Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2019, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2019, Blaðsíða 13
21.4. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Eftir þínu höfði Við hjá Frjálsa vitum að öll höfum við okkar hentisemi. Þess vegna leggjum við áherslu á valfrelsi og sveigjanleika í útgreiðslum. Hjá Frjálsa býðst þér að ráðstafa meirihluta skyldusparnaðar í erfanlega séreign. Frjálsi hefur stýrt sparnaði sjóðfélaga í yfir fjóra áratugi og treysta nú um 60 þúsund einstaklingar sjóðnum fyrir framtíð sinni. Veldu alvöru valfrelsi. Kynntu þér Frjálsa og hafðu áhrif á lífeyrismálin þín. Investment & Pensions Europe (IPE) er evrópskt fagtímarit um lífeyrismál. Nánar má kynna sér árlega samkeppni IPE á IPE.com/awards. Það er algerlega lögmætt að gera það. Llarena er dómari sem hefur haft forsæti í þessu máli gegn okkur með óviðeigandi og ólöglegum hætti. Óviðeigandi og ólöglegum. Hann hef- ur gert það á grundvelli pólitískra sjónarmiða og gefið út og afturkallað framsalsbeiðnir í samræmi við pólit- ískar þarfir augnabliksins. Til dæmis fengu herskáir aðilar lengst til hægri fangelsisdóma, sem ekki var hægt að áfrýja, fyrir að ráðast á katalónsku sendinefndina í Madríd. Þeir voru dæmdir og hefur enn ekki verið stungið í fangelsi. Stjórnlagadóm- stóllinn ákvað að þar sem þeir eiga börn myndi það hafa neikvæðar af- leiðingar fyrir fjölskyldur þeirra að sitja í fangelsi. Á hinn bóginn hafa níu manns, sem voru lýðræðislega kjörnir, setið í fangelsi án dóms og laga fyrir að hafa opinberlega varið rétt Katalóníu til sjálfsákvörðunar í rúmt ár. Þetta er fullkominn tvískinnungur og tvöfalt sigæði er merki um ákaflega aumt réttarkerfi. Af hverju gerist þetta? Vegna þess, eins og ég nefndi, að það er söguleg samfella milli réttarkerfis Francos og þess sem kom á eftir því. Þegar við tökum til þess að þjóðar- leiðtoginn eftir andlát hans var valinn af Franco sjálfum kemur það ekki á óvart. Spánn er konungsveldi, þökk sé einræðisherranum Francisco Franco. Lögin um krúnuna eru frankóistalög. Sú staðreynd að Fil- ippus IV. er nú kóngur er afleiðing af þeim frankóistalögum. Fyrst æðsti fulltrúi spænska ríkisins er afsprengi frankóisma þarf ekki að koma á óvart að réttarkerfið sé innblásið af sömu uppsprettu og sömu hefðum. Llarena dómari er innmúraður þáttur í þeirri stefnu að setja hagsmuni ríkisins ofar sókninni eftir réttlæti og sókninni eft- ir lýðræði. Og hann vinnur það verk sem hann er skipaður til. Svo virðist sem vanmáttur fjöl- miðla til að útskýra allar hinar flóknu hliðar gulvestungahreyfingarinnar gæti verið táknrænn fyrir það sem við erum að ræða. Er eitthvert sam- hengi milli þess sem er að gerast í Frakklandi og Katalóníu? Ég held að hún sé mikilvægt fyrir- bæri. Ég get ekki sagt að ég hafi djúpan skilning á henni og vil því ekki falla í þá gryfju að fella einfeldnings- lega dóma. Að því sögðu held ég að hér hafi bæði hinir hefðbundnu fjöl- miðlar brugðist og hin hefbundna pólitík. Þetta á rætur í þeirri óró- leikatilfinningu sem fer nú um Evr- ópu og hefur í einhverjum tilfellum, eins og á Ítalíu, komið fram í Evrópu- fóbíu og útlendingafóbíu hjá hópum á borð við Fimmstjörnuhreyfinguna og Norðurbandalagið og á Bretlandi birtist í Brexit og í Katalóníu í and- stöðunni við þá staðreynd að við stöndum frammi fyrir því að hafa ver- ið rænd lýðræðinu, og í Frakklandi á marga vegu, þar á meðal í gulvest- ungunum. Í þessu umhverfi er hægt að fiska eftir ýmsu. Það á við um lýðhyllishreyfingar, en einnig lýð- ræðishreyfingar. Það er ekki alltaf einfalt að átta sig á hvað er hvað. Getur verið að jarðvegurinn í Frakklandi sé frjórri fyrir pólitískar lausnir? Hér er ég að hugsa um til- vitnun Naomi Klein í orð Miltons Friedmans: „Á viðsjárverðum tímum grípur fólk þær hugmyndir sem liggja á lausu.“ Getur verið að í Frakklandi liggi enn á lausu hug- myndir og hefðir sem ganga gegn valdinu? Við Katalónar höfum alltaf verið mjög franskir í þessum skilningi. Í Katalóníu hefur alltaf verið meiri fjöl- hyggja bæði á þingi og í pólitíkinni en almennt á Spáni. Á Spáni hefur aldrei verið samsteypustjórn á 40 árum lýð- ræðis eftir Franco. Þær hafa hins vegar verið þó nokkrar í Katalóníu. En svo við víkjum aftur að Frakk- landi þá er ég ekki nógu mikill sér- fræðingur um hið félagslega fyrir- bæri gulvestunga til að geta dregið haldbærar ályktanir. Ég vil hins veg- ar segja að hreyfingin er flókin og margbrotin og til vitnis um eitthvað stærra og meira. Þetta er ekki ein- angrað við Frakkland, heldur hluti af stærra samspili og það væri affara- sælast fyrir okkur að lesa þetta fyrir- bæri rétt, að skipta út gleraugunum, sem við notuðum til að átta okkur á veruleika 20. aldarinnar – maí 1968 er liðinn –fyrir ný, sem duga til að skoða mun flóknari veruleika 21. aldarinn- ar. Við þurfum að leggja okkur fram við að skilja hina flóknu merkingu þess óróa, sem nú fer um Evrópu. Ég var að lesa um skoðanakönnun þar sem Þjóðfylkingin, sem nú heitir Þjóðhreyfingin, er orðin helsti kostur Frakka. Ótrúlegt, hvað er á seyði? Við skulum ekki reyna að draga úr þessu. Hvað veldur því að fólk, sem ekki fellur að hinni dæmigerðu mynd þeirra sem aðhyllast slík stjórnmál gangi nú til liðs við þessi öfl? Það er ekki nóg að móðga þá. Getur verið að þeim hafi einfald- lega ekki verið boðið það sem þau í raun þarfnast? Auðvitað. Það á einnig við um Trump. Trump er það sem hann er og ef til vill kunnum við ekki að meta hann sem persónu. En hvað um að sýna því fólki í samfélaginu sem kaus hann í embætti virðingu? Kosning hans kom okkur á óvart og olli mörgum óhug, en það er skylda okkar að reyna, með yfirveguðum hætti, að skilja það sem gerðist. Það sama á við um Brexit. Það er of einfalt að segja „þetta eru bara andstæðingar Evrópu sem vilja …“ Hvað hefur Evrópusambandið gert til móðga þá, sem ekki eru hluti af fjármálahverfinu í London? Evr- ópska stjórnmálastéttin skilur ekki þessa hluti og fyrir vikið býður hún upp á öll vitlausu svörin og leyfir, eins og við sögðum, tækifærissinnum að stíga inn, grípa hugmyndir og mis- nota fólk með þeim. ’Í stuttu máli erum viðað sýna að sjálfs-ákvörðunarrétturþjóða… geti einnig verið mikilvæg leið til að kom- ast hjá átökum. Höfundur er prófessor í rómönskum fræð- um við Trinity-háskóla í Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.