann hafi verið hreinn listamaður í „hnit- miðaðri hnyttni“ („oneliner“) sem kalla megi hinn dæmigerða bandaríska brandara, sem Benjamin Franklin hafi fundið upp (eins og annað) og Mark Twa- in fínpússað. Reagan hafi haft allt að 4.000 slíka á hrað- bergi og getað af smekkvísi kallað þá fram og fellt eðli- lega að umræðunni á því augnabliki og hitt í mark. Persónur vikunnar Það má segja að „skopmyndateiknarar“ (sem fást við svo margt annað en skop) séu iðulegar meistarar í „oneliner“ og það stundum án þess að skrifa eitt ein- asta orð. Í gær lýsti teiknari The Times tveimur helstu umræðuefnum vikunnar af alheimssviðinu í einni mynd og án skýringa. Myndin sýndi þrjá fíleflda löggæslumenn tosa Julian Assange, leiðtoga Wikileaks, nauðugan út úr sendiráði Ekvadors en í gegnum bilið sem myndaðist á milli þeirra og sendiráðsins skaut Theresa May sér langfætt á támjóu skónum frægu til að komast í flóttamanna- skjólið sem nú var orðið autt! Hvað um framsal? Yfirvöld í Ekvador óraði ekki fyrir því að þau myndu sitja uppi með Assange í 7 ár í sínu litla sendiráði rétt hjá Harrods þegar þau aumkuðu sig yfir hann. Auðvitað átti Assange ekki að komast upp með það að standa ekki skil á meintri hegðun sinni í Svíþjóð. Enda var Ekvador ekki að bjarga honum undan Svíum og nauðgunarákærum þeirra. Assange óttaðist framsal frá Svíþjóð til Bandaríkjanna og vegna þess ótta leitaði hann skjóls í þessu sendiráði. Nú þegar hafa yfirvöld í Washington haft uppi kröf- ur um framsal hans. Þær eru þegar orðnar stór- pólitískt mál í Bretlandi og Corbyn, leiðtogi stjórnar- andstöðunnar, leggst hart gegn því að Assange verði framseldur. Dómstólar eiga fyrsta leik en falli úrskurð- ur þeirra Bandaríkjunum í vil getur komið til kasta bresku ríkisstjórnarinnar. Þar eru sjálfsagt mörg álitamál uppi. Assange stal ekki þeim leyniskjölum sem þarna er vélað um. Svo- leiðis verk unnu Snowden, sem er sagður hafa notið stuðnings Wikileaks þótt samtökin sæju ekki um birt- ingu skjalanna sem hann stal, og í þessu tilviki Mann- ing. Obama forseti náðaði Manning sem þurfti því „að- eins“ að sitja af sér rúman fjórðung af 30 ára dómi, en Snowden er enn frjáls í skjóli Pútíns, svo lengi sem for- setanum hentar. Fjölmiðlar hafa iðulega fagnað mjög birtingu Wiki- leaks á skjölum sem tekin hafa verið ófrjálsri hendi, þótt ekki liggi endilega fyrir að samtökin hafi stolið þeim. Í framsalskröfunni er rætt um ríkisleyndarmál og að lekinn hafi stofnað lífi og limum fjölmargra í hættu. En það vakti athygli að þúsundir ef ekki tug- þúsundir höfðu aðgang að svo hættulegum skjölum og að lágt settir hermenn gátu komist yfir þau og komið þeim á framfæri. Öftust á meri í refsimálum En svo er einn þáttur sem ekki er tengdur þessu máli sérstaklega. Það er spurningin um það hvort lýðræðis- ríkjum sé almennt stætt á því að hafa framsalssamn- inga við Bandaríkin. Þetta stórmerkilega vinaríki okk- ar, sem er framúrskarandi á svo mörgum sviðum, hefur a.m.k. frá okkar bæjardyrum séð mjög ógeð- fellda refsilöggjöf og enn ógeðfelldari framkvæmd hennar. Fyrir það fyrsta eru allmörg fylki enn með heimildir til að dæma menn til dauða þótt þeim fari fækkandi. En fangelsisdómar vestra vekja furðu. Menn eru dæmdir þar til fangavistar í tugi ára, og jafn- vel hundruð ára. Maður sem hafði verið framkvæmda- stjóri kosningabaráttu fyrir Trump í fáeina mánuði var ofsóttur af því tilefni og svo dæmdur kominn á áttræð- isaldur til langrar fangavistar fyrir fjárhagsglæpi sem hann er sagður hafa framið áratug áður en hann fékk þriggja mánaða laun hjá Trump. Saksóknarinn, sem ákærði hann, hafði það verkefni að rannsaka heima- tilbúnu delluna um að Rússar hefðu stolið Hvíta húsinu frá Hillary og gefið Trump! Saksóknarinn komst að því þótt umvafinn væri saksóknurum úr stuðningsliði demókrata að ekki væri fótur fyrir samsæri Trumps og Rússa. En til að eitthvað sæti eftir þá ákærði hann all- marga Rússa sem hann vissi að væri óhætt því aldrei yrði réttað yfir þeim og garminn Manafort! Eftir dóm yfir Manafort tóku fjölmiðlar að fimbul- famba að Trump kynni að náða Manafort eins og Obama náðaði Manning. Þá birtust saksóknarar í New York í fjölmiðlum og sögðust þá mundu ákæra Mana- fort á ný þar sem Trump gæti ekki beitt náðunarvaldi sínu og þeir myndu fá Manafort dæmdan í 130 ára fangelsi fyrir fjármálavafstur! Karlinn yrði því rúm- lega 200 ára þegar hann hökti loks út og ekki víst að hann myndi lifa í áratugi eftir það. En án gamans, þá voru pólitísku saksóknararnir sem þannig töluðu sagðir virtir lögspekingar. Og vissulega eru svona dómar ekki óþekktir vestra. En jafnaugljóst og það er að vestræn lýðræðisríki geta ekki framselt menn á dauðaganga þá væri það óhæfa að framselja þá til ríkis sem beitir refsivaldinu með slíkum hætti. Þar gildir að auki einnig að fangar eru iðulega hafðir í einangrun allt að 23 tíma á sólar- hring árum og jafnvel áratugum saman en slík fram- ganga fellur undir pyntingar hér á landi. Örgustu pynt- ingar. Enda myndi margur telja að dauðarefsing væri mild- ari refsing en þessi. Morgunblaðið/Eggert 14.4. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.