Morgunblaðið - 23.04.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.04.2019, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2019 Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Kolibri trönur í miklu úrvali, gæða- vara á góðu verði Kolibri penslar Handgerðir þýskir penslar í hæsta gæðaflokki á afar hagstæðu verði Ennþá meira úrval af listavörum WorkPlus Strigar frá kr. 195 SMÁRALIND www.skornirthinir.is Your Shoes strigaskór Margar gerðir Leður Leðurstrigaskór Verð 12.995 Stærðir 36-42 Er eitthvað ekki í lagi hjá fjöl- miðlum? Aftur og aftur leita fjöl- miðlar álits manns á hinum ýmsu málum þjóðarinnar. Manns sem sagði okkur Íslendinga verða Kúba norðursins ef þjóðin borgaði ekki Icesave-skuldina. Manns sem er bú- inn að bulla síðan alltof oft í fjöl- miðlum og nær nú nýjum hæðum þegar hann fer að tala um vexti og verðtryggingu. Ég bið fjölmiðla að hætta að gera þjáningu þessa manns verri, hættið að hafa eitthvað eftir honum! Einar Kópavogsbúi. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Sorglegt Hvernig ég á að skilja þriðja orkupakkann? Í honum stendur svo: „Aðildarríkin skulu vinna náið saman og fjarlægja hindranir í vegi viðskipta með raforku og jarðgas yfir landamæri í því skyni að ná fram markmiðum Bandalagsins á sviði orku.“ Hvernig ætlar þú, Óli Björn, að vinna á þessum grundvelli? Halldór Jónsson Viltu kannski útskýra fyrir mér, Óli Björn? Höfundur er verkfræðingur. Á dögunum birti ég grein á Vísi um fásinn- una sem ríkir um ákvörðun sjávar- útvegsráðherra og þá um leið forsætisráð- herra og ríkisstjórnar- innar allrar hvað varð- ar nýja heimild til hvalveiða; slátra á allt að 2.135 dýrum, mörg- um með þeim hörmu- legu limlestingum og kvalræði, sem þekktar eru, 2019-2023. Er hér er á ferðinni einhver mesta hvalaslátrun sem sögur fara af síð- ustu áratugi. Fullgengnir kálfar sprengdir, tættir eða kæfðir. Og, eins og ég kom inn á, veiðir engir önnur þjóð veraldar langreyðina, næststærsta spendýr jarðar. Í byrjun síðustu aldar voru um milljón slík dýr í heimshöfunum, nú er búið að slátra um 90% þeirra. Fullyrðingar um át langreyða á nytjafiskum og afrán standast ekki; þetta eru skíðishvalir, sem lifa á svifi og gefa – eins og áratuga vísinda- rannsóknir sýna og sanna – lífríkinu meira, en þeir taka. Í þessari grein fáraðist ég yfir því, að – sé heiftarlegt dýraníð sett til hliðar, í bili – þá vantaði allar rann- sóknir, sem sýndu, hvaða áhrif þess- ar veiðar hefðu á þýðingarmestu at- vinnugreinar okkar; ferðaþjónust- una og útflutning á sjávarafurðum. Eins og fyrir liggur stendur ferða- þjónusta og sjávarútvegur til sam- ans undir um/yfir 70% af öllum okk- ar gjaldeyristekjum, meðan hvalveiðar ná ekki einu sinni 0,1%. Ég hef verið að leggja að einkum ferðamálaráðherra, en auðvitað líka að sjávarútvegsráðherra, umhverf- isráðherra og utanríkisráðherra og vitaskuld varðar þetta forsætisráð- herra Vinstri grænna ríkulega líka, en hún var, eins og kunnugt er, á móti hvalveiðum, þar til hún komst í forsætisráðherrastól, að láta kanna erlendis, hvaða áhrif nýjar, stór- felldar hvalveiðar myndu hafa á ferðaþjónustuna og útflutning sjávarafurða. Líka auðvitað á merk- ið okkar allra; Ísland. Allir þessir ráðherrar, nema um- hverfisráðherra, hafa lengst af hald- ið því fram – og það er fullyrt í ný- legri skýrslu Háskóla Íslands um hvalveiðar – að hvalveiðar hefðu engin sýnileg eða kunn neikvæð áhrif á þau fjöregg þjóðarinnar, sem ferðaþjónusta og sjávarútvegur eru. Af tilviljun komst undirritaður að því, að hér hafa ráðherrar og ríkis- stjórn beitt landsmenn alvarlegum blekkingum og farið með rangt mál. Þetta er fyrir mér stóralvarlegt mál sem í öllum siðmenntuðum þjóð- félögum þar sem ég þekki til hefði átt að kosta – alla vega forsætisráð- herra og sjávarútvegsráðherra – stólinn, reyndar alla ríkisstjórnin; svo alvarlega hefur hér verið brotið á almennings- og þjóðarhags- munum. Farið hefur fram í Bandaríkj- unum árleg könnun á vegum Ís- landsstofu og/eða utanríkisráðu- neytisins á afstöðu Bandaríkjamanna til hvalveiða frá því 2004. Er þetta verkefni kallað „Iceland Naturally“. Þessi könnun, sem undirrituðum tókst að slíta út úr utanríkis- ráðuneytinu, eftir eftir- gangsmuni (væntan- lega á grundvelli upplýsingalaga), sýnir að 63% Bandríkja- manna telja að hvalir séu í útrýmingarhættu og 49%, helmingur þjóðarinnar – og þetta hlutfall hefur farið hækkandi ár frá ári – segist ekki munu kaupa afurðir eða vörur frá þjóð sem leyfir hvalveiðar. Ljóst má vera, að þessi afstaða muni ekki síður gilda um ferðalög til landa sem leyfa hvalveiðar. Í Kanada hefur sams konar könn- un verið gerð frá 2008, en þar telja 66% landsmanna að hvalir séu í út- rýmingarhættu og 45% Kanadabúa segjast munu sneiða hjá vörum frá þjóð, sem veiðir hvali. Stjórnvöld hafa hins vegar ekki framkvæmt sams konar kannanir í Evrópu svo vitað sé, jafn vítaverð vanræksla og það er, en mat undir- ritaðs er að þar sé andstaða við hval- veiðar og andúð gegn hvalveiðiþjóð og vöru- og ferðaþjónustutilboði hennar enn meiri. Útflutningsverðmæti ferðaþjón- ustu og sjávarafurða nema um eða yfir 700 milljörðum króna á ári. Ef þó ekki nema 15% Bandaríkjamanna og Evrópubúa myndu sniðganga Ísland og Íslendinga vegna hvalveiða, næmi tjónið fyrir landsmenn yfir 100 millj- örðum á ári. Útflutningstekjur af hvalveiðum nema um 1 milljarði á ári. Sterk má sú klíka vera og mikil má sú spilling vera, sem leyfir slíkt! Auðvitað höfðu sjávarútvegs- ráðherra, forsætisráðherra og ríkis- stjórnin öll fullan aðgang að þessum upplýsingum, en í stað þess að birta þær og hafa þær að leiðarljósi við ákvörðun um hvalveiðar, voru upp- lýsingarnar ekki birtar – þær í raun faldar fyrir almenningi – og ákvörð- un tekin um að heimila stórfelldar nýjar hvalveiðar, til langs tíma, þvert á hagsmuni langstærstu at- vinnugreina landins og þar með þvert á hagsmuni allra Íslendinga. Svei þér Kristján Þór, svei þér Katrín; gagnvart ykkur – reyndar gagnvart allri ríkistjórninni – getur ekki nema eitt boð gilt: Takið staf ykkar og hatt og komið ykkur á brott. Eftir Ole Anton Bieltvedt Ole Anton Bieltved » Af tilviljun komst undirritaður að því að hér hafa ráðherrar og ríkisstjórn beitt landsmenn alvarlegum blekkingum og farið með rangt mál. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina. Ríkisstjórnin vissi af þjóðhagslegu tjóni en leyfði hvalveiðar samt Fasteignir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.