Morgunblaðið - 23.04.2019, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 23.04.2019, Qupperneq 20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2019 Árskógum 4 Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16. Botsía með Guðmundi kl. 10-11. Brids kl. 12.30. Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30- 16. Kóræfing, Kátir karlar kl. 13. MS fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, allir velkomnir. S. 535-2700. Áskirkja Spilum félagsvist í kvöld kl. 20 í Dal, neðra safnaðarheimili kirkjunnar. Allir velkomnir. Safnaðarfélag Áskirkju, Vesturbrún 30. Boðinn Botsía kl. 10.30. Fuglatálgun kl. 13. Brids og kanasta kl. 13. Bústaðakirkja Miðvikudagurinn 24. apríl kl. 12.30, kjötsúpa og fjör, við kveðjum veturinn með stæl. Gestur okkar verður Björgvin Franz Gíslason sem mun syngja og segja sögur og Jónas Þórir leikur undir. Það kostar 2500 kr. inn. Kjötsúpa og skemmtiatriði. Hlökkum til að sjá ykkur og það væri ágætt að skrá sig í súpuna svo það verði nóg til. Skráning hjá Hólmfríði djákna í síma 553 8500. Dalbraut 18-20 Félagsvist kl.13.30. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffispjall og blöðin við hring- borðið kl. 8.50. Thai chi kl. 9-10. Leikfimi kl. 10-10.45. Spekingar og spaugarar kl. 10.45-11.45. Hádegismatur kl. 11.30. Kríur myndlistar- hópur kl. 13. Brids kl. 13-16. Enskunámskeið kl. 13-15. Síðdegiskaffi kl. 14.30. U3A kl. 16.30. Hugmyndabankinn opinn kl. 9-16. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Furugerði 1 Opin fjöliðja með leiðbeinanda frá kl. 10-16. Leikfimi kl. 11, hádegismatur kl. 11.30-12.30, ganga kl 13, botsía kl. 14, kaffisala kl. 14.30-15.30. Samsöngur kl. 15. Garðabær Frí í vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30/15. Karlaleikfimi Ásgarði kl. 12. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Qigong Sjál. kl. 9, botsía Ásgarði kl. 12.45. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45. Frí í línudans í Kirkjuhvoli kl. 13.30/14.30. Frí í tréskurði/smíði í Smiðju kl. 9/13. Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Keramik málun kl. 9-12. Glervinnustofa með leiðbeinanda kl. 13-16. Jóga kl. 10.30-11.30. Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.30. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.45 stólaleikfimi, kl. 13 handavinna, kl. 13 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 13.30 alkort, kl. 14 hreyfi- og jafnvægisæfingar. Grensáskirkja Kyrrðar- og bænastund kl. 12. Verið velkomin! Gullsmári Myndlistarhópur kl. 9. Botsía kl. 9.30. Málm-/silfursmíði / kanasta kl. 13. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-11.30, 1340 kr. mánuðurinn, allir velkomnir og kostar ekkert að prufa. Hádegismatur kl. 11.30. Bónus- bíllinn kl. 12.15. Félagsvist kl. 13.15. Kaffi kl. 14.15. Hraunsel Kl. 9 dansleikfimi, kl 10 qi-gong, kl. 13, brids Sólvangsvegi 1, kl. 9 handmennt Hjallabraut 33, kl. 13 Fjölstofan. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45 og hádegismatur kl. 11.30. Brids í handavinnustofu kl. 13 og eftirmið- dagskaffi kl. 14.30. Korpúlfar Listmálun kl. 9 í Borgum og botsía kl. 10 og 16 í Borgum. Helgistund kl. 10.30 í Borgum og leikfimishópur Korpúlfa kl. 11 í Egils- höll. Sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 13.30 í dag og Heima- námskennsla í Borgum kl. 16.30. Neskirkja Krossgötur kl. 13, Björn Bjarnason, fv. ráðherra kemur í heimsókn og fjallar um kínversku heilsubótarleikfimina, chi-gong. Kaffiveitingar. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10. Kaffispjall í krókn- um kl. 10.30. Síðasti pútttíminn í Risinu í dag kl. 10.30. Kvennaleikfimi í Hreyfilandi kl. 11.30. Brids í Eiðismýri kl. 13.30. Karlakaffií safnaðar- heimilinu kl. 14. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Bókabíllinn kemur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Félagsstarf eldri borgara Félagsstarf eldri borgara Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæðismanna, SES Hádegisfundur SES Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, verður gestur á hádegisfundi SES, á morgun miðvikudaginn 24. apríl kl. 12:00, í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Í erindi sínu mun Halldór Benjamín fjalla um lífskjarasamning aðila vinnumarkaðarins. Húsið opnar kl. 11:30. Boðið verður upp á súpu gegn vægu gjaldi, 1000 krónur. Allir velkomnir. Stjórnin Kjósarhreppur auglýsir skv.41 og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breyting á deiliskipulagi Þorláksstaðavegar í landi Meðalfells Samþykkt var í sveitarstjórn Kjósarhrepps 2. apríl 2019 að breyta deiliskipulagi sem gerði ráð fyrir 5 frístundahúsalóðum í deili- skipulag fyrir jafnmargar íbúðarhúsalóðir. Aðkoma að skipulags- svæðinu er óbreytt frá fyrra skipulagi en skipulagssvæðið og hluti af lóðunum hefur verið rýmkað og byggingarmagn verið aukið. Deiliskipulagstillögurnar verður til sýnis í anddyri hrepps- skrifstofu Kjósarhrepps í Ásgarði frá og með þriðjudegi 23. apríl næstkomandi til 4. júní 2019. Tillögurnar verða jafnframt birtar á heimasíðu Kjósarhrepps, kjos.is. Athugasemdir eða ábendingar vegna deiliskipulagstillaganna skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 4. júní 2019. Póstlagðar athugasemdir berist á skrifstofu Kjósarhrepps að Ásgarði Kjós, 276 Mosfellsbæ, eða með tölvupósti á netfangið jon@kjos.is Kjósarhreppur 16.04.2019 Jón Eiríkur Guðmundsson, Skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps. Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi á Akranesi Bæjarstjórn Akraness samþykkti 26. mars s.l. að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Æðarodda skv. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Breytingin felst m.a. í að afmörkuð er lóð norðan aðkomu-             samræmis við núverandi legu. Tillagan verður til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að                www.akranes.is frá og með 26. apríl 2019 til og með 14. júní 2019. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila      24. júní 2019       kaupstaðar eða á netfangið skipulag@akranes.is Sviðsstjóri skipulags-    Auglýsing um veitingu leyfa til hrefnuveiða 2019-2023 Með auglýsingu þessari vill ráðuneytið gefa aðilum kost á að sækja um leyfi til hrefnuveiða en skilyrði fyrir veitingu leyfanna koma fram í reglugerð nr. 163 30. maí 1973, um hvalveiðar, með síðari breytingum. Skilyrði fyrir veitingu leyfa til hrefnuveiða eru eftirfarandi: 1. Að minnsta kosti einn úr áhöfn hafi reynslu af hrefnuveiðum. Við mat á því hvort aðili hafi reynslu af hrefnuveiðum er sú krafa gerð að aðili hafi a.m.k. verið samfellt í þrjá mánuði skytta á hrefnuveiðibát. Heimilt er Fiskistofu að meta jafngilda annarskonar reynslu eða þekkingu svo að hún fullnægi áskilnaði skv. þessari grein. 2. Skyttur sem annast veiðar og aflífun dýra skulu hafa sótt viðurkennt námskeið í meðferð skutulbyssa og sprengiskutla og í aflífunaraðferðum við hvalveiðar. Auk þessa skal skytta hafa fullnægjandi skotvopnaleyfi. Þá er kveðið á um veiðiaðferðir og veiðibúnað sem skip sem ætluð eru til hrefnuveiða skulu vera búin í ofangreindri reglugerð um hvalveiðar með síðari breytingum. Ráðuneytið bendir jafnframt á að ákveða skal gjald fyrir hvert leyfi til að standa straum af kostnaði vegna eftirlits með hvalveiðum sbr. 2. mgr. 6. gr. laga um hvalveiðar nr. 26/1949. Umsóknir um leyfi til hrefnuveiða skulu sendar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík. Stjórnarráð Íslands Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Félagslíf  EDDA 6019042319 I Lf. Tilkynningar Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Bátar Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verkefni Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.