Morgunblaðið - 23.04.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.04.2019, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Tamíl-tígrarnir áSrí Lanka voru tíðir gestir í heimsfréttunum um aldarfjórð- ungsskeið. Þeir áttu í hörðum átökum við stjórnvöld á eyj- unni en fyrir áratug höfðu þau sigur og síðan hefur þar ríkt meira öryggi. Átökin við hryðjuverka- menn Tamíl-tígranna rifjast óhjákvæmilega upp þegar gerðar eru sjálfsmorðsárásir á Srí Lanka, því að það er bar- áttuaðferð sem þeir beittu af þeim óhugnaði sem þess hátt- ar voðaverkum fylgir. Árásirnar á páskadag, þar sem um 300 létu lífið og um 500 særðust, virðast þó ótengdar átökunum við Tamíl- tígrana. Stjórnvöld í landinu segja að ábyrgðina beri lítt þekkt íslömsk hryðjuverka- samtök, en telja jafnframt að skipulagning hryðjuverkanna teygi sig út fyrir landið og hryðjuverkin séu því í raun hluti af alþjóðlegri hryðju- verkastarfsemi. Þetta á líklega eftir að skýr- ast frekar og nauðsynlegt að stjórnvöld um allan heim legg- ist á eitt og reyni að uppræta þess háttar starfsemi. Það er þó allt annað en auðvelt og átökin við Ríki íslams hafa ekki auðveldað leikinn. Í tengslum við árásirnar á Srí Lanka hefur verið bent á að nokkrir öfgamenn frá eyjunni hafi barist með Ríki íslams og hættan er sú að slíkir menn muni valda ógn og skelf- ingu víða, hvort sem þeir hafa átt hlut að máli í sprengingum í hótelum og kirkjum á Srí Lanka á páska- dag. En auk þess að rifja upp fyrri hryðjuverk á Srí Lanka rifja árásirnar nú upp fleiri slíkar á kirkjur og kristna menn á síðustu árum. Ekki eru nema tvö ár síðan Ríki íslams réðst á kirkjur kopta í Egypta- landi. Þær árásir voru gerðar á pálmasunnudag og felldu um fimmtíu manns og særðu tvö- faldan þann fjölda. Þá hefur fjöldi fallið í slíkum árásum í Pakistan á liðnum árum, en stjórnvöld þar í landi eiga vafasaman feril þegar hryðju- verkamenn eru annars vegar. Hryðjuverkaárásir eru allt- af óhugnaður sem ber að for- dæma og vinna gegn með öll- um tiltækum ráðum. Árásir á kirkjur á páskadag eru sérlega óhugnanlegar, enda staður og stund engin tilviljun. Þetta er, auk þess að vera árás á þá sem fyrir verða, árás á trú stórs hluta mannkyns og jafnframt þá trú sem er grundvöllur vestrænnar menningar. Von- andi verða þessar skelfilegu árásir áminning um nauðsyn þess að þjóðir heims haldi vöku sinni í þeirri baráttu sem nú stendur yfir gegn hryðju- verkum og þeim öfgamönnum sem þau stunda og styðja. Hryðjuverkin beindust gegn fólki og gegn trú fólks} Árásir á páskadag Stundum er rættum það sem kallaðar eru fag- legar hæfnis- nefndir eins og þar fari fyrirbæri sem séu hafin yfir gagnrýni og hafi höndlað hinn endanlega sannleik. En hæfnisnefndir sem hið opin- bera skipar til að leggja mat á umsækjendur um opinber embætti eru vitaskuld mann- anna verk og niðurstöður þeirra einnig. Þeir sem efuðust um þetta hafa án efa skipt um skoðun við að lesa umfjöllun Morgun- blaðsins á laugardag um störf og niðurstöður hæfnisnefndar við val á fimmtán dómurum í nýjan Landsrétt. Þar kemur fram að jafnvel innan hæfn- isnefndarinnar sjálfrar voru efasemdir um niðurstöðuna sem afhent var ráðherra. Engu að síður ákvað nefndin að leggja aðeins til fimmtán nöfn í stað þess að veita ráð- herra og Alþingi, sem skipaði í réttinn, meira svigrúm með því að hafa hópinn stærri. Nú liggur fyrir og er viðurkennt að sú niðurstaða sem Excel-skjalið gaf var ekki heppileg niðurstaða. Ekki einu sinni nefndarmenn sjálfir voru sáttir við hana, en þeir töldu sig ekki geta hnikað henni til þrátt fyrir hvernig hún væri fundin. Það kom því óhjákvæmilega í hlut ráðherra og Alþingis og leiðin sem var farin var að ráðherra gerði til- lögu sem Alþingi gerði að sinni. Hægt er að hafa ýmsar skoðanir á þeim hópi sem þar var valinn, en hann er engu að síður rétt skipaður af Alþingi eftir tillögu ráðherra og breyta orð Mannréttinda- dómstólsins engu þar um. Það sem upp úr stendur í þessu máli er hins vegar að fara þarf gagngert yfir notkun og störf hæfnisnefnda. Lýsing á störfum hæfnisnefndar um landsréttardómara er mikið áhyggjuefni} Hæfnisnefndir S taðan er þessi: Ríkisstjórnin ásamt fylgifiskum vill staðfesta orkupakk- ann en telur það ekki óhætt nema með lagalegum fyrirvara. Málinu fylgir loðin yfirlýsing utanríkis- ráðherra og framkvæmdastjóra orkumála hjá Evrópusambandinu um sameiginlegan skilning á gildi pakkans gagnvart Íslandi. Vandinn er sá að óljóst er um gildi einhliða fyrirvara gagnvart hinni þjóðréttarlegu skuldbindingu sem sam- þykki leiðir af sér. Óvíst er hvaða hald yrði í hinni sameiginlegu yfirlýsingu ef á málið reyndi fyrir dómstólum. Fyrir Alþingi liggja í málinu lögfræðilegar álitsgerðir færustu manna en þeim ber ekki að öllu leyti saman. Skylt er þegar uppi eru spurn- ingar tengdar auðlindum að stíga gætilega til jarðar. Í margnefndri álitsgerð Friðriks Árna og Stefáns Más liggja sem rauður þráður varnaðarorð af ýmsu tagi. Meginniðurstaða þeirra er að „verulegur vafi“ leiki á því hvort framsal ákvörðunarvalds rúmist innan ákvæða stjórnarskrárinnar. Þeir segja ekki „fordæmi fyr- ir slíku valdframsali“ sem hér um ræðir „til alþjóðlegra stofnana á grundvelli EES-samningsins“. Þá segja þeir enga heimild til þess „að taka í lög ákvæði sem ekki fá staðist íslenska stjórnarskrá þó að svo standi á að ekki reyni á umrædd lagaákvæði í svipinn“. Ein möguleg lausn, segja Friðrik og Stefán Már, gæti falist í að Ísland fari fram á undanþágur frá tveimur reglu- gerðum sem ekki eiga við hér á landi meðan ekki liggur hingað sæstrengur. Þyrfti þá að taka málið upp í sameiginlegu EES-nefndinni á grund- velli ákvæða í EES-samningnum. Í álitsgerðinni nefna höfundar að „möguleg lausn gæti falist í því að þriðji orkupakkinn verði innleiddur í íslenskan rétt en með laga- legum fyrirvara“ sem lýtur að hugsanlegum sæstreng. „Þessi lausn er þó ekki gallalaus,“ segja þeir í lokin. Síðarnefnda lausnin er nú í boði af hálfu ríkisstjórnarinnar. Um hana er fjallað í sjö og hálfri línu í 43 síðna áliti Friðriks og Stefáns Más. Fyrir Alþingi liggur engin álitsgerð um þessa lausn; hvort lögfræðilegi fyrirvarinn dugi til að vega upp á móti þjóðréttarlegum skuldbindingum sem fylgja samþykki við pakkann. Ekkert liggur fyrir um hverjir eru helstu gallar á þessari viðbótarlausn. Samt virðast stuðningsflokkar málsins á Alþingi tilbúnir að sam- þykkja orkupakkann sem felur í sér ákvörðunarvald er- lendrar stofnunar sem tekur „a.m.k. óbeint til skipulags og ráðstöfunar á mikilvægri orkuauðlind þjóðarinnar“. Kjarni málsins er einfaldur: Það ríkir óvissa um hvort við séum að opna dyr að orkuauðlindum þjóðarinnar sem seinna verður hugsanlega læðst inn um. Við erum að minnsta kosti að skilja dyrnar eftir ólæstar. Hver er munurinn? Ólafur Ísleifsson Pistill Opnar dyr eða ólæstar? Höfundur er þingmaður Miðflokksins. olafurisl@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Unnið er að því að gera munmarkvissari þær aðgerð-ir sem stjórnvöld hafalofað að beita sér fyrir gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði og félagslegum undirboðum. Í yfir- lýsingu stjórnvalda á dögunum í tengslum við gerð kjarasamninga er gengið lengra en áður varðandi refsi- ábyrgð fyrirtækja og fyrirsvars- manna á vinnumarkaði þannig að hún verði útvíkkuð til að fyrirbyggja alvarleg og ítrekuð brot eins og sam- tök vinnumarkaðarins hafa hvatt til að gert verði. Eitt af stærri málunum er keðjuábyrgð fyrirtækja í tengslum við verklegar framkvæmdir. Hún fel- ur það í sér að aðalverktaki tryggi og beri ábyrgð á að starfsmenn undir- verktaka og starfsmannaleiga fái rétt greidd laun og að öll starfskjör og tryggingar þeirra uppfylli lág- markskröfur. Í frumvarpi um opinber inn- kaup, sem fjármálaráðherra lagði fram í desember var gert ráð fyrir að heimilt yrði að taka keðjuábyrgð inn í samninga en fyrir skömmu lagði fjárlaganefnd Alþingis til að í stað þess að kaupanda sé heimilt að fara fram á keðjuábyrgð, verði það gert að skyldu. Sú tillaga var síðan tekin upp í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í 11 töluliðum vegna fé- lagslegra undirboða á vinnumarkaði í tengslum við gerð kjarasamninganna á dögunum. Að sögn Halldórs Grönvold, að- stoðarframkvæmdastjóra ASÍ, eru aðgerðirnar á loforðalista stjórn- valda efnislega að mestu orðrétt teknar úr tillögum starfshópsins sem skilaði ráðherra skýrslu um undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði í janúar síðastliðnum. ,,En það er þó eitt sem bætist þarna við sem lýtur að því að skoðað verði að refsa sér- staklega fyrirtækjum sem gerast brotleg. Þá er verið að skoða, eins og við lögðum til í þessari skýrslu en var aldrei fullrætt, einhvers konar févíti eða hlutlæga bótaábyrgð fyrirtækja gagnvart starfsmönnum sem brotið er á.“ Halldór segir um stöðu þessara mála að nú sé í undirbúningi hvernig haldið verður á þessum málum og eitt og annað sé þegar farið af stað. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir iðnaðar- ráðherra er þegar búin að leggja fram frumvarp sem lýtur að nokkru leyti að kennitöluflakki en varðar þó ekki aðalefni málsins að sögn Hall- dórs. Hún hefur nú boðað annað frumvarp í haust þar sem tekið verði á þessum málum með breytingum á gjaldþrotalögum o.fl. sem unnið er í samráði við aðila vinnumarkaðarins en ASÍ og Samtök atvinnulífsins hafa verið samferða í að fylgja þessu eftir. Vinnan komin í gang Hvað keðjuábyrgðina snertir þá er tillaga fjárlaganefndar um að hún verði gerð að skyldu við opinber inn- kaup rétt skref að mati launþega- hreyfingarinnar en hins vegar er gert ráð fyrir aðlögunarfresti fram að næstu áramótum, sem ASÍ telur full langan tíma. Sveitarfélög og ein- hverjar ríkisstofnarnir hafi talið sig þurfa þann tíma til að undirbúa sig fyrir breytinguna. ,,Við erum alla vega sátt við að það er búið að viðurkenna þetta prinsipp, þó okkur þyki full langt í að það verði að veru- leika,“ segir Halldór. Hvað aðra þætti í yfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar varðar þá er verið að undirbúa þá vinnu og er hún að einhverju leyti þegar komin í gang. Herða viðurlög og festa keðjuábyrgð Keðjuábyrgð er nú þegar að finna í lögum um starfsmanna- leigur og útsenda starfsmenn og hafa sumir þegar tekið keðjuábyrgð inn í samninga um verklegar framkvæmdir, svo sem Landsvirkjun og Reykjavíkurborg. Fjárlaga- nefnd bendir á í greinargerð með breytingartillögum sínum að ákvæðin eru ekki samræmd og geti skapað óvissu hjá bjóð- endum enda sé í sumum til- fellum mjög óljóst hvernig eigi að framfylgja þessum skil- málum. Nauðsynlegt sé að skilgreina þetta betur, hvað sé aðalverktaki og hvort eigi t.d. að gera að skilyrði að hann safni miklu magni af persónugreinanlegum gögnum, svo sem launaseðlum starfsmanna undirverk- taka. Geta skapað óvissu ÁKVÆÐI UM KEÐJUÁBYRGÐ Halldór Grönvold Morgunblaðið/Eggert Framkvæmdir Auka á heimildir til refsinga í samráði við aðila vinnu- markaðar, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.