Morgunblaðið - 23.04.2019, Síða 23

Morgunblaðið - 23.04.2019, Síða 23
DÆGRADVÖL 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2019 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is FAT FAT borð Hönnun: PATRICIA URQUIOLA Í klípu „ÞETTA MUN TAKA VIKU. NÚ MUNT ÞÚ KOMAST AÐ ÞVÍ HVERJIR ERU RAUNVERULEGIR VINIR ÞÍNIR.” eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG ÚTBJÓ NÚMERAPLÖTU FYRIR OKKUR!” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... stoltar ömmur og afar. ÉG GERÐI NÆSTUM EITTHVAÐ Í DAG ÞÚ SLÆRÐ MÉR VIÐ HEPPNI EDDI, AF HVERJU ERTU EKKI AÐ BERJAST? ÉG ER AÐ BERJAST VIÐ FREIST- INGAR! FALSARAR „Ég fylgist enn með NBA- deildinni og hef verið Boston Celtics-maður síðan 1992,“ segir Bergsteinn um áhugamálin. „Það var árið sem Draumaliðið keppti á Ólympíuleikunum. Mamma keypti Boston-bol á mig með mynd af Larry Bird og það dugði til þess að ég valdi mér Boston Celtics sem uppáhaldsliðið. Ég spilaði körfu hér í bænum áfram með strákum að vest- an þar til fyrir nokkrum árum. Ég tók í kjölfarið aftur upp þráðinn og fór að æfa júdó hjá Júdódeild Ár- manns, sem ég duflaði við upp úr tví- tugu, og stefni á að ná svarta beltinu áður en yfir lýkur. Ég kann líka vel við mig á fjöllum, byrjaði í sjósundi sumarið 2018 og þreytti fyrsta Við- eyjarsund mitt í ágúst sama ár.“ Fjölskylda Eiginkona Bergsteins er Vigdís Másdóttir, f. 31. maí 1978, leikkona og verkefnastjóri við Listaháskóla Íslands. Foreldrar hennar eru Már Gunnarsson, f. 21. febrúar 1945, og Guðrún Einarsdóttir, f. 30. mars 1951. Sambýliskona Guð- rúnar er Marta Hildur Richter. Börn: 1) Sigurður Elí Berg- steinsson, f. 4. júlí 2000, móðir hans er Katrín Sólveig Sigmars- dóttir, þjónustufulltrúi hjá VR; 2) Iðunn Bergsteinsdóttir, f. 20. júlí 2011. Systur Bergsteins eru Kristín Berta Sigurðardóttir, f. 12. desem- ber 1973, mannauðssérfræðingur hjá Landsbankanum, og Alda Hrund Sigurðardóttir, f. 14. ágúst 1975, sjúkraliði á Ísafirði. Foreldrar Bergsteins eru hjónin Sigurður Bergsteinsson, f. 10. desember 1944, vélstjóri á Patreksfirði, og Esther Kristins- dóttir, 24. febrúar 1952, fulltrúi hjá Íslandspósti á Patreksfirði. Bergsteinn Sigurðsson Katrín Markúsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði Þorgeir Sigurðsson sjómaður í Hafnarfirði Gestheiður Þuríður Þorgeirsdóttir verkakona í Hafnarfirði Esther Kristinsdóttir fulltrúi hjá Íslandspósti á Patreksfirði, uppeldisforeldrar hennar voru Alda Þorgeirsdóttir og Vilhjálmur Sveinsson Kristinn Steindór Steindórsson vélstjóri í Reykjavík og Noregi Jónína Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík og Kópavogi Steindór Jónsson sjómaður og verkamaður í Reykjavík og Kópavogi Alda Þorgeirsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði Sveinn Rúnar Vilhjálmsson sjómaður á Patreksfirði og síðar í Hafnarfirði Sigrún Fjeldsted námsráðgjafi og frjálsíþróttakona í Hafnarfirði Sesselja Unnur Vilhjálmsdóttir eigandi UN bókhald ehf. Lilja Bergsteins­ dóttir prentsmiður í Rvík Kristín Berta Guðnadóttir félagsráðgjafi í Hafnarfirði Hilmir Snær Guðnason leikari og leikstjóri í Rvík Soffía Lilja Friðbertsdóttir húsfreyja á Tálknafirði og Patreksfirði Ólafur Kristjánsson verkamaður á Tálknafirði og síðar Patreksfirði Kristín Berta Ólafsdóttir húsfreyja á Patreksfirði Bergsteinn Snæbjörnsson verslunarmaður og meðhjálpari á Patreksfirði Margrét Jóna Guðbjartsdóttir húsfreyja á Tálknafirði og síðar Patreksfirði Snæbjörn Gíslason bóndi og sjómaður á Tálknafirði, síðar Patreksfirði Úr frændgarði Bergsteins Sigurðssonar Sigurður Bergsteinsson vélstjóri á Patreksfirði Davíð Hjálmar í Davíðshagaskrifaði í Leirinn á þriðjudag: „Ég hef víst nefnt það áður að hér í efra er skjóllítið og næðingssamt. Byggð er að rísa allt í kring og fýkur drasl frá húsum í smíðum:“ Hér er tíðum talsvert fok á timburrusli og pappa. Hentugt væri að hafa lok í hálsinn eða tappa. Og á mánudaginn fyrir viku rúmri skrifaði Helgi R. Einarsson: „Sem ég sat við kassann og fylgdist með fréttunum birtist ein af Lauga- veginum,“ sagði hann og bætti við: „Ofvaxið mínum skilningi“: Mörgum þykir það miður að í miðbænum ríkir ei friður. Um Laugaveg meira skal labba og keyra, annaðhvort upp eða niður! Með lausn sinni á gátu vikunnar á laugardag lét hann þessar limrur fylgja. Eftirmáli: Þó að glötuð sé glíman og gengin til viðar skíman Miðflokksmenn aftur og enn eltast við Báru og símann. Að takast á við „vandann“: Sem hún sá ’ann Jó’ann til sængur undirbjó ’ann. Á ekkert spör, spræk og ör. Þá spýtti hann í ló’ann. Jón Gissurarson rekur ævi- ferilinn á Boðnarmiði: Ég hef lengi grein af grein gegnum lífið rasað, líka tiplað stein af stein stundum einnig hrasað. Ingólfur Ómar Ármannsson hefur þessa sögu að segja: Örðug þó sé ævitíð elju lífið gaf mér, marga villu stapp og stríð staðið hef ég af mér. Ekki veit ég hvort Halldór Guð- laugsson fann til skyldleikans þegar hann orti: Uppi í trjánum alla stund apinn lífsins mat fann en þegar tánum tyllti á grund tæpast staðið gat hann. Og nú rifjast upp staka Páls Ólafssonar um darvínskuna: Nú er ekki á verra von, villan um sig grefur; Kristur apa-kattar son kannske verið hefur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Rokrass og upp eða niður Laugaveginn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.