Fréttablaðið - 18.06.2019, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 18.06.2019, Blaðsíða 45
Snyrtivörur Bláa Lónsins byggja á jarðsjó sem er einstök náttúruauðlind og National Geographic hefur listað sem eitt af 25 undrum veraldar. „Jarðsjórinn sem myndar lónið kemur af 2.000 metra dýpi úr iðrum jarðar,“ segir Ása Brynjólfs- dóttir, rannsókna- og þróunar- stjóri Bláa Lónsins. „Á Reykjanes- skaga er mjög gljúpt hraun og síast sjór og ferskvatn inn í jarðlögin. Vegna jarðhitavirkni verða efna- hvörf og jarðsjórinn sem myndast verður sérstaklega ríkur af kísil. Þessi kísill er það sem flestir þekkja sem hvíta kísilmaskann sem er vinsæl vara á meðal við- skiptavina Bláa Lónsins. Fyrsta húðvaran okkar var Kísilmaskinn, en hann var fyrst markaðssettur árið 1995 og á sér einstaka sögu. Fljótlega eftir að lónið myndaðist í kringum 1980 uppgötvaðist lækninga- máttur þess og hann var svo síðar staðfestur með klínískum rannsóknum,“ segir Ása. „Árið 1994 var svo opnuð lækningalind fyrir psoriasis-sjúklinga, en gestir hennar vildu gjarnan geta notið lækningamáttar lónsins heiman frá sér. Það var upphafið að vöru- þróun okkar. Það hefur alltaf verið áskorun að sjá til þess að virknin skili sér í vörurnar, en það hefur heppnast vel. Að baki því er mikil rann- sóknar- og þróunarvinna, sem hefur staðið yfir frá 1992,“ segir Ása. „Það hafa meðal annars verið gerðar rannsóknir á vistkerfi lónsins, klínískar rannsóknir á lækningamætti þess og lífvirkni- rannsóknir á efnum úr jarð- sjónum en það eru kísill, steinefni og þörungar. Sjaldgæfur blágrænþörungur þrífst í lóninu og hann, ásamt kísil, hefur mjög áhugaverða lífvirkni á húðina, sérstaklega með tilliti til öldrunar. Þessi efni geta dregið úr öldunarferlinu,“ segir Ása. „Niður- stöður þessara rannsókna lögðu grunn að þróun á okkar vörum og þeim þremur einkaleyfum sem Bláa Lónið hefur.“ Fyrirbyggir öldrun og styrkir varnir húðarinnar „Rannsóknir á kísil benda til að hann styrki efsta varnarlag húðarinnar. Þegar við eldumst byrjar húðin að þynnast og verða viðkvæmari, en kísillinn styrkir efsta lag húðarinnar svo að hún heldur betur raka, næringu og fær meira jafnvægi,“ segir Ása. „Þessar niðurstöður eru líka áhugaverðar hvað varðar ýmsa algenga húð- sjúkdóma sem raska oft starfsemi efsta lagsins. Það verður áhugavert að sjá hvert frekari rannsóknir leiða í þróun nýrra vara í fram- tíðinni. Með aldrinum er algengt að húðin verði opnari og húðholur verða sýnilegri, húðin fær grófari áferð. Þetta er mörgum áhyggju- efni þegar aldurinn færist yfir, segir Ása. „Kísillinn hjálpar við að draga úr sýnileika húðhola, djúp- hreinsar húðina og kemur góðu jafnvægi á hana, svo húðin verður mjúk, hrein og fær fallega áferð, sem er eftirsóknarvert fyrir alla.“ Eykur kollagenforða húðarinnar „Niðurstöður rannsókna á blá- grænþörungnum benda til þess að hann geti örvað nýmyndun á kollageni, sem er mikilvægt byggingarefni húðarinnar og kemur í veg fyrir að við fáum hrukkur,“ segir Ása. „Kollagen- forðinn minnkar með aldrinum, bæði vegna þess að framleiðsla þess minnkar og vegna þess að það brotnar niður í mikilli sól, þá myndast hrukkur. En þörungur- inn vinnur gegn þessu því hann örvar nýmyndun kollagens og dregur úr niðurbroti þess vegna sólarljóss. Hann sinnir því bæði varnar- og viðgerðarhlutverki. Þetta eru mjög eftirsóknarverð áhrif og byggir húðvörulína okkar gegn öldrun húðarinnar á þessari einstöku virkni.“ Heimsfrægir maskar sem láta húð þína ljóma „Við erum með fjóra maska sem má segja að séu fulltrúar virku efnanna okkar. Hver þeirra hefur sína virkni. Hvíti kísilmaskinn er djúphreinsandi, þörungamaskinn vinnur gegn öldrun og steinefna- maskinn okkar er unninn úr jarðsjónum og er rakagefandi og sérstaklega góður fyrir þreytta og þurra húð,“ segir Ása. „Auk þess erum við með lava skrúbbmaska sem er svartur eins og hraun. Hann byggir á fínmöluðu hrauni og pússar, hreinsar og endurnýjar efsta lag húðarinnar svo hún fær jafnara og frísklegra yfirbragð. Þessi maski hefur verið gríðar- lega vinsæll hjá körlum og var valinn besti skrúbbmaskinn af GQ-tímaritinu árið 2018. Þetta eru verðlaunaðar vörur sem fá mikla athygli og með þeim getur hver og einn búið til sitt eigið dekur fyrir húðina.“ Upplifun og dekur fyrir húðina „Maskarnir okkar mynda kjarn- ann í spa-meðferðunum sem við bjóðum í Bláa Lóninu, Retreat Spa og í Hreyfingu Spa í Glæsibænum,“ segir Ása. „Það er þægileg, skemmtileg og afslappandi upp- lifun að koma og láta dekra við sig í spa eða snyrtimeðferð hjá okkur. Það er líka hægt að koma í verslun okkar að Laugavegi, sem var opnuð á ný í desember 2018 og hlaut hvatningarverðlaunin Njarðarskjöldinn árið 2018 „fyrir stílhreina verslun og faglega þjón- ustu“,“ segir Ása. „Þar er maskabar þar sem fólk getur fengið að prófa sig áfram og kynnast vörunum okkar hjá okkar sérfræðingum.“ Áhersla á sjálfbærni „Bláa Lónið leggur áherslu á að nota grænar lausnir og sjálf bærar leiðir. Auk Bláa Lónsins og Silica hótelsins er þriðji armur starf- seminnar þróunarsetrið, sem hefur rannsóknarstofu og vinnur hráefni fyrir vörurnar,“ segir Ása. „Þessi starfsemi er einstök og umhverfisvæn. Blágrænþör- ungarnir okkar binda til dæmis koltvísýring frá orkuvinnslunni í Svartsengi sem annars færi út í andrúmsloftið. Þetta er hvergi annars staðar gert á iðnaðarskala að því er við best vitum. Umhverf- isvænar lausnir og sjálf bærni er ávallt haft að leiðarljósi í allri okkar þróunarstarfsemi.“ Einstök náttúruleg virkni úr einu af undrum veraldar Snyrtivörur Bláa Lónsins byggja á einstökum náttúrulegum grunni og hávísindalegum rannsóknum. Þær hreinsa og næra húðina, verja hana gegn öldunaráhrifum og stuðla að heilbrigði hennar á ýmsan hátt. Kísillinn hjálpar við að djúphreinsa húðina og koma á jafnvægi. Ása segir að snyrtivörur Bláa Lónsins nýti einstaka auðlind og því hafi þær svo mikla sérstöðu. Fyrsta varan kom á markað árið 1995. Fljótlega eftir að lónið myndaðist uppgötvaðist lækningamáttur þess. Hann var síðar staðfestur með rannsóknum. Árið 1994 var svo opnuð lækningalind fyrir psoriasis sjúklinga. Verslun Bláa Lónsins á Laugavegi hefur verið verðlaunuð fyrir stíl. Bláa Lónið býður upp á fjóra maska. Hver þeirra hefur sína virkni. KYNNINGARBLAÐ 11 Þ R I ÐJ U DAG U R 1 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 HÚÐ OG HÁR 1 8 -0 6 -2 0 1 9 0 6 :0 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 3 B -F 0 9 4 2 3 3 B -E F 5 8 2 3 3 B -E E 1 C 2 3 3 B -E C E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 1 7 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.