Fréttablaðið - 18.06.2019, Blaðsíða 60
Félagarnir og leikstjórarn-ir Hörður Sveinsson og Helgi Jóhannsson urðu þess heiðurs aðnjótandi að vera valdir til að leik-stýra og skrifa handrit að
myndbandi við lag eftir hljómsveit-
ina Joy Division. Það verður að telj-
ast helst til óvenjulegt að vera feng-
inn til að gera tónlistarmyndband
fyrir sveit sem lagði upp laupana
fyrir 40 árum. Lagið sem þeir voru
beðnir um að vinna myndband við
heitir I Remember Nothing. Við
fengum að spyrja Hörð nokkurra
spurninga um gerð myndbandsins.
Hörður segir að meðlimir Joy
Division hafi gert samkomulag sín á
milli um að ef einhver þeirra myndi
hætta eða falla frá, þá myndi sveitin
hætta, en í maí árið 1981 svipti
söngvari sveitarinnar, Ian Curtis,
sig líf i. Restin af meðlimunum
stofnuðu síðar sveitina New Order
sem naut einnig vinsælda.
„Við fengum tölvupóst frá manni
sem heitir Warren Jackson, hann er
sem sagt listrænn stjórnandi þessa
verkefnis. Það var ákveðið að fara af
stað með þetta verkefni í tilefni af
því að nú eru 40 ár liðin frá því að
önnur plata sveitarinnar, Unknown
Pleasures, kom út,“ segir Hörður.
Warren útskýrði fyrir þeim
verkefnið, að gera ætti myndband
fyrir hvert lag plötunnar í tilefni af
afmælinu. Hann valdi því tíu leik-
stjóra eða leikstjórateymi eins og í
tilfelli Harðar og Helga.
„Hann hann gaf okkur algjört
frelsi til að vinna þetta eins og við
vildum. Hann bauð okkur sem sagt
að taka þátt og við sögðum auðvitað
já við því. Ég hélt án gríns fyrst að
þetta væri eitthvert internet-svindl
og hann væri að ljúga að okkur,
svona þá smá eins og Nígeríusvindl.
Ég beið eftir að hann segði okkur
að leggja inn pening á reikninginn
hans til að fá að taka þátt,“ segir
Hörður hlæjandi.
Hann segist hreinlega hafa beðið
eftir þannig tölvupósti en hann
kom aldrei og þetta reyndist svo allt
á rökum reist.
„Allt í einu vorum við komnir í
samband við Warner sem er plötu-
útgefandi Joy Division. Við vorum
byrjaðir að fá peninga fyrir verkinu
og farnir að kasta á milli okkar hug-
myndum um það hvernig mynd-
bandið skyldi verða.“
Hann segir það vanann að gera
stutt einfalt handrit þegar um
stærri verkefni eins og þetta sé að
ræða. Hann segir þó að honum hafi
fundist alveg magnað hve þeim
var treyst til að stjórna þessu alveg
sjálfir án mikilla afskipta.
„Það er mjög sjaldan að við erum
ekki krafðir um svona handrit áður
en framleiðsla hefst. Við máttum
alveg ráða. En við gerðum það nú
samt og sendum handrit á Warren.
Hann sagði strax að sér þætti þetta
frábært frá okkur og honum litist
mjög vel á það sem við sendum
honum.“
Myndbandið, sem hefur nú litið
dagsins ljós, sýnir tvo menn slást á
svörtum sandi.
„Við vildum að áhorfendur sjálfir
ímynduðu sé hvað væri nákvæm-
lega í gangi á milli mannanna,
við vildum ekkert endilega mata
það ofan í fólk hvað myndbandið
fjallaði um.“
Hörður segir þá Helga strax hafa
hafist handa við að hringja út og fá
Gerðu myndband við lag Joy Division
Hörður Sveinsson og Helgi Jóhannsson voru fengnir til að gera myndband við lag sveitarinnar Joy Division. Tíu
leikstjórar voru fengnir í verkefnið, sem snérist um að gera myndbönd við lög af plötunni Unknown Pleasures.
Mynd af þeim
Herði Sveins-
syni og Helga
Jóhannssyni.
MYND/ÁRNI FIL
Hér sjást Baltasar Breki Samper og Hilmir Jensson glíma. MYND/NICOLAS GRANGE
Stillaur úr myndbandinu
Hörður segir
allt fólkið sem
starfaði að gerð
byndbandsins
eiga mikið hrós
skilið. MYND/
NICOLAS GRANGE
fólk með þeim í verkið.
„Það voru allir nánast strax til í
að hjálpa okkur með þetta og við
fengum alveg ótrúlega gott fólk til
liðs við okkur. Katrín Gunnars-
dóttir „kóreografaði“ þetta fyrir
okkur. Hákon Sverrisson skaut
myndbandið. Brynja Skjaldar sá um
búningana. Svo fengum við Baltasar
Breka og Hilmi Jensson til að leika í
myndbandinu. Þeir stóðu sig eins og
hetjur. Við vorum öll dúðuð en þeir
þurftu að berjast í kuldanum í tvo
daga. Við lentum í alls konar veðri.“
Þeir Breki og Hilmar voru klæddir
í næfurþunn hörföt á meðan allir
aðrir voru í úlpu, með húfur og í
föðurlandi.
„Þeir voru alveg magnaðir, þurftu
að slást þarna fyrir framan mynda-
vélarnar í átta tíma báða dagana.“
Hörður og Helgi byrjuðu að vinna
saman fyrir um sex árum og reka
saman framleiðslufyrirtækið Snark.
„Ég hafði fram til þessa ekki
sett stefnuna á að leikstýra. Ég var
beðinn um að gera tónlistarmynd-
band fyrir hljómsveitina Hjaltalín
við lagið I Feel You. Ég vann það
myndband með Snorra Eldjárn. Við
höfðum hvorugir gert myndband
fyrir það en við slógum til. Helgi
klippti það myndband. Eitt skipti
var ég líka að ljósmynda á setti hjá
honum. Svo drógum við okkur ein-
hvern veginn í samstarf. Við áttum
líka marga sameiginlega vini.“
Þeir höfðu áður gert myndband
fyrir Warner og einnig fyrir nokkra
aðra erlenda tónlistarmenn.
„Ég hef ekki alveg á hreinu hvern-
ig þeir fundu okkur en við erum
bara þakklátir fyrir að fá þetta tæki-
færi. Kannski er það bara af því að
við erum svona kúl,“ segir Hörður
hlæjandi.
Í vikunni fer Hörður til London
þar sem hann tekur þátt í pall-
borðsumræðum um verkefnið
ásamt trommara sveitarinnar,
öðrum leikstjórum sem tóku þátt
og Orian Williams, sem framleiddi
myndina Control sem fjallar um
hljómsveitina.
steingerdur@frettabladid.is
1 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R24 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ
1
8
-0
6
-2
0
1
9
0
6
:0
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
3
B
-F
5
8
4
2
3
3
B
-F
4
4
8
2
3
3
B
-F
3
0
C
2
3
3
B
-F
1
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
6
4
s
_
1
7
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K