Fréttablaðið - 18.06.2019, Qupperneq 56
12. ágúst
vakna í svitabaði
draumveruleikinn byrgir sýn
slagverkið í brjóstinu
yfirgnæfir hugsanir
klöngrast úr blautri spennitreyju
út á flúorlýstan gang
ég er einn
og hjartað vill komast út
Gangverk er ljóðabók eftir Þorvald Sigurbjörn Helgason en hann hefur áður sent frá sér ljóðabókina Draumar á þvotta
snúru. Gangverk er persónuleg bók
en þar fjallar Þorvaldur um þá lífs
reynslu að fá hjartastopp fimmtán
ára gamall.
„Þegar ég var í gjörningakúrsi í
Listaháskólanum vorum við nem
endurnir hvattir til að vinna með
okkur sjálf sem efnivið. Þarna
byrjaði ég að velta þessari reynslu
fyrir mér á gagnrýninn hátt og gerði
nokkur sviðslistaverkefni tengd
hjartanu í Listaháskólanum,“ segir
Þorvaldur. „Svo fékk ég þá hugmynd
að vinna með efnið í ljóðaformi og
fékk aðgang að læknaskýrslum
hjá hjartalækninum mínum, Hirti
Oddssyni, sem ég notaði við skrifin.
Það var áhugavert en samt furðulegt
að lesa þessar læknaskýrslur sem
voru skrifaðar á svo einkennilegu
læknisfræðamáli sem var líka oft
og tíðum furðu ljóðrænt.“
Horft úr fjarlægð
Ljóðabókin fjallar ekki einungis
um hjartastoppið heldur einnig
hjartans mál, eins og ást og hrifn
ingu. „Mér finnst þessi tvíræðni
hjartans mjög áhugaverð. Hjartað
er ekki bara líffæri heldur líka hug
mynd og hugmyndafræði sem við
þekkjum úr allri menningu og list
um,“ segir Þorvaldur. „Mér fannst
áhugavert að skoða þetta og horfa á
mína reynslu út frá þessum tveimur
hliðum, annars vegar hjartanu sem
líffæri og vísindunum á bak við það
og hins vegar sem hugmynd og til
finningu.“
Þorvaldur, sem í dag er tuttugu
og sjö ára, segir að ástæðan fyrir
hjartastoppinu hafi aldrei komið
nákvæmlega í ljós. Hann fékk bjarg
ráð sem hann segist munu vera
með um ókomna tíð. Það er mikil
Tvíræðni hjartans
Fimmtán ára gamall fékk Þorvaldur Sigurbjörn Helgason hjarta-
stopp. Nú hefur hann sent frá sér ljóðabók sem byggir á þessari
erfiðu reynslu. Vinnur að útvarpsþáttum um týndar bækur.
„Handritið var mjög lengi í vinnslu,“ segir Þorvaldur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
og þung reynsla fyrir fimmtán ára
dreng að fá hjartastopp og hann er
spurður hvort hann hafi í tengslum
við það velt fyrir sér dauðanum.
„Svo sannarlega,“ segir hann. „Í
lokaverkefni mínu í Listaháskólan
um vann ég til dæmis með dauðann.
Það er kannski klisja að maður geti
skrifað sig frá veikindum og erf
iðum upplifunum en það hjálpar
að horfa á það úr fjarlægð.“
Styrkur sem gladdi
Fyrir handritið að Gangverki hlaut
Þorvaldur Nýræktarstyrk Mið
stöðvar íslenskra bókmennta. „Það
skipti mig miklu máli og var ákveð
in viðurkenning á því sem ég hafði
verið að gera. Handritið var mjög
lengi í vinnslu, það voru tæp fjögur
ár frá því ég byrjaði að skrifa það
þar til bókin kom út. Það er erfitt
að vera með svona persónulegt
handrit ofan í skúffu og vita ekki
hvort það kemur nokkurn tíma út
og þess vegna var mjög gleðilegt að
fá þennan styrk.“
Þorvaldur er þessa dagana að
vinna að útvarpsþáttum fyrir Rás 1
um týndar og glataðar bækur. Hann
segist vera með nokkur handrit í
skúffunni, leikrit og skáldsögu sem
hann sé að vinna í.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
MÉR FANNST ÁHUGA-
VERT AÐ SKOÐA
ÞETTA OG HORFA Á MÍNA
REYNSLU ÚT FRÁ ÞESSUM
TVEIMUR HLIÐUM, ANNARS
VEGAR HJARTANU SEM LÍFFÆRI
OG VÍSINDUNUM Á BAK VIÐ ÞAÐ
OG HINS VEGAR SEM HUGMYND
OG TILFINNINGU.
Fitul’til og
pr—teinr’k . . .
… og passar með öllu
www.ms.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
1 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R20 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING
1
8
-0
6
-2
0
1
9
0
6
:0
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
3
C
-0
E
3
4
2
3
3
C
-0
C
F
8
2
3
3
C
-0
B
B
C
2
3
3
C
-0
A
8
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
6
4
s
_
1
7
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K