Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2019, Síða 2
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.4. 2019
Langar þig í ný gleraugu!
Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is
PLUSMINUS | OPTIC
Það fyrsta sem Marilyn Monroe leikkona tók eftir þegar
hún hitti Arthur Miller rithöfund, voru gleraugun!
Þau tíðindi urðu nú í aðdraganda páskanna að stóra krossgátan sem allajafna er að finna í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins var nákvæmlegasú sama tvær vikur í röð, 7. og 14. apríl. Ég vildi að ég gæti haldið því
fram að þetta hefði gerst fyrir þær sakir að gátan væri óvenju snúin og að
leysendum veitti ekki af tveimur helgum til að ráða fram úr henni. Svo er
ekki. Hér er einfaldlega um mannleg mistök að ræða og á því biðst ég auð-
mjúklega velvirðingar fyrir hönd blaðsins. Ég skil vonbrigði og eftir atvikum
reiði leysenda vel; það er heilög stund hjá mörgum að setjast niður með
kaffið og krossgátuna á laugardags-
morgni. Setja jafnvel Bowie á fón-
inn. „Hvur rækallinn! Þessa hef ég
séð áður.“ Það hlýtur að vera ömur-
leg tilfinning; rétt eins og fyrir mig
ætlaði ég að hlamma mér niður í sóf-
ann í dag og horfa á Arsenal glíma
við Crystal Palace í ensku knatt-
spyrnunni en fengi Watford gegn
Arsenal í staðinn; leik sem háður var
í síðustu umferð og úrslitin löngu
kunn.
Til allrar hamingju var smærri
krossgátan, sú sem veitt eru verð-
laun fyrir, rétt í síðasta blaði og von-
andi hafa lesendur fundið einhverja
huggun í því. Sjálfur hef ég mikið
dálæti á þeirri krossgátu, þó ég gæti
örugglega ekki leyst hana, jafnvel
þótt sjálft lífið væri í húfi. Mér er á
hinn bóginn stundum treyst til að
draga í krossgátunni og fara yfir
lausn sigurvegarans. Það er með skemmtilegri verkum sem manni eru falin
enda hljómar lausnin á köflum eins og póstmódernískt ljóð með alþýðuívafi
þegar hún er lesin. Svo er með miklum ólíkindum hvað fólk nær að hafa þetta
rétt; það heyrir til undantekninga ef draga þarf tvisvar.
Hann er svo sem ekki fjölmennur hópurinn sem sendir lausnir inn en
merkilega stöðugur þó. Fjöldi umslaga í krossgátuhólfinu hér í Hádegis-
móum er alltaf svo til sá sami. Þetta eru traustir áskrifendur að blaðinu og
það er leiðinlegt að hafa svikið þá með þeim hætti sem lýst er hér að framan.
Vonandi gerist það ekki aftur. En vilji svo óheppilega til munið þá að það eru
ekki síst mistökin sem gera okkur að mönnum. Gleðilega páska!
Svo bregðast
kross(gátu)tré ...
Pistill
Orri Páll
Ormarsson
orri@mbl.is
’Það hlýtur að veraömurleg tilfinning;rétt eins og fyrir mig ætl-aði ég að hlamma mér
niður í sófann í dag og
horfa á Arsenal glíma við
Crystal Palace í ensku
knattspyrnunni en fengi
Watford gegn Arsenal í
staðinn; leik sem háður
var í síðustu umferð.
Fanney Úlfarsdóttir
Já, ég myndi velja með salt-
karamellu frá Nóa Síríus.
SPURNING
DAGSINS
Borðar þú
páskaegg?
Emil Björn Kárason
Já. Ég held ég myndi velja Nóa
Síríus.
Rakel Ósk Kristínardóttir
Já ég geri það. Mér finnst rís-
páskaeggið best.
Sveinn Guðlaugsson
Já. Helst Nóa Síríus.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Hvernig leggst páskahelgin í þig?
„Bara virkilega vel. Þetta er í fyrsta sinn sem við
spilum á Aldrei fór ég suður.“
Hvað heldurðu að verði skemmti-
legast?
„Ég er mest spenntur fyrir því að fara á Fjöru-
húsið að borða. Ég veit ekki hvort ég er spenntari
fyrir því að borða þarna eða spila. Það er svona bæði.
Það er svo góður matur þarna.“
Hvaða atriði viltu sjálfur ekki missa af?
„Ég held það sé Svala, ég er svolítið spenntur fyrir að
sjá hana með hljómsveit. Líka Auðn, er svolítið til í
það líka að fá smá metal, það er alltaf gott.“
Hvað má ekki gleyma að taka með?
„Klárlega má ekki gleyma páskegginu. Páskaeggin
eru samt mest fyrir krakkana, ég tek alla fjölskylduna
með, ég fæ kannski einn bita. Ég er mikið fyrir
páskana almennt, þetta verður bara næs.“
Morgunblaðið/Eggert
DAVÍÐ BERNDSEN
SITUR FYRIR SVÖRUM
Ekki gleyma
páskaegginu
Forsíðumyndina tók
Ásdís Ásgeirsdóttir
Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fer fram 19. til 20.
apríl og er þetta í 14. sinn sem hátíðin er haldin, sú fyrsta
fór fram 2006. Þá bíður gesta fjölbreytt dagskrá að
þessu sinni og stíga á svið meðal annars Svala, Mammút,
Todmobile og ekki síst hljómsveitin Berndsen.
Davíð Berndsen er einn þriggja manna í hljómsveit-
inni Berndsen sem samanstendur af honum sjálfum auk
Sveinbjarnar Hermigervils Thoroddsen og Hrafnkels
Gauta Sigurðarsonar. Drengirnir gáfu út þriðju breið-
skífu sína, Alter Ego, í fyrra.