Morgunblaðið - 23.04.2019, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2019
frægð sem myndhöggvari og það var
hans eftirlætismiðill; hann var enn á
þrítugsaldri er hann hjó í marmara
tvö af sínum dáðustu verkum, Pietà
sem sýnir Guðsmóður með hinn
krossfesta Krist í faðmi sínum og
fólk þyrpist að alla daga að skoða í
Péturskirkjunni, og Davíð, sem
stendur svo tignarlegur í Flórens.
En Júlíus II páfi var ekki bara
baráttuglaður og stýrði hernaði
Páfadæmisins í Róm, sem var sjálf-
stætt ríki á þeim tíma, heldur var
hann einnig unnandi glæstra bygg-
inga og snjallra listamanna og hann
stefndi Michelangelo á sinn fund árið
1505. Fór hann fram á það að lista-
maðurinn skapaði tvö gríðarmikil
verk; hannaði og hyggi annars vegar
út ásamt aðstoðarmönnum minnis-
varða er myndi prýða gröf páfans er
fram liði og málaði síðan loft hinnar
miklu kapellu Vatíkansins er kennd
er við Sixtus páfa.
Hylling listamannsins
Það skiptir ekki máli hvað mann-
þröngin er þétt á gólfi Sixtusarkap-
ellunnar, kliðurinn hávær og hvað
verðirnir eru höstugir í köllum til
þeirra sem laumast til að taka
myndir, sem er harðbannað; það er
áhrifamikið að vera þar inni. Á lang-
veggjum eru freskur sem þekktustu
ítölsku listamenn áranna fyrir 1500
máluðu, menn á borð við Botticelli,
Petrugino og Ghirlandaio, á altaris-
veggnum sjálfur Dómsdagurinn,
sem Michelangelo málaði á fjórum
árum, 1536 til 1541, með um 300
fígúrum ýmist á leið til himins eða
heljar, og yfir öllu saman er loftið
fræga og einstaka, með 343 mönnum
eða guðlegum verum, loftið sem
Michelangelo málaði einnig á fjórum
árum, milli 1508 og 1512, og er
hvernig sem á það er litið einn af há-
punktum gjörvallrar listasögunnar.
Samt er ekki eins og sköpunarverk
Michelangelos vanti samkeppni í
söfnum Vatíkansins. Rétt við kapell-
una er fyrrverandi íbúð Júlíusar II
páfa og meðan hinn sérsinna einfari
Michelangelo vann að freskunum í
loftinu, liggjandi á stillönsum sem
hann hannaði til verksins, vann ann-
ar meistari tímabilsins, Rafael, eða
Raffaello Sanzio da Urbino, sem var
vinsæll gleðimaður, ásamt aðstoðar-
mönnum sínum að myndverkum í
herbergi páfans. Gestir sem
streyma daglangt að Sixtusarkapell-
unni fara þar í gegn og fara því mið-
ur margir of hratt og átta sig ekki á
snilldinni sem þar er að finna, ekki
síst í fyrrverandi bókasafni páfans
en þar er merkasta verkið, Aþenu-
skólinn, málað 1509 til 1511. Þar
málar Rafael heimspekinga forn-
aldar á þingi en eftir að hafa fengið
að gægjast inn í kapelluna og sjá
verk Michelangeols verða til bætti
hann listamanninum inn í hópinn og
situr hann þar brúnaþungur og
hugsi fyrir miðju verki; er þetta ein
frægasta hylling eins listamanns á
öðrum.
Vandræðaverk ferilsins
Fólk á flandri í Róm bíður ekki
bara klukkustundum saman eftir því
að komast inn í Sixtusarkapelluna að
upplifa sköpunarverk hins fjölhæfa
meistara. Stiginn fagri upp á Campi-
doglio-torgið, og formin mótuð í það,
eru hönnun hans, líka efri hæð Farn-
ese-hallarinnar, sem og kirkjan
Santa Maria degli Angeli e dei Mart-
iri við Repubblica-torgið. Þá er það
jú Péturskirkjan mikla, sem hann
tók við sem arkitekt á gamals aldri
og hvar Pietà dregur að sér athygl-
ina – lokað bak við þykkt plexígler.
Og rétt bak við Pantheon í kirkjunni
Santa Maria sopra Minerva er
marmaraverkið Kristur risinn; frels-
arinn hallar sér íhugull að krossi og
seinni tíma kirkjunnar menn hafa
skellt bronsstykki í klofið til að hylja
mestu nektina.
Eitt mesta vandræðaverkið á ann-
ars glæstum ferli Michelangelos
reyndist annað verkið sem Júlíus II
fól honum árið 1505, að skapa glæsi-
legt listaverk á gröf sína. Meistarinn
lauk því ekki fyrr en fjörutíu árum
síðar og þá í miklu minni mynd en
hann hafði hugsað sér, allt frá því
Hornin á höfði Mósesar
Í Róm Ferðamenn á Monte Pincio-hæð. Péturskirkjan rís hæst með hvelfingunni sem Michelangelo teiknaði.
»Því Móses er meðhorn; tvo hnýfla sem
minna á þá sem standa
upp úr haus hrútlamba er
líður á sumarið. Og er
óneitanlega sérkennilegt.
AF LISTUM
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Rúmum 455 árum eftir að hannlést blasa sköpunarverkMichelangelos di Lodovico
Buonarroti Simoni (1475-1565) við
íbúum Rómar og gestum þeirra á
hverjum degi, eða á hverjum þeim
degi er þeir líta yfir borgina þar sem
hvelfingu Péturskirkjunnar ber
hæst. Hvelfinguna sem Michelang-
elo átti stærstan þátt í að móta í
þeirri mynd sem reis, ásamt vest-
urenda þessarar stærstu kirkju sög-
unnar, þótt hann hafi ekki komið
einn að því verki. Hann var þó einn
kunnasti arkitekt endurreisnar-
tímans en er líka gjarnan sagður
þekktasti myndlistarmaður sög-
unnar, ásamt landa sínum og sam-
tímamanni, Leonardo da Vinci.
Michelangelo fæddist og ólst upp í
Flórens, varð 88 ára gamall, og
gríðarlega mikið liggur eftir hann af
fjölbreytilegum verkum, fullgerðum
sem skissum. Hann öðlaðist fyrst
Ljósmynd/Vatíkanið
Loftið fræga Michelangelo málaði hið rúmlega 40 metra langa loft Sixtínsku kapellunnar í Vatíkaninu á árunum 1508 til 1512 og er það eitt áhrifamesta verk listasögunnar.
á heimasíðu Hreyfils:
hreyfill.is
eða í App Store
og Google Play
SÆKTU APPIÐ
Sæktu appið frítt á AppStore
eða Google Play
Hreyfils appið
Pantaðu leigubíl á einfaldan
og þægilegan hátt
Þú pantar bíl1
3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn.
2 fylgist með bílnum í appinu