Morgunblaðið - 23.04.2019, Blaðsíða 10
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 6006 - SVÆÐISMEÐFERÐ
Í örfáum einföldum skrefum geturðu sett upp rúmið þitt til að mæta þörfum þínum.
GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Njóttu þess að hvílast
í hreinum rúmfötum
Við þvoum og pressum rúmfötin
- þú finnur muninn!
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Nauðsynlegt er að opna fleiri gátt-
ir inn í landið en Keflavíkur-
flugvöll, en í slíku felst að umferð
ferðamanna um landið dreifist
betur og álag verður jafnara. Af
þeirri ástæðu er hugsanlegt að
ferðaþjónustufólk úti á landi þurfi
að taka sölumál meira í sínar
hendur, því núverandi áherslur í
markaðsstarfi ráða því að stærst-
ur hluti erlendra túrista í Íslands-
heimsóknum fer aðeins um Suður-
land, Vesturland og höfuðborgar-
svæðið. Þetta segir Jóhannes Geir
Sigurgeirsson, ferðaþjónustu-
bóndi á Öngulsstöðum í Eyjafjarð-
arsveit og fyrrverandi alþing-
ismaður.
Hefðir og menning
Það var árið 1996 sem stofnað
var til ferðaþjónustu á Önguls-
stöðum af Jóhannesi Geir og fjöl-
skyldu og hefur reksturinn lengst
af verið í höndum stórfjölskyld-
unnar þar á bæ. Um árabil sinnti
Jóhannes öðrum verkefnum en ár-
ið 2012 tóku þau Ragnheiður
Ólafsdóttir kona hans við keflinu
að nýju eftir fimm ára útleigu. Ár-
ið 2013 komu Guðný dóttir Jó-
hannesar og Karl Jónsson maður
hennar inn í reksturinn.
Eins og víða í sveitum lands-
ins eru gamlar endurgerðar bygg-
ingar nýttar undir starfsemina, en
á Öngulsstöðum eru alls 20 her-
bergi og hægt að hýsa allt að 50
næturgesti. Í seinni tíð hefur vægi
veitingasölu í starfseminni svo
verið aukið og þar er lambakjötið
í öndvegi; læri og kótelettur. Af
því skýrist nafn staðarins: Lamb
Inn.
„Við finnum vel frá gestum
okkar að fólk vill sjá annað Ísland
en það sem er þéttsetnast í dag.
Einnig kynnast menningu og
matarhefðum þjóðarinnar og í því
tel ég felast mikil tækifæri. Þau
þurfum við hins vegar að rækta og
sinna, sem aftur helst í hendur við
aðra hagsmuni atvinnugreinar-
innar. Þar er mikilvægast að
fjölga gáttunum inn í landið; það
er að hingað verði skipulagt milli-
landaflug árið um kring með tíð-
um ferðum. Þetta er aðeins komið
á legg með starfsemi bresku
ferðaskrifstofunnar Super Break
en á hennar vegum var haldið
uppi reglubundnu flugi í allan
vetur, sem gekk vel,“ segir Jó-
hannes Geir, sem vill að byggt
verði á þessari góðu reynslu.
Innviðir eru til staðar
Í uppbyggingu í ferðamálum
á Íslandi telur Jóhannes ágætt að
horfa til Króatíu og aðstæðna þar.
Árið 2017 hafi komið 17,4 millj-
ónir ferðamanna til Króatíu og
hafði fjölgað um 60% frá 2007. Á
sama ári komu 2,2 milljónir ferða-
manna til Íslands og hafði fjölgað
um 350% á einum áratug. Í báðum
tilfellum er ferðafólk margfaldur
íbúafjöldi landanna, en stóri
munurinn milli landanna er þegar
kemur að flugi til landsins. Meðan
Ísland beinir öllu flugi um einn
flugvöll nota Króatar fimm al-
þjóðlega flugvelli til að taka á
móti sínum gestum.
„Ég velti því fyrir mér hvort
sú stefna að beina nánast öllu flugi
um einn flugvöll, það er einn völl-
ur og ein leið, sé beinlínis skaðleg
íslenskum hagsmunum,“ segir Jó-
hannes Geir. „Að minnsta kosti tel
ég að nú sé að opnast skilningur á
því að koma upp reglulegu flugi á
fleiri áfangastaði, það er Akureyri
sem er viðurkenndur varaflug-
völlur fyrir Keflavík. Hér nyrðra
eru líka allir þeir innviðir sam-
félagsins sem þarf fyrir – og til að
byggja upp nýja flugstöð hafa
heimafyrirtæki hér tryggt fjár-
magn. Framtíðarmúsíkin í þessu
getur hins vegar verið að byggður
verði nýr og stór flugvöllur fyrir
norðan, til dæmis í Aðaldal.
Næstu 10-15 er þó ekki um annað
að ræða en Akureyri og Egils-
staði.“
Alltaf dýr áfangastaður
Eyjafjarðarsveitin er heima-
völlur Jóhannesar Geirs; það er
hin víðfeðma sveit í skjóli
fjallanna sunnan Akureyrar. Þar
er stundaður hefðbundinn land-
búnaður á mörgum bæjum; en
áberandi er í þessari sveit að bæ-
irnir standa nokkrir í þyrpingum
sem líkjast litlum þorpum. Ferða-
þjónusta er starfrækt á nokkrum
stöðum í sveitinni; gistiþjónusta,
ferðamannafjós, kaffihús, ísgerð
og fleira. „Við höfum stundum
kynnt Eyjafjarðarsveit sem Akur-
eyri countryside; erum sveitahlið
bæjarins, en bara svo miklu
meira,“ segir Jóhannes, sem hefur
á undanförnum árum séð ferða-
þjónustuna þroskast sem atvinnu-
grein þar sem ýmsu þarf að mæta.
„Fyrst eftir hrun kom upp sá
misskilningur meðal fólks í ferða-
þjónustu að við værum ódýrt land.
Það vorum við ekki; krónan var
einfaldlega mjög veik á árunum
2009 til 2013 og fyrir vikið flykkt-
ust ferðamenn hingað enda var
gjaldmiðill okkar þá hagstæður
gagnvart erlendum myntum. Það
liggur í hlutarins eðli að Ísland
verður alltaf dýr áfangastaður;
þar ráða flugfargjöldin, öll aðföng
og að fyrir almenn þjónustustörf
hér á landi eru greidd einhver
hæstu laun sem þekkjast. En við
þurfum samt að gæta hófs í allri
verðlagningu og vafalaust fóru
einhverjir yfir mörkin þegar ís-
lenski gjaldmiðillinn gagnvart
evru var kominn niður fyrir 120
krónur fyrir um tveimur árum.
Nú hygg ég að ferðaþjónustan sé
að nýju að komast á jafnvægis-
punkt, sem gefur okkur tækifæri
til að meta stöðuna og marka
stefnuna til lengri tíma.“
Ferðafólk vill sjá annað Ísland en það sem er þéttsetnast í dag
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ferðabóndi En við þurfum samt að gæta hófs í allri verðlagningu og
vafalaust fóru einhverjir yfir mörkin, segir Jóhannes Geir í viðtalinu.
Fleiri gáttir inn í landið nauðsyn
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2019
Jóhannes Geir Sigur-
geirsson er fæddur árið 1950
og hefur búið á Önguls-
stöðum í Eyjafjarðarsveit alla
sína tíð. Hefur sinnt marg-
víslegum trúnaðarstörfum í
héraði, formaður KEA og
stjórnar Landsvirkjunar í
nokkur ár. Alþingismaður
Framsóknarflokks í Norður-
landskjördæmi eystra 1991-
1995.
Hver er hann?
Kauphöllin, Nasdaq Iceland hf.,
leggst gegn því að eftirlit með hegð-
un á fjármálamarkaði verði fært
undir Seðlabankann. Þetta kemur
fram í umsögn við frumvarp til laga
um Seðlabanka Íslands þar sem gert
er ráð fyrir sameiningu Fjármála-
eftirlitsins við Seðlabankann en að
mati Kauphallarinnar er hætta á
hagsmunaárekstrum ef þessi leið
verður farin.
„Standi hins vegar vilji ríkis-
stjórnarinnar og Alþingis til þess að
sameina Fjármálaeftirlitið Seðla-
bankanum að fullu álítur Kauphöllin
engu að síður leiðir færar sem gætu
dregið umtalsvert úr líkunum á
hagsmunaárekstrum og aukið vald-
dreifingu. Ef full sameining verður
niðurstaðan telur Kauphöllin brýnt
að skerpt verði á sjálfstæði þess
varaseðlabankastjóra sem mun fara
með málefni fjármálaeftirlits. Til að
tryggja sjálfstæði hans telur Kaup-
höllin rétt að varaseðlabankastjóri
fjármálaeftirlits heyri beint undir
bankaráð en falli ekki undir valdsvið
seðlabankastjóra þegar kemur að
málefnum fjármálaeftirlits,“ segir í
umsögninni.
Varaseðlabankastjóri fjármála-
eftirlits færi þá einungis með mál-
efni þess eftirlits og leggur Kaup-
höllin til að hann yrði þá formaður
fjármálaeftirlitsnefndar í stað seðla-
bankastjóra sem ekki hefði lengur
sæti í nefndinni. omfr@mbl.is
Hætta á
árekstrum
Varaseðlabanka-
stjóri sé sjálfstæður
Morgunblaðið/Ásdís
Umsögn Kauphöllin hefur sent frá
sér álit á Seðlabankafrumvarpinu.
Aðalfundur Félags tollvarða á
Keflavíkurflugvelli gagnrýnir
harðlega áform um sameiningu
embættis tollstjóra við ríkisskatt-
stjóra og hvetur í ályktun til að
hætti verði við öll þau áform. Í
ályktun segir að slík tilraunastarf-
semi hafi ekki reynst vel í Dan-
mörku og formaður danska tollsins
hafi varað íslenska starfsbræður
sína við ,,þess konar sameining-
arbrölti“ á aðalfundi Tollvarða-
félags Íslands fyrir fáeinum árum.
Sameiningin við danska skattinn
hafi tekist afar illa til.
Bent er á að nefnd fjármála- og
efnahagsráðherra um aukna skil-
virkni í skattframkvæmd o.fl. muni
væntanlega skila af sér tillögum um
framtíð tollasviðs tollstjóra um eða
eftir næstu mánaðamót en enginn
fulltrúi Tollvarðafélagsins sé í
nefndinni og ekkert samráð hafi
verið haft við félagið.
Mótmæla sameiningaráformum