Morgunblaðið - 23.04.2019, Page 32
emmessis.is
Bókmenntahátíð er haldin í Menn-
ingarhúsinu Hofi á Akureyri í dag.
Höfundamót hefst kl. 11.30 þar sem
rithöfundarnir Lily King og Hall-
grímur Helgason lesa upp úr verk-
um sínum og sitja fyrir svörum
meðal gesta. Klukkan 17 ræðir síð-
an Rannveig Karlsdóttir við Hall-
grím og Þorgerður Agla Magnús-
dóttir við King um bækur þeirra.
Bókmenntahátíð
haldin á Akureyri í dag
ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 113. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
KA tryggði sér Íslandsmeistara-
titilinn í blaki kvenna í fyrsta sinn
þegar liðið hafði betur gegn HK í
oddaleik á Akureyri. KA-liðið vann
allar þrjár hrinurnar og er besta
blaklið landsins, en Akureyrar-
liðið vann deildarmeistaratitilinn
og bikarmeistaratitilinn. Á dög-
unum vann karlalið KA Íslands-
meistaratitilinn. »24
KA Íslandsmeistari
í fyrsta sinn
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Deildar- og bikarmeistarar Vals eru
komnir í 1:0 í úrslitaeinvíginu gegn
Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn
í Dominos-deild kvenna í körfu-
knattleik en liðin áttust við í
Origo-höllinni á Hlíðarenda í
gærkvöld
þar sem Valur
fagnaði sigri
75:63. Annar
leikur liðanna
fer fram í
Keflavík
annað
kvöld en
vinna þarf
þrjá leiki til
að verða Ís-
lands-
meistari.
»25
Valur tók forystu
í úrslitaeinvíginu
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Sólheimaleikhús frumsýnir sýning-
una Leitina að sumrinu á sumardag-
inn fyrsta. Þar er sögð sagan af Jóni,
sem þekkir ekki annað en eilíft sum-
ar, þar til skrýtnar persónur ryðja
sér til rúms í lífi hans og kynna hon-
um vetur, vor og haust. Í fyrstu kær-
ir Jón sig ekkert um þessar breyt-
ingar en smám saman lærir hann að
hver árstíð hefur sína kosti og galla.
61 árs „leikafmæli“
Um 20 leikarar koma að sýning-
unni og heldur einn þeirra upp á 61
árs leikafmæli en hann hefur tekið
þátt í starfi leikfélagsins síðan hann
var unglingur. Fyrsta sýning leik-
félagsins var árið 1931, en þá var leik-
ritið Ásta eftir Margréti Jónsdóttur
sett á svið Sólheimaleikhússins.
Höfundar sýningarinnar eru leik-
stjórinn Guðmundur Lúðvík Þor-
valdsson, Ástþór Ágústsson og
Magnús Guðmundsson og tónlistina
semur Hallbjörn V. Rúnarsson, for-
stöðuþroskaþjálfi á Sólheimum. Að
sögn Hallbjarnar er sýningin einstök
á margan hátt og tilgangurinn örlítið
frábrugðinn öðrum leikfélögum, að
efla þátttöku fatlaðs fólks í leiklist.
„Leikritið var upphaflega skrifað
fyrir þrjá leikara en því hefur verið
breytt núna eftir getu og færni leik-
aranna, svo allir 20 leikararnir geti
komið að sýningunni. Sumir eru að
leika farfugla og svo er dóttir mín til
dæmis að leika blóm. Aðalatriðið er
að allir sem búa hérna fá að vera
með,“ segir Hallbjörn og bætir við
að á árum áður hafi aðalleikararnir
stundum varpað skugga á aðra en
þess sé betur gætt nú, með handriti
sem er sniðið að leikurunum.
„Á þessari sýningu eru ungir og
efnilegir leikarar að stíga sín fyrstu
skref, en það er mjög mikil virkni í
þessu félagi miðað við íbúafjöldann,“
segir Hallbjörn. Mjög rík hefð sé
fyrir því að setja upp sýningar á Sól-
heimum.
Yfirleitt hafa miðar á frumsýn-
ingar Sólheimaleikhúss, sem eru á
hverju ári á sumardaginn fyrsta,
selst upp, að sögn Hallbjarnar: „Við
getum boðið upp á upplifun hér í Sól-
heimum, það er alltaf menningar-
veisla hér allt sumarið. Fólk stoppar
ekki hérna fyrir eina sýningu og
keyrir í burtu, það er nóg að gera.
Það er bæði verslun með það sem við
erum að framleiða og listhús,“ segir
Hallbjörn.
Sýningin verður frumsýnd í Sól-
heimaleikhúsi á Selfossi á sum-
ardaginn fyrsta og standa sýningar
yfir fram til 5. maí, en þær verða sex
talsins. Nánari upplýsingar er að
finna á heimasíðu Sólheima, sol-
heimar.is.
Ljósmynd/Hallbjörn V. Rúnarsson
Sumarið Farfuglar koma við sögu í leiksýningunni Leitin að sumrinu, sem frumsýnd verður á sumardaginn fyrsta.
Leitað að sumrinu á
sumardaginn fyrsta
Leiksýningin Leitin að sumrinu frumsýnd á Sólheimum