Morgunblaðið - 23.04.2019, Síða 24

Morgunblaðið - 23.04.2019, Síða 24
24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2019 HJÓLREIÐAR PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir miðvikudaginn 23. apríl. NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITA: Valur Smári Heimisson valursmari@mbl.is Sími: 849 1444 Sigríður Hvönn Karlsdóttir sigridurh@mbl.is Sími: 569 1134 –– Meira fyrir lesendur 24. apríl gefurMorgunblaðið út glæsilegt sérblað um SÉRBLAÐ Mjólkurbikar karla 2. umferð: KF – Magni ............................................... 0:4 Þór – Dalvík/Reynir ................................. 2:3 Höttur/Huginn – Fjarðabyggð ............... 0:2 Vestri – Kári ............................................. 3:1  Dregið er til 32ja liða úrslita í dag. England Everton – Manchester United................ 4:0  Gylfi Þór Sigurðsson lék allan tímann með Everton, skoraði eitt mark og lagði upp eitt. Chelsea – Burnley ................................... 2:2  Jóhann Berg Guðmundsson var ónotað- ur varamaður hjá Burnley. Cardiff – Liverpool.................................. 0:2  Aron Einar Gunnarsson lék allan tímann með Cardiff. Manchester City – Tottenham................ 1:0 Bournemouth – Fulham .......................... 0:1 Huddersfield – Watford........................... 1:2 West Ham – Leicester ............................. 2:2 Wolves – Brighton.................................... 0:0 Newcastle – Southampton....................... 3:1 Arsenal – Crystal Palace ......................... 2:3 Staðan: Liverpool 35 27 7 1 79:20 88 Manch.City 34 28 2 4 87:22 86 Tottenham 34 22 1 11 64:35 67 Chelsea 35 20 7 8 59:38 67 Arsenal 34 20 6 8 68:43 66 Manch.Utd 34 19 7 8 63:48 64 Everton 35 14 7 14 50:44 49 Watford 34 14 7 13 49:49 49 Leicester 35 14 6 15 48:47 48 Wolves 34 13 9 12 41:42 48 West Ham 35 12 7 16 44:54 43 Cr. Palace 35 12 6 17 43:48 42 Newcastle 35 11 8 16 35:44 41 Bournemouth 35 12 5 18 49:62 41 Burnley 35 11 7 17 44:62 40 Southampton 34 9 9 16 40:57 36 Brighton 34 9 7 18 32:53 34 Cardiff 35 9 4 22 30:65 31 Fulham 35 6 5 24 33:76 23 Huddersfield 35 3 5 27 20:69 14 B-deild: Reading – WBA........................................ 0:0  Jón Daði Böðvarsson var ekki í leik- mannahópi Reading. Aston Villa – Millwall.............................. 1:0  Birkir Bjarnason var ónotaður vara- maður hjá Aston Villa. Brentford – Leeds ................................... 2:0  Patrik Sigurður Gunnarsson var vara- markvörður Brentford. Staða efstu liða: Norwich 44 25 13 6 89:55 88 Sheffield Utd 44 25 10 9 74:39 85 Leeds 44 25 7 12 70:46 82 WBA 44 22 11 11 84:58 77 Aston Villa 44 20 15 9 80:58 75 Derby 43 18 13 12 63:52 67 A-deild kvenna: Reading – Brighton................................. 1:0  Rakel Hönnudóttir var ekki í leikmanna- hópi Reading. Ítalía Udinese – Sassuolo .................................. 1:1  Emil Hallfreðsson var ónotaður vara- maður hjá Udinese. KNATTSPYRNA Á AKUREYRI Einar Sigtryggsson sport@mbl.is KA varð í gær Íslandsmeistari í blaki kvenna í fyrsta skipti í sögu fé- lagsins. KA mætti HK í hreinum úr- slitaleik í stappfullu KA-heimilinu en hvort lið hafði unnið tvo leiki í úr- slitaeinvíginu. Eins og í öllum leikj- um liðanna í vetur var hart barist. Öflug trommusveit var mætt úr Kópavogi og fengu liðin svakalegan stuðning í brjáluðum hávaða og stemmningu. KA var miklu sterkara liðið í leiknum og vann öruggan 3:0- sigur. Hrinurnar fóru 25:18, 25:17 og 25:19. Norðankonur urðu einnig deildar- og bikarmeistarar í vetur og eru þær því þrefaldir meistarar tímabilsins. KA var með undirtökin í leiknum nánast allan tímann. Allar þrjár hrinurnar byrjaði KA með látum en HK náði að jafna í tveimur fyrstu hrinunum áður en KA seig aftur fram úr. Það sem gerði gæfumuninn var fullmörg einstaklingsmistök hjá HK en auk þess var mikill munur á móttöku liðanna. KA var að taka mjög vel á móti uppgjöfum HK og gat því sótt úr öllum stöðum. Birna Baldursdóttir naut góðs af því en hún fékk marga bolta í miðjusókn KA og skilaði þeim flestum í gólfið. HK var í nokkrum vandræðum með sína móttöku og varð því sóknarleik- urinn ekki eins beittur fyrir vikið. KA sigldi nokkuð þægilega í gegn- um lokahrinuna eftir að hafa komist í 7:1. KA vann hana 25:19 og ætlaði allt um koll að keyra á áhorfenda- pöllunum þegar KA loks skoraði sigurstigið. Það fór vel á því að Birna ætti lokaskellinn en hún er bú- in að baksa með KA í áratugi og yfir- leitt í neðri hluta deildarinnar. Lið KA í vetur var gríðarlega öfl- ugt en liðið fékk tvo frábæra leik- menn úr Íslandsmeistaraliði Þróttar Neskaupstað til sín, þær Helenu Kristínu Gunnarsdóttur og Paulu Del Olmo Gomez. Aðrir leikmenn voru engu síðri og var sérlega gam- an að fylgjast með gömlu brýnunum tveimur. Birna Baldursdóttir og fyr- irliðinn Hulda Elma Eysteinsdóttir léku sem unglömb í allan vetur en þær eru báðar að nálgast fertugt. Arnrún Eik Guðmundsdóttir spilaði einkar vel í stöðu frelsingja og upp- spilarinn Luz Medina átti flotta takta. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason Íslandsmeistarar Leikmenn KA fagna Íslandsmeistaratitlinum eftir sigurinn gegn HK í gær. Söguleg stund hjá KA-konum  Hávaði og stemmning þegar KA landaði fyrsta Íslandsmeistaratitlinum  KA vann HK í oddaleik á Akureyri og vann þrefalt á keppnistímabilinu Íslenska karlalandsliðið í íshokkíi vann sinn fyrsta sigur síðan 6. apríl 2017 er liðið lagði Norður-Kóreu með afar sannfærandi hætti í gær- kvöldi, 8:0. Ingvar Þór Jónsson lék þar sinn 100. landsleik en hann hef- ur spilað alla leiki Íslands frá upp- hafi. Leikurinn var liður í B-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins í Mexíkó. Ísland tapaði fyrir Ísrael í fyrsta leik mótsins á páskadag og var það áttunda tap liðsins í röð. Með sigrinum í gær náði íslenska liðið í sín fyrstu þrjú stig á mótinu. Jóhann Már Leifsson, leikmaður Íslandsmeistara SA, átti afar góðan leik og skoraði þrjú mörk. Miloslav Racansky, sem er að spila á sínu fyrsta móti með Íslandi, skoraði tvö mörk, eins og Robbie Sigurðsson. Andri Már Mikaelsson komst einnig á blað. Sigurinn er afar kærkominn fyr- ir Tékkann Vladimar Kolek sem tók við sem landsliðsþjálfari af Magnus Blårand haustið 2017. Ís- lenska liðið tapaði fyrstu sex leikj- um sínum undir stjórn Kolek, en hann gat loks fagnað í gær. Ísland leikur við Mexíkó í þriðja leik sín- um annað kvöld. johanningi@mbl.is Ljósmynd/Bjarni Helgason Þrenna Jóhann Már Leifsson skorar eitt af þremur mörkum sínum í gær. Fyrsti sigurinn í rúm tvö ár var risastór

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.