Fréttablaðið - 18.06.2019, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 18.06.2019, Blaðsíða 20
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Hárlos getur hent okkur öll og orsökin er ekki alltaf þekkt en algengt er þó að hármissi megi rekja til veikinda, mikils álags, vandamála með skjaldkirtil, lyfjameðferða og barnsburðar. Einnig skiptir miklu máli hvernig við hugsum um hárið, t.d. hvernig það er þurrkað og greitt, hvort hitamótunartæki eru notuð og hvort það er litað. Góðu fréttirnar eru þó að oftast getur hárið vaxið aftur og við tamið okkur betri hárumhirðu til að styðja við hárvöxtinn,“ segir Karen Elva Smáradóttir, markaðs- stjóri hjá CU2 sem flytur inn Nanogen hárvörurnar. Heildstæð hárlína Nanogen hárvörurnar eru heild- stæð lína sem inniheldur virk efni sem örva hárvöxt og hjálpa okkur að halda hárinu heilbrigðu og fal- legu. Virkni varanna hefur verið vísindalega staðfest og formúlan er einkaleyfisvarin. Hárið hefur ákveðinn hár- vaxtarhring en um leið og eitt hár deyr byrjar annað að vaxa í þess stað. Nanogen formúlan virkar á þrjá vegu og hefur þannig áhrif á þennan vaxtarhring. Formúlan gefur hársekkjunum skilaboð um að örva hárvöxt þannig að: 1. Ný hár myndast hraðar og koma í stað deyjandi hára. 2. Hvert hár er lengur í vaxtarfasa sem þýðir að það lifir lengur og nær meiri sídd en ella. 3. Aukin kollagenframleiðsla við rót hársins minnkar hárlos með bættri festu við hársvörðinn. Það hefst allt með réttum hárþvotti „Það skiptir höfuðmáli að þvo hárið ekki of oft til að strípa það ekki af sínum náttúrulegu olíum. Það ætti að nægja að þvo hárið á tveggja til þriggja daga fresti, sama hvernig hártegundin er. Þó þarf að hafa í huga að litað eða mikið efnameðhöndlað hár þarf lengri tíma milli þvotta. Ef þú ert í vandræðum með að bíða svo lengi er gott að nota þurrsjampó síðasta daginn fyrir þvott,“ upplýsir Karen. Nanogen hárþykkingarsjampó inniheldur virk efni sem örva hár- vöxt eins og t.d. salisílsýru, beta- glucan og pea sprout. Sjampóið gefur einnig einstaka lyftingu strax eftir fyrsta þvott og fjarlægir á áhrifaríkan hátt óhreinindi sem hafa safnast upp í hársverðinum. Það inniheldur hvorki súlföt, silíkon né alkóhól. Þegar þú þværð hárið skaltu bleyta það vel með volgu vatni en of heitt vatn getur haft skaðleg áhrif á bæði hár og hársvörð. Þegar hárið er orðið vel blautt skaltu nudda sjampói varlega í hárið og einbeittu þér að rótum þess. Gott er að taka smá tíma í að nudda hársvörðinn til örva blóð- flæðið. Aukið blóðflæði til hár- sekkjanna þýðir meira af súrefni og næringu til að hjálpa hárinu að vaxa og styrkjast. Eitt af lykilat- riðum í hárþvotti er að þvo hárið með sjampói tvisvar í hvert skipti, fyrra skiptið er til þess að þvo burt leifar af hármótunarefnum og öðrum óhreinindum úr hárinu og seinna skiptið er til að hreinsa hárið sjálft. Ekki gleyma næringunni Eftir hárþvott er borin góð raka- gefandi hárnæring í hárið en konur með fíngert og/eða þunnt hár sleppa gjarnan þessu skrefi til að forðast að þyngja hárið. Með því móti fær hárið ekki þá næringu og raka sem það þarf og getur orðið rafmagnað og viðkvæmt fyrir f lóka og sliti. Í stað þess að sleppa hár- næringunni er betra að leita eftir næringu sem er sérstaklega ætluð fíngerðu hári og er merkt sem þykkjandi eða lyftandi. Til að gefa hárinu auka ást og tryggja að það fái nægan raka og næringu er gott að nota djúpnær- ingu einu sinni í viku en hún er notuð eftir sjampó og fyrir hárnær- ingu. Eftir hárþvottinn er gott að skola hárið með köldu vatni til að loka inni allan raka og næringu. Hámarkaðu árangurinn Hárvaxtarhetjan í Nanogen línunni, Nanogen Growth Serum, inniheldur mesta magn hárvaxtar- þátta sem í boði eru og blöndu peptíða og þykknis. Þú berð einfaldlega 1 ml af blöndunni handahófskennt í þurr- an hársvörð einu sinni á dag. Ein flaska er mánaðarskammtur af þessu undraefni. Nanogen hárvörurnar innihalda virk efni sem örva hárvöxt og halda hárinu heil­ brigðu. Virkni Nano­ gen línunnar hefur verið vísindalega staðfest. Fáðu enn meiri fyllingu Ef þú vilt enn meiri lyftingu eftir hárþvott getur þú notað Nanogen rótarlyftisprey en auk þess að gefa meiri fyllingu í hárið inniheldur það keratín, niacinamide (b3-víta- mín) og koffín sem virka saman til að örva hársekkina og gefa þeim um leið raka og styrk. Spreyið má nota bæði í blautt og þurrt hár en ef þú kýst að blása hárið þá þarftu ekki að hafa neinar áhyggjur því það veitir hárinu einnig vörn gegn hitanum. Á meðan hárið vex Það getur verið erfitt að bíða eftir nýju hárunum en meðan á Nano- gen meðferðinni stendur getur þú notað Nanogen hár trefjarnar. Hártrefjar eru smáar agnir sem stráð er yfir vandamálasvæði og bindast agnirnar við þitt eigið hár svo það virkar þykkara og meira um sig. Kynntu þér möguleika Nanogen vörulínunnar á næsta sölustað. Nanogen vörurnar fást í apótekum, Heimkaup.is og beautybox.is Formúla Nanogen er einkaleyfis­ varin. Há­ markaðu árangurinn með hárvaxtarhetjunni í Nanogen línunni, Nanogen Growth Serum. Nanogen hárþykkingar­ sjampó inniheldur virk efni sem örva hárvöxtinn. 2 KYNNINGARBLAÐ 1 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U RHÚÐ OG HÁR 1 8 -0 6 -2 0 1 9 0 6 :0 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 3 B -F 0 9 4 2 3 3 B -E F 5 8 2 3 3 B -E E 1 C 2 3 3 B -E C E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 1 7 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.