Morgunblaðið - 23.04.2019, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 23.04.2019, Qupperneq 12
12 VIÐSKIPTIViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2019 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf 23. apríl 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 119.6 120.18 119.89 Sterlingspund 156.08 156.84 156.46 Kanadadalur 89.75 90.27 90.01 Dönsk króna 18.111 18.217 18.164 Norsk króna 14.107 14.191 14.149 Sænsk króna 12.949 13.025 12.987 Svissn. franki 118.54 119.2 118.87 Japanskt jen 1.0677 1.0739 1.0708 SDR 166.2 167.2 166.7 Evra 135.22 135.98 135.6 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 165.8512 Hrávöruverð Gull 1276.5 ($/únsa) Ál 1838.5 ($/tonn) LME Hráolía 71.63 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Saksóknari í Japan ákærði Car- los Ghosn á mánu- dag fyrir trúnaðar- brot. Reuters greinir frá þessu en ákæran er sú fjórða sem gefin hefur verið út á hendur Ghosn vegna meintra brota hans í starfi sem stjórnandi bílaframleiðandans Nissan. Nýja ákæran barst sama dag og varðhaldstímabili Ghosns átti að ljúka en eftir að hafa verið sleppt lausum úr löngu gæsluvarðhaldi snemma í mars var Ghosn fangelsaður á ný 4. apríl síðastliðinn. Ghosn neitar allri sök og hafa lög- fræðingar hans farið fram á að honum verði sleppt gegn tryggingu. ai@mbl.is Ghosn ákærður fyrir trúnaðarbot Carlos Ghosn STUTT VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Fyrr í vikunni birti fræðiritið Journal of Applied Economics ritrýnda grein eftir Jón Helga Egilsson þar sem hann setur fram nýtt módel til að skýra betur samspil stýrivaxta og gengis gjaldmiðla. Í tíu manna rit- nefnd tímaritsins eru m.a. nóbelsverð- launahafarnir í hagfræði, þeir George Akerlof og Robert Mundell auk Guillermo Calvo sem er þekktastur fyrir kenningar sínar um snögghemlun hagkerfa (e. sud- den stop). Sögu nýja módelsins sem Jón Helgi hefur þróað má rekja til rannsókna sem hann gerði með Kára Sigurðssyni hagfræðingi árið 2001. „Við birtum rannsókn í byrjun árs 2001 þar sem við bentum á og rök- studdum að hávaxtastefna Seðlabank- ans gæti veikt krónuna verulega, sem svo gerðist í mars það sama ár. Í að- draganda hrunsins 2008 skrifuðum við síðan fjölda greina til að vara við stefnu seðlabankans enda sáum við að það var verið að endurtaka sömu mis- tökin. Í bloggfærslu 15. mars 2008 benti ég síðan á að miðað við hávaxta- stefnu seðlabankans árin á undan mætti vænta þess að gengisvísitala krónunnar færi úr 142 í 220. Það gerð- ist svo hálfu ári síðar og við köllum það „hrunið“. Ég hélt að útreikningar mín- ir væru augljósir og þekktir og út- skýrði ekkert sérstaklega. En svo reyndist ekki vera. Þess vegna skrif- aði ég þessa grein,“ segir Jón Helgi. Skörun skammtíma- og langtímáhrifa Það sem aðgreinir reiknilíkan Jóns Helga frá aðferðum annarra hagfræð- inga er að hann skoðar ekki hverja einstaka vaxtaákvörðun heldur horfir á runu vaxtaákvarðana og hvernig þær hafa samverkandi áhrif. „Hver vaxtaákvörðun hefur áhrif bæði til skamms og langs tíma. Hver ný vaxta- ákvörðun getur því orðið fyrir áhrifum eldri vaxtaákvarðana sem enn eru að koma fram,“ útskýrir Jón Helgi en hann er verkfræðingur að mennt og stundaði að auki doktorsnám í hag- fræði við Háskóla Íslands og tók hluta af náminu við Columbia-háskóla. Frá 2014-15 var Jón Helgi formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands. Líkan Jóns Helga útvíkkar svokall- að Dornbusch-módel sem hagfræðing- ar hafa notað allt frá 8. áratugnum til að skoða skammtíma- og langtíma- áhrif stýrivaxtabreytinga á gengi gjaldmiðla. „Skammtímaáhrifin ráð- ast á peningamarkaði og geta birst í því að þegar vextir í einu landi hækka umfram önnur þá má vænta þess að fjármagn flæði þangað sem síðan leið- ir til hærra gengis. Vöru- og þjónustu- markaður bregst við með töf og vinnur á móti skammtímaáhrifum þar til jafn- vægi næst,“ segir Jón Helgi. En málin flækjast þegar tekið er með í reikninginn að breyting á stýri- vöxtum á sér sjaldnast stað í tóma- rúmi og geta skammtímaáhrifin af nýrri vaxtabreytingu togast á við lang- tímaáhrif fyrri vaxtabreytinga. „Það er margt sem skýrir áhrif breytinga á stýrivöxtum og ráðast viðbrögð mark- aðarins t.d. af trúverðugleika Seðla- bankans sem í hlut á og hversu mikið hagkerfið er háð fjármögnun. Minnk- andi trúverðugleiki seðlabanka getur t.d. valdið því að styrkingaráhrif stýri- vaxtahækkunar eru minni en ella.“ Vegferð sem endar með hruni Módel Jóns Helga sýnir einnig hvenær þróun stýrivaxta getur fræðilega haldið gengi stöðugu, þ.e. þegar skammtíma- og langtímaáhrif vega hvor önnur upp. En sá útreikn- ingur afhjúpar vel vandamálið við slíkan stöðugleika, sem er að vext- irnir þurfa að hækka meira í hverju skrefi til að ná fram þessum „stöðug- leika“. Samkvæmt líkaninu væri það fræðilega gerlegt að nota vexti til að halda gengi stöðugu en til þess þess þufa stýrivextir að hækka með veld- isvexti. „Augljóslega gengur slíkt ekki til lengdar og ef seðlabankar fylgja slíkri stefnu þá er hættan sú að vegferðin endi með hruni gjaldmið- ilsins,“ segir Jón Helgi. „Það eru ein- mitt líkindi með þessu ferli og því sem gerðist á Íslandi fyrir hrun og raunar undanfari hruns fleiri gjald- miðla eins og farið er yfir í greininni.“ Jón Helgi hefur notað líkan sitt til að rýna í þróun vaxta og gengis landa þar sem stjórnvöld hafa freistast til að keyra upp vexti til að forða geng- ishruni. „Í Argentínu eru stýrivextir t.d. 67% í dag og má sjá fleiri lönd í vandræðum, s.s. Tyrkland og Suður- Afríku. Kannski má segja að svona undarleg hagfræði sé ávísun á gós- entíð fyrir gjaldmiðlabraskara en hins vegar grátleg fyrir allan al- menning,“ segir Jón Helgi og ítrekar að vonandi stuðli líkan hans að því að fækka manngerðum hörmungum af þessum toga. „Miðað við líkanið þá var gengishrun íslensku krónunnar 2008 nokkuð fyrirsjáanlegt og hefði mátt koma í veg fyrir að mínu viti. Módel og reynslan virðist styðja að það ætla að halda gengi stöðugu með stighækkandi stýrivöxtum getur ver- ið stórvarasamt.“ Varasamt að styrkja gengi með hærra vaxtastigi AFP Átök Í Argentínu er reynt að styrkja gengið með hærri stýrivöxtum. Miðað við líkan Jóns Helga mun það ekki ganga til lengdar. Frá Buenos Aires.  Til að viðhalda stöðugleika myndu stýrivextir þurfa að hækka með veldisvexti Jón Helgi Egilsson ● Stjórn bandaríska matvælarisans Kraft Heinz hefur ákveðið að gera Miguel Patricio að forstjóra fyrir- tækisins. Patricio, sem áður var markaðsstjóri drykkja- veldisins Anheuser-Busch InBev, tekur við af Bernardo Hees sem gefinn var reisupassinn eftir að Kraft Heinz neyddist til að afskrifa 15 milljarða dala í febrúar síðast- liðinum vegna rýrnandi virðis margra helstu vörumerkja fyrirtækisins. Kraft Heinz greindi frá þessu á mánudag og upplýsti jafnframt að arðgreiðslur myndu lækka um þriðj- ung. Að sögn FT upplýsti félagið einnig að því hefði verið birt stefna frá bandaríska fjármálaeftirlitinu. ai@mbl.is AFP Kraft Heinz framleiðr m.a. Campbell’s-súpur. Kraft Heinz ræður nýjan forstjóra

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.