Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2019, Page 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2019, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.4. 2019 LESBÓK Landslag kr. 5.400 Snúrusnilld kr. 2.000 Hreðkuskálar kr. 2.900-13.500 Íslensk hönnun - Íslenskt handverk Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990 www.kirs.is, Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is FJÖLPÓSTUR SEM VIRKAR *könnun Zenter apríl 2016. 61% landsmanna lesa fjölpóst 70% kvenna lesa fjölpóst 58% neytenda taka eftir tilboðum á vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst* Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar TÓNLIST Flestir minnast hans einkum fyrir sam- nefnt lag sem samið var fyrir kvikmyndina The Never Ending Story, og smellinn Too Shy, aðrir muna enn betur eftir hárgreiðslu hans, sem mörgum þótti ein sú fallegasta sem sést hafði á 9. áratugnum. Limahl, Christopher Hamill, er nýorðinn sextugur og þrátt fyrir að hafa kannski ekki komið með nýtt efni til mikilla vinsælda eftir að 9. áratugnum lauk er hann enn að koma fram og syngja. Eru þau atriði þá einkum byggð í kringum vinsældalög hans á 9. ára- tugnum, svo sem Too Shy, sem varð afar vinsælt í kringum 1980 en þá söng hann með hljómsveitinni Kajagoogoo. Í viðtali við breska vefmiðilinn Nottinghampost segir Limahl að hann elski að koma fram og sjá enn í dag stóran hóp aðdáenda sinna með „Limahl- hárkollur“. Sjálfur er Limahl nýbúinn að ljóstra því upp að hann sé í leiklistarnámi og sé þegar búinn með tvö ár af því en þar fyrir utan elskar hann garðyrkju og vill helst eyða tímanum þar. Limahl á eiginmann til 25 ára, Steve Evans, og telur það stóran kost að Evans hafi aldrei verið aðdáandi hans og raunar ekki haft hugmynd um að hann væri Limahl, í upphafi, enda söngvarinn þá með aðeins minna tryllta hárgreiðslu. Limahl segist oft hafa lent í tækifærissinnuðu fólki sem vildi bara kynnast honum út af því hver hann var. Er enn að koma fram og nemur leiklist Limahl er í leiklistarnámi í dag. Limahl var dáður og dýrkaður á 9. ára- tugnum og þótti með ákaflega fallegt hár. hlífa þeim sem ekki taka beinan þátt í ófriðnum. Lagasérfræðingarnir horfðu á hvern einasta þátt í fyrstu sjö serí- unum af Game of Thrones, alls 67 þætti. Þeir flokkuðu ofbeldisverknað í Það hefur varla farið framhjáneinum að í vinsælustu sjón-varpsþáttum síðari tíma, Game of Thrones, fyrirfinnst mikið ofbeldi. Margir segja að slíkt sé óhjákvæmilegt þar sem söguþráð- urinn snýst um stríð, stríð milli ætta og ríkja og að lokum dauðra og lif- andi. Ástralski Rauði krossinn gerði óvenjulega úttekt á þáttunum og kortlagði stríðsglæpi sem þar koma fyrir og hve marga og hvaða stríðsglæpi aðalpersónur þáttanna hefðu framið í fyrstu sjö seríunum. Eru glæpirnir þá miðaðir út frá al- þjóðalögum okkar tíma en þeir sem greindu glæpina eru sérfræð- ingar í alþjóðlegum mannúðar- lögum. Alþjóðleg mannúðarlög miða að því að lina þjáningar fólks í stríði. Með undirritun Genfarsamninganna skuldbundu ríki heims sig til að tak- marka stríðsrekstur á ýmsan hátt og þáttunum sem stríðsglæpi ef ofbeldið átti sér stað í vopnuðum bardögum og að auki skrifuðu þeir hjá sér ofbeldis- verknað utan bardaga ef það var yfir- gengilegt. Þau atriði, utan vígvallar, voru þó ekki talin með þegar verstu stríðsglæpamennirnir voru reiknaðir Kortlögðu stríðsglæpina Ástralski Rauði krossinn gerði óvenjulega úttekt og birti stuttu áður en fyrsti þáttur síðustu seríu af Game of Thrones fór í loftið. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Hjartaknúsarinn Jon Snow væri búinn að fremja nokkra stríðsglæpi væri hann í stríði í okkar tilveru en hann deilir fjórða sæti með Næturkonunginum. Ramsay Bolton ber ábyrgð á verstu stríðsglæpunum í Game of Thrones.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.