Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2019, Síða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2019, Síða 10
ALÞJÓÐAMÁL 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.4. 2019 B elgíska borgin Waterloo hefur löngum haft víð- tækar skírskotanir. Þar var ein atkvæðamesta at- lagan að félagslegum umbreytingum stöðvuð með hvelli 18. júní 1815. Ósigur Napóleons á völl- unum umhverfis borgina var svo slá- andi að Waterloo er samnefnari fyrir allsherjar-hörmungar og klúður af öllu tagi. För minni var heitið þangað til að ræða við einn af aðalleikurunum í öllu nýlegri tilraun til að breyta hinu pólitíska korti Evrópu: Carles Puigdemont, hinn útlæga forseta Katalóníu. Puigdemont er 56 ára gamall, blaðamaður og pólitískur leið- togi fyrir atbeina örlaganna. Eftir ákafa sjö ára herferð þar sem höfðað var til almennings og þjóð- aratkvæði í október 2017 brugðust stjórnvöld í Madríd við með því að beita valdi. Sjálfstæðissinnaði meiri- hlutinn á katalónska þinginu undir forustu Puigdemonts stóð þó við gef- in loforð og lýsti yfir sjálfstæði frá Spáni síðar í sama mánuði. Nokkrum mínútum síðar sam- þykkti öldungadeild spænska þings- ins að leysa upp þing Katalóníu og boða kosningar til að kjósa nýtt. Puigdemont laumaðist yfir frönsku landamærin nokkrum dögum eftir þessa atburði og skaut upp kollinum í Brussel ásamt sex mönnum úr stjórn sinni. Aðrir úr stjórninni urðu eftir í Katalóníu og sitja nú á sakabekk fyrir hæstarétti Spánar og bíða örlaga sinna. Þrátt fyrir gapandi göt og ósamræmi í málatilbúnaði ríkisins á hendur þeim fyrir uppreisn, undir- róður og misnotkun opinbers fjár er búist við að þau verði öll fundin sek og hljóti þunga fangelsisdóma. Mig hafði lengi langað til að taka viðtal við Puigdemont. Hinn útlægi leiðtogi tók á móti mér eins og ég væri kunnugur nágranni. Næstu 75 mínúturnar talaði hann af baráttu- gleði og heillandi kímni um atburðina undanfarna mánaði, framtíð katal- ónsku lýðveldishreyfingarinnar og mikilvægi nauðsynlegrar endurnýj- unar lýðræðis í Evrópu. Þrátt fyrir táknræna merkingu staðarins var Puigdemont ekki í neinu skapi til að sætta sig við ósigur. Við töluðum saman í janúar á katalónsku. Lausn án ofbeldis Hvers vegna ætti fólk í öðrum löndum, til dæmis Bandaríkjunum, á tímum erfiðleika og hremminga, að láta sig varða sjálfstæðishreyfingu í tiltölulega auðugum hluta Spánar? Atburðirnir í Katalóníu eiga sér í raun rætur í tveimur hlutum, sem koma frá Bandaríkjunum. Annars vegar í sjálfstæðisyfirlýsingunni, sem var innblástur löngunar eftir og rétt- læting fyrir frelsi hjá fjölda þjóða í ár- anna rás. Hins vegar er sjálfsákvörð- unarréttur allra þjóða. Í þeim skilningi er hreyfing okkar og það sem við förum fram á í „bandarísk- um“ anda. Og það var þess vegna sem ýmsir á Bandaríkjaþingi sýndu sókn Katalóníu eftir réttinum til sjálfs- ákvörðunar stuðning þegar ég var í Bandaríkjunum [2017]. Til viðbótar við þetta tvennt tel ég að fyrir stórveldi á borð við Banda- ríkin getum við sýnt hvernig eigi að leysa ágreining án ofbeldis – það er hvernig eigi að nota réttinn til sjálfs- ákvörðunar sem tæki til friðar. Það sparar peninga og leiðir til velmeg- unar og aukins jafnvægis í hinum ýmsu hlutum heims. Í stuttu máli er- um við að sýna að sjálfsákvörð- unarréttur þjóða, sem á mjög „bandarískar“ rætur“, geti einnig verið mikilvæg leið til að komast hjá átökum. Þú ert kominn beint að næstu spurningu minni. Hvað segir þú við þá sem halda því fram að í heimi þar sem þjóðernishyggja fer vaxandi og brýn þörf er fyrir meiri einingu og frið sért þú einfaldlega að ausa bens- íni á elda sundrungar? Eining, sem er algerlega nauðsyn- leg til að tryggja rétt einstaklinga og borgaranna allra, verður best tryggð á grundvelli virðingar. Virðing fyrir uppruna, fyrir einstaklingnum og fyrir „hinum“ er eini mögulegi grund- völlur einingar. Ef virðingin er ekki fyrir hendi erum við að tala um eitt- hvað allt annað, nokkuð sem kemur lýðræði lítið við. Við höfum séð að fjölbreytnin sem einkennir Evrópu hefur ekki staðið í vegi fyrir sköpun þess sem nú er helsta svæði velmegunar og lýðræðis í heiminum, Evrópusambandsins, sem er skilgreint með tryggingu þess fyrir grundvallarréttindum, vel- ferðarríkinu og jafnvægi milli ríkja, sem eitt sinn kljáðust á vígvellinum. Allt þetta spratt af viðurkenningunni á „hinum“. Lítið er betra Annað má nefna sem skýrir hvers vegna við sem lítil og miðlungi stór ríki þurfum ekki að óttast og það er hnattvæðingin sem gefur litlum og miðlungi stórum ríkjum tækin til að keppa með árangri við stærri ríki. Til dæmis eru átta af efstu tíu ríkjunum á lista Sameinuðu þjóðanna yfir ham- ingjusömustu lönd heims með sama eða minni íbúafjölda en Katalónía. Og ég held að af efstu fimm búi í fjórum færri en í Katalóníu. Með öðrum orð- um, þökk sé hnattvæðingunni, geta litlar og miðlungi stórar þjóðir nálg- ast þekkingu og auðlindir sem gera þeim kleift að leika mikilvægt hlut- verk í framlínu fjórðu iðnbyltingar- innar. Lítið er betra. Er hægt að varðveita bæði menn- ingarlegar rætur og rétt einstaklings- ins? Við þurfum alltaf að tryggja ein- ingu með mannréttindum. Hvað hef- ur alltaf verið grundvöllur réttinda milli einstaklinga og þjóða? Mann- réttindi. En þessir hlutir eru nú í hættu. Vissulega. Og það er einmitt af þeirri ástæðu sem við gerum svo ríka kröfu til virðingar fyrir mannrétt- indum og sjálfsákvörðunarrétti. Við teljum að með því búum við til próf- stein fyrir lýðræðið. Og með því að ráðast á þennan rétt líkt og spænska stjórnin gerir nú er lýðræðinu einmitt stefnt í hættu. Þess vegna teljum við að Katalónía komi öllum við. Þegar hörfað er frá lýðræðinu, hvar sem það gerist í heiminum, hefur það áhrif á alla lýðræðissinna í heiminum. Það á sérstaklega við innan Evrópusambandsins. Ég er mjög áhyggjufullur yfir því að gengið sé á lýðræði í Póllandi og Ungverjalandi. Ég lít á það sem mitt áhyggjuefni. Og ég er sannfærður um að margir Evr- ópubúar og Spánverjar hafi áhyggjur þegar þeir sjá að ESB-ríki á borð við Spán ofsækir fólk og afnemur grund- vallarréttindi þess. Hvers vegna? Vegna þess að þeir skilja að þegar upp er staðið mun það hafa áhrif á þá. Þú varst að nefna Ungverjaland. Ég hef lesið margar fréttaskýringar þar sem hreyfingu þinni er líkt við Fidesz í Ungverjalandi og Norður- bandalagið á Ítalíu. [Báðar hreyf- ingar eru á hægri vængnum, pópúl- ískar og andvígar innflytjendum.] Hverju svarar þú því? Þetta er ein af mörgum falslýsing- um á okkur. Reyndin er sú að Viktor Orbán, leiðtogi Ungverjalands, sem félagi í Lýðflokknum, það er systur- flokki spænska Lýðflokksins – sem hratt af stað ofsóknunum á hendur stjórn minni – hlaut opinberar þakkir frá spænsku stjórninni fyrir öfluga andstöðu við sjálfstæði Katalóníu. Evrópsku lýðhyggjuflokkarnir hafa ráðist á okkur úr öllum áttum og það byrjaði með Þjóðfylkingunni í Frakk- landi. Hvers vegna? Vegna þess að allar þessar lýðhyggjuhreyfingar eiga rætur í hættulegri mynd þjóð- ernishyggju. Carles Puigdemont, leiðtogi Kata- lóna, hefur verið í útlegð í hátt á annað ár: „Hvað hefur alltaf verið grundvöllur réttinda milli ein- staklinga og þjóða? Mannréttindi.“ AFP Katalónía kemur öllum við Carles Puigdemont, hinn útlægi forseti Katalóníu, hefur dvalið í Belgíu frá því hann forðaði sér frá Spáni fyrir tveimur árum. Thomas S. Harrington hitti hann í Waterloo og ræddi við hann um útlegðina, sjálfstæði Katalóníu og áðróðursstríðið við spænsk stjórnvöld.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.