Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2019, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 21. APRÍL 2019 TRATTO model 2811 L 207 cm Aklæði ct. 70 Verð 310.000,- L 207 cm Leður ct. 10 Verð 399.000,- Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla SAVOY model V458 L 223 cm Áklæði ct. 70 Verð 310.000,- L 223 cm Leður ct. 10 Verð 435.000,- ESTRO model 3042 L 198 cm Áklæði ct. 70 Verð 249.000,- L 198 cm Leður ct. 15 Verð 355.000,- RELEVE model 2572 L 250 cm Áklæði ct. 70 Verð 315.000,- L 250 cm Leður ct. 15 Verð 459.000,- JEREMY model 2987 L 202 cm Áklæði ct. 86 Verð 459.000,- L 202 cm Leður ct. 30 Verð 619.000,- Erfitt er fyrir venjulegt fólk að setja sig í spor þeirra þúsunda sem þjást af skegg- fóbíu en hún hefur mikil áhrif á andlega líðan þeirra. Leitað hefur verið að orsökum skegg- fóbíu og er talið að ein ástæða gæti verið vond upplifun eða áfall sem tengist manni með skegg. Einkennin geta verið mjög al- varleg; kvíði, hraður hjartsláttur, svita- myndun, skjálfti, hraður andardráttur og kvíðakast. Fólk sem þjáist af skeggfælni á oft erfitt með að mæta á mannamót þar sem það gæti óhjákvæmilega rekist á skeggjaða menn. Það er engin lækning við skegg- fóbíu, en gott getur verið að fara til þerap- ista og leita orsaka. Önnur ástæða fyrir skeggfóbíu er að fólk tengir skegg við óhreinleika og bakt- eríur. Það gæti verið nokkuð til í því en í grein í New York Post er greint frá nýrri rannsókn sem leiddi í ljós að sýni úr skeggj- um manna innihéldu verri bakteríur en finn- ast á feldi hunds. Tómas Tómasson, kenndur við Tommaborgara, lét eitt sinn skegg sitt vaxa. Eins gott að fólk með skeggfóbíu mætti honum ekki á sínum tíma. Morgunblaðið/Golli Skeggfælni á háu stigi Til er fóbía sem nefnist pogonophobia á ensku, eða skeggfóbía, og vísar til hræðslu við skegg. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Sá geðþekki þáttur Velvakandi í Morgunblaðinu getur verið ómetanleg heimild um tíðar- andann hverju sinni. Fyrir hálfri öld, 22. apríl 1969, ritaði Kristín Sigfúsdóttir frá Syðri-Völlum þættinum bréf. Þar segir meðal annars: „Kæri Velvakandi! Allir flýja til þín með sín áhugamál, sér- hneigðir og vandræði. Viltu nú gjöra það fyrir mig að taka þessi orð í þátt þinn? Heimili mitt er í Reykjavík. Þar minnist ég margra unaðs- stunda, að hafa hlustað á merki- lega dagskrá útvarpsins. Er þó ein þeirra mörgu, sem eru alveg uppgefnir á þessum útlenda há- vaða alla daga frá morgni til kvölds. Í útvarpinu vinna margir ágætismenn, sem vilja þóknast sem flestum, og víst eru verk þeirra vandasöm, en afleitt að demba þessari plágu yfir alla, vegna nokkurra sérstakra kunn- ingja. Við hin eigum auðvitað að borga okkar reikninga, skrúfa fyrir tækin og þegja. Ekki getur það komið til mála, að nokkur maður sé raunverulega á móti tónlist, – þráum bara íslenzk sönglög og að njóta þeirra úrvals söngvara, sem eru þúsundfalt skemmtilegri en allir útlend- ingar og þeirra hljóðfæragarg.“ Og hananú! GAMLA FRÉTTIN Útlendur hávaði Kristín hefur líklega ekki verið hrifin af garginu í blessuðum Bítlunum. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra Margrét Blöndal stúdentsefni Ólafur Stefánsson þúsundþjalasmiður Færri bakteríur eru í feldi hunds en í skeggi manns.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.