Fréttablaðið - 18.06.2019, Síða 56

Fréttablaðið - 18.06.2019, Síða 56
12. ágúst vakna í svitabaði draumveruleikinn byrgir sýn slagverkið í brjóstinu yfirgnæfir hugsanir klöngrast úr blautri spennitreyju út á flúorlýstan gang ég er einn og hjartað vill komast út Gangverk er ljóðabók eftir Þorvald Sigur­björn Helgason en hann hefur áður sent frá sér ljóðabókina Draumar á þvotta­ snúru. Gangverk er persónuleg bók en þar fjallar Þorvaldur um þá lífs­ reynslu að fá hjartastopp fimmtán ára gamall. „Þegar ég var í gjörningakúrsi í Listaháskólanum vorum við nem­ endurnir hvattir til að vinna með okkur sjálf sem efnivið. Þarna byrjaði ég að velta þessari reynslu fyrir mér á gagnrýninn hátt og gerði nokkur sviðslistaverkefni tengd hjartanu í Listaháskólanum,“ segir Þorvaldur. „Svo fékk ég þá hugmynd að vinna með efnið í ljóðaformi og fékk aðgang að læknaskýrslum hjá hjartalækninum mínum, Hirti Oddssyni, sem ég notaði við skrifin. Það var áhugavert en samt furðulegt að lesa þessar læknaskýrslur sem voru skrifaðar á svo einkennilegu læknisfræðamáli sem var líka oft og tíðum furðu ljóðrænt.“ Horft úr fjarlægð Ljóðabókin fjallar ekki einungis um hjartastoppið heldur einnig hjartans mál, eins og ást og hrifn­ ingu. „Mér finnst þessi tvíræðni hjartans mjög áhugaverð. Hjartað er ekki bara líffæri heldur líka hug­ mynd og hugmyndafræði sem við þekkjum úr allri menningu og list­ um,“ segir Þorvaldur. „Mér fannst áhugavert að skoða þetta og horfa á mína reynslu út frá þessum tveimur hliðum, annars vegar hjartanu sem líffæri og vísindunum á bak við það og hins vegar sem hugmynd og til­ finningu.“ Þorvaldur, sem í dag er tuttugu og sjö ára, segir að ástæðan fyrir hjartastoppinu hafi aldrei komið nákvæmlega í ljós. Hann fékk bjarg­ ráð sem hann segist munu vera með um ókomna tíð. Það er mikil Tvíræðni hjartans Fimmtán ára gamall fékk Þorvaldur Sigurbjörn Helgason hjarta- stopp. Nú hefur hann sent frá sér ljóðabók sem byggir á þessari erfiðu reynslu. Vinnur að útvarpsþáttum um týndar bækur. „Handritið var mjög lengi í vinnslu,“ segir Þorvaldur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK og þung reynsla fyrir fimmtán ára dreng að fá hjartastopp og hann er spurður hvort hann hafi í tengslum við það velt fyrir sér dauðanum. „Svo sannarlega,“ segir hann. „Í lokaverkefni mínu í Listaháskólan­ um vann ég til dæmis með dauðann. Það er kannski klisja að maður geti skrifað sig frá veikindum og erf­ iðum upplifunum en það hjálpar að horfa á það úr fjarlægð.“ Styrkur sem gladdi Fyrir handritið að Gangverki hlaut Þorvaldur Nýræktarstyrk Mið­ stöðvar íslenskra bókmennta. „Það skipti mig miklu máli og var ákveð­ in viðurkenning á því sem ég hafði verið að gera. Handritið var mjög lengi í vinnslu, það voru tæp fjögur ár frá því ég byrjaði að skrifa það þar til bókin kom út. Það er erfitt að vera með svona persónulegt handrit ofan í skúffu og vita ekki hvort það kemur nokkurn tíma út og þess vegna var mjög gleðilegt að fá þennan styrk.“ Þorvaldur er þessa dagana að vinna að útvarpsþáttum fyrir Rás 1 um týndar og glataðar bækur. Hann segist vera með nokkur handrit í skúffunni, leikrit og skáldsögu sem hann sé að vinna í. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is MÉR FANNST ÁHUGA- VERT AÐ SKOÐA ÞETTA OG HORFA Á MÍNA REYNSLU ÚT FRÁ ÞESSUM TVEIMUR HLIÐUM, ANNARS VEGAR HJARTANU SEM LÍFFÆRI OG VÍSINDUNUM Á BAK VIÐ ÞAÐ OG HINS VEGAR SEM HUGMYND OG TILFINNINGU. Fitul’til og pr—teinr’k . . . … og passar með öllu www.ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 1 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R20 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 1 8 -0 6 -2 0 1 9 0 6 :0 7 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 3 C -0 E 3 4 2 3 3 C -0 C F 8 2 3 3 C -0 B B C 2 3 3 C -0 A 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 1 7 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.