Morgunblaðið - 23.04.2019, Page 19

Morgunblaðið - 23.04.2019, Page 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2019 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Reykjavík, lést á heimili sínu 13. apríl. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju 23. apríl klukkan 15. Þeim sem vilja minnast Guðrúnar er bent á tékkareikning 0111-26-53708 í Landsbankanum. Ragnheiður Adda Þorsteinsd Jósef Ólason Alda Þorsteinsd Bára Þorsteinsd Þorsteinn Rúnar, Þorbergur Svavar, Þórður Sigurel, Arnfríður Olga, Andrea Guðrún, Lísa María, Tristan Set, Jónatan Axel, Júlíus Elí Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KJARTAN BJÖRNSSON bóndi á Hraunkoti, Aðaldal, lést á sjúkradeild Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Húsavík mánudaginn 15. apríl Útför hans fer fram frá Neskirkju í Aðaldal á sumardaginn fyrsta, 25. apríl, kl. 14. Snjólaug G. Benediktsdóttir Snjólaug G. Kjartansdóttir Borghildur Kjartansdóttir Kristján Kristjánsson Börkur Kjartansson Berglind Ólafsdóttr Kolbeinn Kjartansson Tora Katinka Bergeng Björn Kjartansson Aðalheiður Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON Hlaðhömrum 2, sem andaðist þriðjudaginn 9. apríl, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík á morgun, miðvikudaginn 24. apríl, klukkan 13. Þorvaldur Björgvinsson Guðmundur Björgvinsson Björgvin Björgvinsson Pirjo Aaltonen Þórir Björgvinsson Unnur Kristjánsdóttir Rúnar Björgvinsson Elín Traustadóttir Hilmar Björgvinsson Sjöfn Marvinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, dóttir, systir og amma, SIGRÚN KRISTÍN ÞÓRÐARDÓTTIR lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga mánudaginn 8. apríl. Útför hennar fer fram frá Hvammstanga- kirkju föstudaginn 26. apríl klukkan 15. Sverrir Sigurðsson Elísa Ýr Sverrisdóttir Óskar Hallgrímsson Þórhallur M. Sverrisson Hafdís E. Valdimarsdóttir Halldóra Þorvarðardóttir Jón Þórðarson og barnabörn Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma. SIGURÞÓRA MAGNÚSDÓTTIR Hjúkrunarfræðingur lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Patreksfirði föstudaginn 12. apríl. Útförin fer fram á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl klukkan 14. í Patreksfjarðarkirkju. Helgi Páll Pálmason Sólveig Ásta Ísafoldardóttir Guðný Freyja Pálmadóttir Guðbrandur Bjarnason Skjöldur Pálmason María Ragnarsdóttir Salóme Þorbjörg Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁSGEIR JÓNSSON Smyrlahrauni 48, Hafnarfirði, lést á heimili sínu 17. apríl sl. Útför verður auglýst síðar. Drífa Ingimundardóttir Þóra Birna Ásgeirsdóttir Númi Arnarson Ingi Björn Ásgeirsson Kristín Bridde og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN ÓSKARSDÓTTIR lést 16. apríl á Hrafnistu í Reykjavík. Ágúst Óskar Sigurðsson Anna María Úlfarsdóttir Anna Þórdís Sigurðardóttir Rainer Lischetzki Edda Björk Sigurðardóttir Jón Ármann Guðjónsson og barnabörn Sálm. 6.3 biblian.is Líkna mér, Drottinn, því að ég er magnþrota, lækna mig, Drottinn, því að bein mín tærast af ótta. ✝ Guðrún Jóns-dóttir fæddist í Bolungarvík 6. október 1931. Hún lést á heimili sínu 13. apríl 2019. Guðrún átti þrjú uppeldissystkini, þau Ólaf, Helgu og Guðrúnu Vetur- liðabörn. Þau eru öll látin. Fyrrverandi sambýlismaður Guðrúnar var Þorsteinn Pálsson. Hann lést 5.5. 2008. Dætur þeirra eru Ragnheiður Adda Þorsteins- dóttir, f. 12.10. 1957, maki Jós- ef Ólafsson, f. 18.11. 1961. Fyrri sambýlismenn Ragnheið- ar eru Stefán Þorbergsson, saman eiga þau tvíburana Þor- stein Rúnar og Þorberg Svav- ar, f. 6.2. 1978, og Arnfinnur Jón Guðmundsson, f. 18.4. 1953, saman eiga þau a) Þórð Sigurel Arnfinnsson, f. 28.1. 1982, maki Halldóra Halldórs- dóttir, f. 8.12. 1986. Börn þeirra eru Jónatan Axel Þórðarson, f. 21.4. 2010, og Júlíus Elí Þórðarson, f. 23.1. 2012. b) Arnfríður Olga Arn- finnsdóttir, f. 13.6. 1987, búsett í Þórs- höfn í Færeyjum. Sonur hennar er Tristan Set Mýrá, f. 24.6. 2008. Faðir hans er Jan Mýrá, f. 7.11. 1986 í Fær- eyjum. c) Andrea Guðrún Arnfinns- dóttir, f. 11.12. 1990. Andrea er búsett í Oyndafirði í Færeyjum. Yngsta dóttir Ragnheiðar er Lísa María Jósefsdóttir, f. 05.02.2001. Auk Ragnheiðar áttu Guðrún og Þorsteinn tvíburadæturnar Öldu og Báru Þorsteinsdætur, f. 1.12. 1958. Eiginmaður Guð- rúnar til 30 ára var Þórður Sigurel Kristjánsson, f. 29.10. 1933. Hann lést 1.7. 1988. Guðrún starfaði meðal ann- ars sem dagmóðir á heimili sínu í miðbæ Reykjavíkur, og sá þar um hópinn allan af börnum. Á seinni árum vann hún við heimilishjálp hjá Reykjavíkurborg. Útför Guðrúnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 23. apríl 2019, klukkan 15. Elsku mamma. Þú fórst allt of fljótt frá okkur. Við hefðum viljað hafa þig hjá okkur aðeins lengur. Þú varst mikill dýravinur, elsk- aði kisur og hunda og voru það því ófáar kisurnar sem þú áttir gegnum árin. Alltaf var það jafn ánægju- legt að koma til þín á Lindar- götuna og hlusta á harmóníku- tónlist með þér yfir kaffibolla og hlusta á sögurnar úr sveit- inni. Þú varst mikil slysa- varnakona ásamt Dodda mann- inum þínum, enda var hann björgunarsveitarmaður í Björgunarsveitinni Ingólfi, sem síðar varð Björgunarsveit- in Ársæll. Sjálf varst þú mjög virk í kvennadeildinni í björg- unarsveitinni. Þú og Jobbi tengdasonur þinn voruð miklir mátar og saman gátuð þið hlustað á Elvis og harmóníku- tónlist sem þið bæði höfðu svo gaman af. Tómið er stórt sem þú skilur eftir þig, mamma mín, og vilj- um við kveðja þig með þessu fallega versi: Allar stundir okkar hér er mér ljúft að muna Fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna. (Har. S. Mag.) Adda, Alda Bára og Jósef (Jobbi). Elsku amma. Þá er komið af kveðjustund. Við barnabörnin eru afar hepp- in að hafa fengið að hafa þig hjá okkur megnið af okkar full- orðna lífi. Það er svo erfitt að hugsa til að þú ert ekki hjá okkur leng- ur, en minningarnar lifa og við vitum að þú situr brosandi á skýinu þínu, raulandi lag á meðan þú gætir okkar. Við eldri börnin munum ævintýrin á Lindargötunni, gómsætu rjómaterturnar, tjarnaferðirnar og bangsa- skírnarveislurnar. Aldrei var langt í brosið og knúsin og allt- af gastu hlegið að uppátækj- unum okkar. Þegar við urðum eldri varstu dugleg að spá fyrir okkur í bolla og ef spádómurinn var ekki góður var bollinn þveginn og prófað upp á nýtt, því alltaf vildir þú okkur hið besta. Ég man þegar þú vissir að þú værir orðin langamma, stoltið var alveg að fara með þig og þegar Tristan, Jónatan og Júlíus voru litlir hljópst þú upp til handa og fóta fyrir þá. Því allt mátti nú hjá henni langömmu. Alltaf var jafngaman að spjalla við þig og gátum við rætt heima og geima, þú með kaffibollann og ég með kókglas- ið mitt. Þetta fannst þér nú al- veg ferlegt, að ég þrítug mann- eskjan væri ekki búin að læra að drekka kaffi, og alltaf hlóstu. Þú varst líka svo fyndin, amma, og ég gleymi aldrei í fyrra þegar að þú spurðir mig hvernig það gengi með ástar- málin. Þegar ég svaraði að það gengi nú eitthvað brösuglega varstu fljót að bæta við að þá myndum við bara finna okkur hlöðuball og finna mér mann og hver vissi nema að þú myndir næla þér í kall líka, og svona gátum við hlegið endalaust saman. En nú ertu farin og þrátt fyrir að söknuðurinn sé stór lif- ir minning þín í hjörtum okkar um alla ævi. Rétt eftir að þú varst farin heyrði ég Lísu spila lagið When I think of Angels I think of you, og svoleiðis mun- um við alltaf muna þig, sem engils sem vakir yfir okkur öllum. Hvíl í friði, elsku amma Rúna. Vegna okkar barnabarnanna þinna, Rúnars, Bergs, Dodda, Andreu, Lísu, og barnabarna- barnanna þinna þriggja, Trist- ans, Jónatans og Júlíusar. Olga Arnfinnsdóttir. Guðrún Jónsdóttir Í sama mund og vorboðinn ljúfi, ló- an, boðaði komu sína hér á landinu, kvaddi hún Lóa þetta líf, kannski táknrænt fyrir konu sem ætíð var umvafin birtu og kærleik, og naut þess að vera sólarmegin í lífinu. Það auðnast ekki öllum að eiga jafn langan tíma og henni var gefinn hér, og erum við að eilífu þakklátar fyrir allar þær góðu stundir sem við höfum átt með Lóu og Benna. Því þar sem Lóa var, þar var líka hann Benni, og við litum alltaf á þau hjón sem eitt, enda fá hjóna- bönd jafn farsæl og löng eins og þeirra. Við systur erum því sammála að hún var ein af góðu fyrir- myndunum í okkar lífi, og eig- um við endalausar minningar um þessa hugljúfu, brosmildu konu. Við systkinin Gunna Stína, Ella og Óli Þorsteinsbörn, sem alin vorum upp í Þingholts- stræti 23, vorum svo gæfusöm að eignast leikfélaga sem öll voru á svipuðu reki í æsku og bjuggu þau í Þingholtsstræti 15, þau Þóra, Hóffí og Indriði Benediktsbörn, og hefur vinátta okkar systranna ætíð verið sterk og er enn í dag. Á báðum heimilum vorum við alltaf vel- komin og var margt brallað, og það vantaði ekki hugmyndaflug- ið í þennan hóp, og alltaf var tekið á móti okkur í mat eða kaffi af mæðrum okkar. Lóa var menntaður kjóla- meistari, og var alltaf til staðar ef það vantaði flík og þar var hún örugglega fyrirmynd fyrir þann starfsvettvang er Ella valdi sér. Hún Lóa var falleg í gegn, og hver stund í nærveru hennar var einstök, blítt brosið sem náði til augnanna, og dillandi Ólöf Svava Indriðadóttir ✝ Ólöf SvavaIndriðadóttir fæddist 13. júní 1922. Hún lést 27. mars 2019. Útför hennar fór fram 17. apríl 2019. hláturinn, og hún gat alltaf hlustað á masið í okkur og haft gaman af öll- um okkar uppá- tækjum og ævin- týrum. Lóa og Benni bjuggu sér ein- staka paradís á Laugarvatni þar sem þau dvöldu á sumrin á meðan heilsan leyfði. Þangað var alltaf gaman að koma í heimsókn, þiggja nýbakaðar pönnsur eða vöfflur með rjóma og ganga um landareignina með leiðsögn Benna og skoða nýjustu fram- kvæmdir hans og listaverk og hlusta á skemmtilegar sögur sem þeim fylgdu. Hann leiddi vatn inn á landið þar sem runnu lækir og litlir fossar, og hann gerði sér lítið fyrir og útbjó stóra tjörn við húsið sem hann tileinkaði Lóu sinni og skírð var „Lóutjörn“, þar gat hún setið og horft á fegurð náttúrunnar, notið sólarinnar, séð fuglana baða sig í vatninu, hvort sem var frá pallinum eða út um gluggann á bústaðnum. Hvílík gjöf, sem sýndi svo glöggt þann kærleik sem ætíð hefur fylgt þessum frábæru hjónum. Það var líka frábært að vera vitni að því þegar Lóa afhjúpaði minn- isvarða um foreldra sína við hellinn í Laugardal 2010, Indr- iða og Guðrúnu sem hófu sinn búskap kornung í helli í Laug- ardalnum. Lóa og Benni hafa notið ein- stakrar umönnunar og kærleika fjölskyldu sinnar alla tíð, og bjó Hóffí í næsta húsi við þau lengst af og nú síðast í Mörk- inni. Við systurnar viljum þakka þér elsku Lóa fyrir þína sam- fylgd og leiðsögn í lífinu, brosin, kærleikann og þína frábæra nærveru. Við vottum ykkur, elsku Benni, Þóra, Hóffí, Indr- iði og fjölskyldur, innilegustu samúð og sendum einnig sam- úðarkveðjur og hlýjar hugsanir frá Óla bróður í Noregi. Guðrún Kristín og Elínborg Þorsteinsdætur. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota innsendi- kerfi blaðsins. Smellt á Morgun- blaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.