Morgunblaðið - 23.04.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.04.2019, Blaðsíða 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2019 50 ára Helga er Ísfirð- ingur en býr í Garða- bæ. Hún er gæðastjóri á skóla- og frístunda- sviði hjá Reykjavík- urborg. Hún er með BS- og MS-gráðu í næringarfræði frá Uni- versity of Alabama og MBA frá Háskól- anum í Reykjavík. Börn: Daníel Már, f. 1998, nemi við CBS í Kaupmannahöfn, Anna Katrín, f. 2000, og Viktoría Sólveig, f. 2003. Foreldrar: Sigurður B. Þórðarson, f. 1945, skrifstofumaður hjá Orkubúi Vest- fjarða, og Helga S. Jóakimsdóttir, f. 1949, skrifstofustjóri hjá Hraðfrystihús- inu Gunnvöru. Þau eru búsett á Ísafirði. Helga Sigurðardóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það ríkir enn nokkur óvissa vegna nýlegra breytinga í einkalífi þínu. Farðu í gegnum skápana og fleygðu. 20. apríl - 20. maí  Naut Einhver nákominn hugsar á rót- tækum nótum í dag og kemur þér veru- lega á óvart með tillögum sínum. Vertu opinn fyrir breytingum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Gefðu þér tíma til að sinna heimilinu og lyfta því upp með því að mála eða breyta til. Varastu allan leikaraskap. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ef þú þarft að láta í minni pok- ann skaltu gera það með reisn. Leggðu þitt af mörkum til hjálparstarfa. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Nú er mikið að gera á heimilinu, sem hugsanlega veldur spennu milli fjöl- skyldumeðlima. Gömul deilumál gætu skotið upp kollinum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Spurningar þínar koma upp á yfirborðið af einhverri ástæðu. Vertu uppörvandi í samskiptum við aðra. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það gengur ekki að drottna ein/n yfir öllu, þegar um samstarf við aðra er að ræða. Vertu ákveðin/n. Reyndu að miðla málum svo öllum líki. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Einhver þér eldri og reynd- ari gæti hjálpað þér til að skipuleggja þig í dag. Dagurinn hentar vel til hvers kyns endurskipulagningar. Framtíðin er björt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Nú kemstu allt í einu upp með eitthvað sem þú hefur verið að reyna svo árum skiptir. Ekki fara of geyst af stað með breytingar sem standa til. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það getur verið auðvelt að hefjast handa en erfiðara að ljúka við verkefnið. Ráðfærðu þig við þína nán- ustu og þiggðu þá hjálp sem þér býðst. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft ekki að skipuleggja hvert einasta augnablik dagsins. Farðu á þínar uppáhaldsslóðir og finndu þann frið og þá ró sem endurnýja þig. 19. feb. - 20. mars Fiskar Beittu innsæinu þegar þú stend- ur frammi fyrir persónulegum vanda- málum. Misskilning má leiðrétta. Vinir þínir munu sanna sig. B ergsteinn Sigurðsson fæddist 23. apríl 1979 á Landspítalanum í Reykjavík en ólst upp á Patreksfirði. „Konur fyrir vestan þurftu oft að fara til Reykjavíkur til að fæða, en ég átti alltaf heima á Patreksfirði þar til ég fór suður í framhaldsskóla, en þá var ég í Hafnarfirði hjá Unni frænku minni. En ég fór líka mikið suður á sumrin að heimsækja fjölskyldu og ættingja.“ Bergsteinn æfði fótbolta og frjáls- ar sem krakki og fór síðan að æfa körfubolta. „Ég æfði fótbolta og frjálsar framan af og tók þátt í hér- aðsmótum fyrir vestan, en hafði þó takmarkaðan áhuga á þessum grein- um. Það var hins vegar sterkari hefð fyrir körfubolta á Patró, ég spilaði með íþróttafélaginu Herði þar til ég kláraði grunnskólann og við spil- uðum á mótum hér og þar á landinu.“ Bergsteinn lauk grunnskólaprófi frá Grunnskóla Patreksfjarðar 1995, stúdentsprófi frá Flensborgarskóla 1999 og BA-prófi í sagnfræði og stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 2002. Bergsteinn vann með skóla í fiski, sem verkamaður hjá Pósti og síma og afgreiðslustörf í plötubúðum og Bóksölu stúdenta og á Íslendinga- bók á háskólaárunum. Hann byrjaði sem blaðamaður á Fréttablaðinu 2004 og vann þar til 2013, fór þá yfir á RÚV og stýrði Morgunútvarpinu einn vetur samhliða dagskrárgerð fyrir menningarþáttinn Djöflaeyj- una, fór yfir í Síðdegisútvarpið 2014 og stýrði því fram í ársbyrjun 2016 þegar hann tók við af Brynju Þor- geirsdóttur sem ritstjóri Menning- arinnar, og hefur sinnt því starfi síð- an ásamt fleiri verkefnum á RÚV. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á kvikmyndum, tónlist og bókum. Ég fer eðli málsins samkvæmt mikið í leikhús, það vill svo til að konan mín er leikkona að mennt og hefur mik- inn áhuga á leikhúsi svo það fer ágætlega saman. Og svo eykst myndlistaráhugi minn með hverju árinu.“ Bergsteinn hefur einnig stýrt þáttunum Vikulokin á Rás 1 á móti Önnu Kristínu Jónsdóttur. „Maður er vanur því frá því á Fréttablaðinu að garfa í ýmsu. Morgunútvarpið og Síðdegisútvarpið voru fréttatengdir þættir og ég hef áhuga á bæði sam- félagsmálum og menningu.“ Bergsteinn hefur þýtt nokkrar bækur og skrifaði ásamt Birni Þór Sigbjörnssyni yfirlitsritið Ísland í aldanna rás 2001-2010, sem kom út 2012. Hann hefur setið í dómnefnd Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fagurbókmennta síðastliðin tvö ár. „Við erum þriggja manna val- nefnd sem velur fimm bækur sem eru tilnefndar og svo tekur lokadóm- nefnd við og velur sigurvegarann. Þetta er talsverð vinna en virkilega skemmtileg. Ég hef líka verið hepp- inn með samstarfsfólk, sem hefur átt auðvelt með að hlusta á ólík sjónar- mið og komast að málamiðlun.“ Valið er í nefndina til þriggja ára. Nefndarmaðurinn á lokaárinu er formaður og tekur sæti í lokadóm- nefndinni sem velur vinningsbókina. Mun Bergsteinn því hafa enn meiri áhrif á hver vinnur bókmenntaverð- launin 2019. Bergsteinn Sigurðsson, ritstjóri á RÚV og þáttastjórnandi á Rás 1 – 40 ára Fjölskyldan Bergsteinn og Vigdís ásamt dóttur þeirra, Iðunni. Sinnir menningu í sjónvarpinu og samfélagsmálum í útvarpinu Feðgarnir Bergsteinn og Sigurður Elí fyrir tæpum tíu árum. Uppi á Esju Bergsteinn ásamt einum ferðafélaga, Bono að nafni. 30 ára Rúnar er úr 101 í Reykjavík en býr á Selfossi. Hann er bakarameistari og vinnur í bakaríinu Guðni bakari á Sel- fossi. Maki: Stella Guðna- dóttir, f. 1988, nemi í garðyrkjufræði við Landbúnaðarháskólann í Hveragerði. Stjúpdóttir: Guðrún María, f. 2008. Systkini: Einar Jakob, f. 1979, Björn Heiðar, f. 1980, og Svava Dögg, f. 1987. Foreldrar: Jón Jónsson, f. 1954, kjötiðn- aðarmeistari að mennt, og Halldóra El- ísabet Sveinbjörnsdóttir, f. 1953, ræsti- tæknir. Þau eru búsett í Reykjavík. Rúnar Snær Jónsson Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.