Morgunblaðið - 23.04.2019, Side 18

Morgunblaðið - 23.04.2019, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2019 ✝ Haukur Sig-tryggsson var fæddur á Ísafirði 2. október 1928. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð 14. apr- íl 2019. Foreldrar hans voru Guðrún Jónína Pálsdóttir og Sigtryggur Elí- as Guðmundsson. Systkini Hauks voru Ólöf, Sigrún, Pálína og Helga. Hálfbróðir Hauks sam- feðra var Gunnar Tryggvi, þau eru öll látin. Unnur Helgadóttir var fædd á Álftanesi 28. febrúar 1934. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 26. janúar 2018. Foreldrar hennar voru Helgi Kristinn Guðmundsson og Pál- ína Pálsdóttir. Börn Unnar sem Haukur gekk í föðurstað eru: 1) Gréta Björg Hafsteinsdóttir, f. 1955, maki Ómar Gunnarsson, þeirra börn eru Ólína Björg, Birgir Páll og Stefán Ingi. 2) Ingibergur Helgi Haf- steinsson, f. 1956, maki Albína Jóhannesdóttir, þeirra börn eru Jóhannes Haukur, Hrafn- hildur Eva, Elísabet Karen og Unnur María. Dætur Unnar og Hauks eru: 3) Regína Kristín, f. 1958, hennar börn eru Ey- steinn Heiðar, Jón, Bjarni Rafn, Snæbjörn Örvar og Berglind Petra. 4) Harpa, f. 1961, hennar börn eru Christa, Jóna og Kristján. 5) Heiðrún, f. 1963, maki Helgi Einarsson, þeirra börn eru Helga Kristín, Hákon Jens og Heiða Björk. Barnabörn þeirra eru 26 talsins. Útför Hauks fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 23. apríl 2019, klukkan 13. Við sitjum hér systkinin fimm í sveitinni þeirra mömmu og pabba, í Grímsnesinu, þar nutu þau sín best og áttu senni- lega sínar notalegustu stundir. Við viljum minnast þeirra hér með nokkrum orðum þegar þau hafa bæði kvatt þessa jarðvist. Við minnumst góðra stunda úr uppvexti okkar, við áttum alltaf heima á svæðinu í kring- um Hamarinn í Hafnarfirði og ólumst þar upp, fjörugir krakk- ar og þá var nú meira um það að vera að leika sér utandyra. Upp koma myndir af dótinu sem við lékum okkur með, vörubíl sem pabbi smíðaði og hannaði, dúkkurúm sem var líka smíðað og var síðar notað í kisuleik. Grímubúningar sem mamma og pabbi bjuggu til sameiginlega og eru minnis- stæðir. Við minnumst ferðanna í Sléttuhlíð þar sem öllum var hrúgað saman í Skódann hans pabba og tekinn bíltúr. Við minnumst ferðalaga sem oft voru farin góða sumardaga, stundum með Kvæðamanna- félagi Hafnarfjarðar stundum bara fjölskyldan og stundum með Siggu og Einari og þeirra börnum, þá var nú enn þá meira hrúgað í Skódann sem endalaust tók við. Jól og áramót eru eftirminni- leg, alltaf fengum við ný jóla- föt, heimasaumuð á nóttunni af mömmu. Þá voru næturnar not- aðar til þeirra verkefna sem ekki var hægt að sinna á dag- inn, saumað, föndrað, smíðað, bætt og breytt. Við minnumst þeirra beggja fyrir hversu handlagin þau voru, hvort í sínu lagi en líka saman. Mamma var myndarleg í öllu sem sneri að handavinnu og saumaskap en pabbi teikn- aði, málaði og hannaði. Þessi myndarskapur entist þeim báð- um og fylgdi þeim eins lengi og heilsan leyfði. Þetta voru skemmtileg upp- vaxtarár fyrir okkur systkinin, þau pössuðu alltaf upp á allan hópinn, reyndu að gera eins fyrir okkur öll og gættu þess að gera ekki upp á milli. Mamma og pabbi voru alla tíð mjög samstíga í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Þau fylgdust að í flestu sem þau gerðu og hin síðari ár þegar heilsunni fór að hraka studdu þau hvort annað. Síðustu árin dvöldu þau á Hjúkrunarheim- ilinu í Sunnuhlíð, mamma þá orðin mikið veik og pabbi nán- ast blindur. Þar kom enn þá í ljós samheldnin milli þeirra, mamma vildi bara hafa pabba hjá sér og hann hélt í höndina á henni af einstakri þolinmæði og passaði vel upp á hana. Þetta ár sem leið frá því að mamma kvaddi var pabba tóm- legt. Hann saknaði hennar dag- lega og var tilbúinn að fylgja henni. Nú eru þau komin sam- an aftur og leiðast í blóma- brekkunni og njóta hvort ann- ars. Takk fyrir samfylgdina, elsku mamma og pabbi. Gréta, Bergur, Regína, Harpa og Heiðrún. Haukur Sigtryggs- son og Unnur Helgadóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN G. ÁSBERG fyrrverandi bóndi, Þóroddsstöðum Ólafsfirði, sem lést sunnudaginn 14. apríl á Sjúkrahúsinu á Akureyri, verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju föstudaginn 26. apríl klukkan 14. Sigurbjörg Unnur Þengilsdóttir Steinunn Stefánsdóttir Sigurður I. Bjarnason Ólöf K. Stefánsdóttir Páll H. Árdal Þengill S. Stefánsson Hrönn Friðfinnsdóttir Tryggvi M. Stefánsson Marta Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn ✝ Ása Krist-insdóttir Gudnason fæddist í Neskaupstað 14. febrúar 1930. Hún lést á heimili Krist- ínar dóttur sinnar í Danmörku 16. apríl 2019. Foreldrar henn- ar voru Kristinn Ólafsson lögfræð- ingur, f. 21.11. 1897, d. 18.10. 1959, og eiginkona hans, Jóna Jóh. Jónsdóttir húsmóðir, f. 29.12. 1907, d. 4.10. 2005. Ása var elst fimm systkina en þau voru auk hennar Birgir, f. 14.5. 1932, d. 13.4. 2018, Edda, f. 13.4. 1933, Ólafur Haukur, f. 13.3. 1937, og Kristín, f. 1.5. 1946. Ása giftist 21. desember 1952. Maki hennar var Christian H. Edda sem býr í Ísrael. Barna- börnin eru sjö talsins og lang- ömmubörnin eru fimm. Ása ólst upp á heimili foreldra sinna, fyrst í Neskaupstað til sex ára aldurs en þá flutti fjölskyldan til Vestmannaeyja þar sem hún gekk í barnaskóla. Um fermingu flutti fjölskyldan til Hafnar- fjarðar og stundaði Ása nám í Flensborg og útskrifaðist þaðan með gagnfræðapróf. Hún vann við ýmis störf í Hafnarfirði og Reykjavík þar til hún fór í hús- mæðraskóla í Silkiborg árið 1950. Á leiðinni til Danmerkur um borð í Drottningunni kynntist hún eiginmanni sínum og var það ást við fyrstu sýn. Hún bjó alla tíð í Danmörku en heimsótti Ísland oft, ferðaðist þá gjarnan vítt og breitt um landið með eiginmanni sínum, börnum og vinum og hafði sérstakt yndi af hálendinu. Hún var alla tíð í sterkum tengslum við fjölskyldu sína og vini hér. Útför Ásu fer fram frá Rungs- ted Kirke í Danmörku í dag, 23. apríl 2019. Gudnason prófessor í verkfræði við DHT í Lyngby í Dan- mörku, f. 29.11. 1921, d. 8.10. 2009. Ólafur faðir hans var frá Austfjörðum en Nina móðir hans var norsk. Ása og Christian bjuggu öll sín hjúskaparár í Danmörku. Börn þeirra voru fjögur. 1) Kristín Gudnason, f. 18.3. 1953, eiginmaður hennar er Michael Kvium. 2) Olav Gudna- son, f. 18.6. 1954, kvæntur Ag- nete Gudnason. 3) Edda Gudna- son, f. 7.6. 1957, gift Yarom Vardimon. 4) Birgitta Gudnason, f. 6.4. 1966, fv. eiginmaður Mats Krogsgaard Thomsen. Þau eru öll búsett í Danmörku nema Ása systir mín er látin eftir langt og farsælt líf. Hún ólst upp í Neskaupstað til sex ára aldurs, flutti þá til Vestmannaeyja og var þar til fermingar, síðan til Hafn- arfjarðar þar sem hún stundaði nám í Flensborg. Í Hafnarfirði tók hún þátt í skátastarfi og spil- aði handbolta með Haukum. Árið 1950 fór hún í húsmæðraskóla í Danmörku. Þar eignaðist hún eiginmann sinn, Christian H. Gudnason. Þau giftu sig árið 1952 og varð fjögurra barna auðið. Ása bjó í Danmörku til dauðadags. Hún hafði alla tíð samband við ættingja og vini á Íslandi og kom eins oft og hún gat. Barnabörnin urðu sjö og langömmubörnin eru fimm. Við Ása vorum vikulega í símasambandi og fylgdist hún vel með öllum hræringum á Íslandi. Þau Christian stunduðu sjósund til margra ára og spiluðu brids auk þess sem Ása fylgdist alltaf vel með íþróttum. Hún las mikið bæði danskar og íslenskar bækur. Ása rak stórt heimili á meðan börnin voru lítil og þangað var gott að koma. Ég dvaldi langdvöl- um á heimili þeirra hjóna þegar ég var yngri og þar ríkti góður andi. Gestrisni var mikil og mikill gestagangur, ættingjar og vinir gistu þar oft til lengri eða skemmri tíma. Ása var skemmti- leg, lífsglöð, hlý og með smitandi hlátur, félagslynd, hjálpsöm og kjörkuð. Hún hélt oft matarboð enda listakokkur og var hún þá hrókur alls fagnaðar. Fjölskylda hennar Ásu var samheldin og fjölskylduböndin sterk. Hún var mikið hjá dætrum sínum Kristínu og Birgittu seinni árin en Edda sem býr í Ísrael og Olav sem býr í Álaborg heimsóttu hana jafnað- arlega. Öll börnin hennar Ásu tala íslensku. Ég enda þetta á kvæði eftir Jón Helgason sem er einn af uppáhaldsskáldum okkar systra. Það var eitt kvöld að mér heyrðist hálf- vegis barið, ég hlustaði um stund og tók af kertinu skarið, ég kallaði fram, og kvöldgolan veitti mér svarið: Hér kvaddi Lífið sér dyra og nú er það farið. Kristín Kristinsdóttir. Ása Kristinsdóttir Gudnason ✝ Hörður Sig-urðsson fædd- ist í Reykjavík 16. júní 1952. Hann lést 1. apríl 2019. Hörður var son- ur hjónanna Sig- urðar Einarssonar, f. 24.8. 1913, d. 17.12. 1988, og Ev- lalíu Jónsdóttur, f. 24.10. 1914, d. 9.3. 1976. Hörður fer fimm ára gamall í fóstur til Arnbjargar Kristjáns- dóttur, f. 21.9. 1908, d. 25.8. 2004, í Holti í Þistilfirði. Alsystkin Harðar voru Elfar Sigurðsson, f. 11.10. 1935, d. 6.10. 2010, og Einar Sigurðsson, f. 9.7. 1943, d. 22.9. 2005. Samfeðra systkin Harðar eru Elín Hildur Sigurðardóttir, f. 22.4. 1960, og Helgi Sigurðsson, f. 5.12. 1970. Dætur Harðar og Gróu Helgadóttur eru Guðný og Helga fæddar 28.3. 1972. Hörður giftist Hólmfríði Stef- ánsdóttur, f. 1.7. 1956. Þau slitu samvistum árið 1982. Saman eign- uðust þau Arn- björgu Harðar- dóttur, f. 25.2. 1978. Sambýlis- maður hennar er Tryggvi Már Sæmundsson og eiga þau saman Hrafntinnu Tryggvadóttur, f. 13.12. 2014. Fyrir átti Arnbjörg dótturina Birtu Lóu Styrmisdóttur, f. 2.5. 2002. Hörður lærði til þjóns á hótel Loftleiðum, lærði tækniteiknun í Iðnskólanum í Reykjavík. Hörður starfaði um tíma sem sjómaður, auk þess að sinna ýmsum störfum í landi. Útförin fór fram í kyrrþey 10. apríl 2019. Það er sárt að kveðja þig, elsku pabbi minn. Þú skartaðir svo mörgum mannkostum. Þú varst vinmargur og vinsæll, ákaflega kurteis og kærleiksríkur. Máttir ekkert aumt sjá. Lagðir þig allan fram við að vera alltaf snyrtilega til fara enda mikill smekkmaður. Þú bjóst yfir miklum hæfileikum á ýmsum sviðum. Þú varst svo listrænn og bjóst yfir svo mikilli frásagnagáfu. Þú elskaðir að þjóna og lærðir til þjóns á hótel Loftleiðum og hafðir yndi af því starfi. Dýrmætu minn- ingarnar okkar í húsinu Helli í Vestmannaeyjum. Minningarnar okkar í Holti í N-Þingeyjasýslu hjá ömmu, Árna, Dodda og Geira. Minningarnar okkar í Reykja- vík. Ég hlakkaði alltaf svo til að koma frá Eyjum og heimsækja þig í Reykjavík. Þú varst alltaf svo góður við mig, elsku pabbi minn. Þér var margt gefið, elsku pabbi minn, en stjarna þín reis ekki eins hátt og hefði getað orðið því Bakk- us bankaði upp á og hörð barátta við Bakkus sem hafði sífellt áhrif á líf þitt með harkalegum afleiðing- um. Ég veit þú reyndir svo mikið að losna frá þessari glímu, elsku pabbi minn, en því miður tókst þér það ekki eins mikið og þú reyndir. Sama hvað, þá varstu alltaf góður við mig og sýndir mér alltaf hlýju og þitt fallega bros. Ég var alltaf litla stelpan þín, ég elskaði þig, sama hvað. Það var erfitt að horfa upp á þig, elsku pabbi minn, vera fangi í eigin líkama eftir að þú veiktist. En brosið þitt og hlýja og hönd þín gaf okkur svo mikið. Það er sárt að kveðja þig, elsku pabbi minn, en það er huggun að treysta því að nú sértu laus undan fjötrun þeirra veikinda sem þú hafðir barist við undanfarna ára- tugi. Ég þakka þér af öllu hjarta fyr- ir það sem þú gerðir fyrir mig. Minning þín er sem ljós á vegi mínum. Tárin fylla augu mín er ég minnist þín með þakklæti og virð- ingu. Ég kveð þig, elsku pabbi minn, með kærleika og trú á að þú sért kominn heim í Guðs ríki. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Hvíldu í friði, elsku pabbi minn, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín dóttir, Arnbjörg. Hörður Sigurðsson Okkur systur langar að minnast Siggu hans Óla eins og hún var oftast kölluð í okkar fjölskyldu. Hún var gift Óla móðurbróður okkar og eignuðust þau einn son, Magnús. Þau fjöl- skyldan bjuggu í næstu götu við okkur nær alla okkar bernsku og það var mikill samgangur á milli heimilanna. Við munum fyrst eft- ir þeim í Blesugrófinni þar sem þau bjuggu áður en þau fluttu í Kópavoginn. Það eru góðar minn- ingar sem koma upp í hugann úr Sigurjóna Soffía Þorsteinsdóttir ✝ SigurjónaSoffía Þor- steinsdóttir fæddist 17. maí 1924. Hún lést 25. mars 2019. Útför Sigurjónu hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Blesugrófinni þar sem við áttum góða daga við alls konar leiki með Magnúsi frænda okkar. Sigga var barngóð og hlý, hún átti það til að nota ýmis gömul orð yfir okkur krakkana sem okkur þótti ým- ist brosleg eða jafn- vel hlægileg og sum þeirra skildum við alls ekki. Sigga þakkaði oftast fyr- ir sig með því að segja: „Takk fyr- ir mig og mína, Guð launi fyrir sig og sína.“ Sigga var sterkur persónuleiki sem fór yfirleitt ekki troðnar slóð- ir hún tók bílpróf á sínum yngri árum sem var ekki algengt að konur gerðu í þá tíð, og hún reykti dömuvindla sem hétu Tipparillo, en hún hætti öllum reykingum fyrir áratugum. Sigga var smekk- manneskja í klæðaburði og alltaf vel til höfð og fín í tauinu. Sigga og Óli áttu sumarbústað í Eilífs- dal í Kjós þar sem flest systkini Óla og makar þeirra áttu sum- arbústaði. Þau fjölskyldan nutu þess að vera í Kjósinni og voru þau hjónin dugleg að gróðursetja tré og rækta ýmislegt annað fal- legt. Það eru ekki mörg ár síðan þau hjónin seldu bústaðinn. Við systkinabörnin eigum margar góðar minningar úr Kjósinni þar sem ýmislegt var brallað eins og til dæmis að það var gerð stífla og búið til stöðuvatn í dalbotninum, sem við krakkarnir kunnum vel að meta og þar áttum við margar góðar stundir systkinabörnin meðan vatnið var til staðar, en stíflan brast og vatnið hvarf. Sigga og Óli og mamma og pabbi voru mjög góðir vinir, þau ferðuðust mikið saman bæði inn- anlands og utan. Sigga og mamma fóru í margar húsmæðra- orlofsferðir saman sem þær minntust með mikilli hlýju báðar tvær og þær ferðuðust líka tvær saman að Gardavatninu á Ítalíu sem var þeim vinkonunum ógleymanleg ferð. Þær unnu um tíma saman í skóbúðinni Lauga- vegi 38, þangað fannst okkur litlu hnátunum gaman að koma og fylgjast með þegar þær voru að afgreiða skó. Sigga vann síðan langt fram yfir sjötugt í tískufata- versluninni Ceres á Nýbýlavegin- um í Kópavogi. Okkur þótti alltaf gott að koma til Siggu þegar við vorum börn þar sem hún gaf okk- ur alltaf eitthvað gott í lófann, epli eða brjóstsykursmola og hafði fal- leg orð um okkur og þegar við fullorðnuðumst fylgdist hún alla tíð vel með okkur og fjölskyldum okkar og var alltaf með á nótun- um um hvað við og börnin okkar værum að gera. Nú verða heimsóknirnar ekki fleiri til þín á Sunnuhlíðina elsku Sigga. Við vitum að þú varst hvíldinni fegin og að elsku Óli þinn tekur vel á móti þér í sum- arlandinu fagra. Starfsfólki Sunnuhlíðar sendum við okkar bestu þakkir. Um leið og við þökkum Siggu samfylgdina vilj- um við votta Magnúsi og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Hjördís, Bára og Erla Alexandersdætur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.