Morgunblaðið - 23.04.2019, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2019
NÝTT – Veggklæðning
Rauvisio Crystal
• Mikið úrval lita og áferða
• Auðvelt í uppsetningu og umgegni
• Framleiðum eftir óskum hvers og eins
• Hentar fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði
Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987.
Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.isSmiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Ríkisstjórn Srí Lanka segir allar líkur
á að þarlend múslimasamtök hafi
staðið að baki hryðjuverkunum á
páskadag sem kostuðu að minnsta
kosti 290 mannslíf og rúmlega 500
manns líkamstjón. Hafi þau notið al-
þjóðlegrar liðveislu. Engin samtök
höfðu þó lýst ódæðinu á hendur sér í
gærkvöldi. Nú liggur fyrir að lögregla
fékk fyrir fram vitneskju um yfirvof-
andi hryðjuverk en lét hjá líða að
bregðast við ábendingunni.
Á blaðamannafundi í höfuðborginni
Colombo í gær sagði heilbrigðisráð-
herrann Rajitha Senaratne að lítt
þekktur hópur, National Thowheeth
Jamath, væri talinn ábyrgur fyrir
hinum mannskæðu ódæðisverkum.
Létu þau til skarar skríða á sex stöð-
um í borginni og í öllum tilvikum var
um sjálfsmorðssprengingar að ræða.
Samtökin komu fram á sjónarsviðið í
fyrra er þau voru sökuð um skemmd-
arverk á Búddastyttum.
Senaratne staðfesti að lögregla
hefði verið vöruð við hryðjuverkunum
en hún hefði meðal annars brugðist
við með því að deila vitneskjunni ekki
með ríkisstjórn Ranil Wickremes-
inghe forsætisráðherra. „Við teljum
að þessar aðgerðir hafi notið alþjóð-
legrar liðveislu, öðruvísi hefðu þær
ekki verið mögulegar. Æðsta yfir-
manni lögreglunnar ber að segja af
sér,“ sagði ráðherrann. Varnarmála-
ráðherra Srí Lanka, Maithripala Sir-
isena forseti, er yfir lögreglunni og er
úr öðrum flokki en Wickremesinghe
forsætisráðherra. Þeir hafa átt í erf-
iðri sambúð í samsteypustjórninni
eftir að Sirisena forseti vék forsætis-
ráðherranum úr stjórninni í október
síðastliðnum, en dómstólar endur-
reistu Wickremesinghe eftir 52 daga
stjórnarkreppu.
Aftengdu sprengju
Í gær gerði lögregla óvirka
sprengju sem fannst í bíl sem lagt var
skammt frá einum tilræðisstaðanna
sjö; við kirkju í úthverfinu Kotahena.
Sama dag fann lögregla 87 hvell-
hettur á stórri strætisvagnastöð í
Colombo.
Páskamessur sungnar
Í tengslum við hryðjuverkin á
sunnudag hafa 24 manns, allt heima-
menn, verið handteknir. Rannsak-
endur tilræðanna hafa staðfest að sjö
menn hafi borið sprengjur innan-
klæða og sprengt sig í loft upp við
skotmörk sín. Sérfræðingur ríkis-
stjórnarinnar sagði blaðamönnum að
tilræðin hefðu verið samræmd. Þrjár
sprengjur hefðu verið sprengdar í
kirkjum og fjórar í og við hótel í borg-
inni. Svo virtist sem tveir aðildar
hefðu farið saman á einn staðinn,
Shangri-La hótelið í Colombo. Hin
hótelin tvö voru Kingsbury og Cinna-
mon Grand.
Fundist hefur sendibíll sem talið er
að hafi flutt tilræðismennina að skot-
mörkum sínum. Enn fremur voru
kennsl borin á hús í útjaðri Colombo
sem þeir dvöldust í fyrir ódæðin.
Sprengjur tilræðismannanna
sprungu er páskamessur voru sungn-
ar í borgunum Negombo, Batticaloa
og Colombo og við þrjú fimm stjörnu
hótel í höfuðstaðnum. Meðal hinna
látnu voru að minnsta kosti 40 útlend-
ingar, að sögn stjórnvalda. Þar á með-
al voru þrjú börn dansks viðskipta-
jöfurs, Anders Holch Povlsen, sem
stýrir stóru fataveldi. Var fjölskyldan
í fríi á Srí Lanka.
Útgöngubann var sett á í Srí Lanka
frá sólarlagi til sólarupprásar en óvíst
er hversu marga daga það varir.
Biðja um aðstoð
Ráðuneytisstjóri í varnarmála-
ráðuneytinu, Hemasiri Fernando,
sagði við BBC, að ábendingar leyni-
þjónustunnar hefðu aldrei bent til
jafn mikilla árása og áttu sér stað.
Þær snerust um eitt einangrað tilræði
eða tvö. „Ekkert eins og þetta,“ sagði
hann. Bætti hann við að allar mikil-
vægustu deildir lögreglunnar hefðu
verið látin vita af ábendingunum en
þær hafi ekkert aðhafst.
Stjórn Srí Lanka hefur farið fram á
alþjóðlega aðstoð við rannsókn til-
ræðanna og tengsl tilræðismannanna
við alþjóðasamtök.
Brugðust ekki við aðvörunum
Yfirvöld á Srí Lanka segja allar líkur á að þarlend múslimasamtök hafi staðið að baki hryðjuverk-
unum Lítt þekkt samtök heimamanna sem talin eru hafa haft stuðning og liðveislu erlendra aðila
AFP
Negombo Liðsmenn öryggissveita kanna tjón í Sebastínusarkirkjunni daginn eftir hryðjuverk í henni.
Colombo Lögregla og hermenn rannsaka leifar bifreiðar sem sprakk er
lögregla reyndi að aftengja sprengju í henni í gær, daginn eftir sprengju-
tilræði við kirkjur og lúxushótel sem kostuðu a.m.k. 290 manns lífið.
Hryðjuverk
» Tilræði voru framin í höf-
uðstaðnum Colombo, borginni
Negombo norður af af henni
þar sem margir kaþólikkar búa
og í Batticaloa á austurströnd
landsins. Kirkjur og hótel voru
skotmörk.
» Meirihlut íbúa Sri Lanka
(70%) eru búddistar, um 10%
eru múslimar og kristnir menn
um 7,5%. Hindúar eru 12,5%
íbúanna.
Grínistinn Volodimír Selenskí hlaut yfirgnæfandi meiri-
hluta atkvæða í seinni umferð forsetakosninganna í Úkra-
ínu á sunnudag. Þegar talningu atkvæða var nærri lokið
var skerfur hans 73% en skerfur Petro Poroshenko fráfar-
andi forseta aðeins 24%. „Ég mun aldrei valda ykkur von-
brigðum,“ sagði Selenskí er hann fagnaði úrslitunum með
stuðningsmönnum. Poroshenko játaði ósigur en sagðist
ekki hættur í pólitík. Sagði hann hinn 41 árs gamla Selenskí
of ungan og óreyndan til að standa af einhverju viti í hárinu
á Rússum. agas@mbl.is
Grínistinn vann stórsigur
Volodimír
Selenskí
ÚKRAÍNA