Fréttablaðið - 18.06.2019, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 18.06.2019, Blaðsíða 14
SENDIBÍLL ÁRSINS 2019 Splunkunýr Citroën Berlingo Van er nú með 5 ára verksmiðju- ábyrgð, sparneytinni vél og fáanlegur með 8 þrepa sjálfskiptingu. Komdu og prófaðu nýjan Berlingo sem er rúmbetri og öflugri en nokkru sinni áður. NÝTT: Fyrirtækjalausnir Brimborgar kynna flotastjórnunarkerfið Brimborg Fleet Manager sem er vistað í skýinu, auðvelt í notkun og getur lækkað rekstrarkostnaðinn umtalsvert. Fáðu kynningu. KOMDU & KYNNTU ÞÉR ÖRUGG GÆÐI CITROËN! Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 8 Sími 515 7040 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 VERÐ FRÁ: 2.532.000 EÐA 3.140.000 KR. MEÐ VSK KR. ÁN VSK citroen.is Forsendur framlengdrar verksmiðjuábyrgðar eru reglulegt þjónustueftirlit samkvæmt staðli framleiðenda frá nýskráningardegi bifreiðar. Kaupandi ber kostnað af þjónustunni. Nánari upplýsingar citroen.is/abyrgd. NÝR CITROËN BERLINGO VAN NÚ MEÐ 5 ÁRA ÁBYRGÐ* * Nýr_Berlingo_Van_5x15_20190614.indd 1 14/06/2019 11:56 FÓTBOLTI Sauðkrækingurinn Rúnar Már Sigurjónsson mun ganga til liðs við FC Astana í Kasakstan. Hann kemur til liðsins á frjálsri sölu þegar samningur hans hjá Grasshopper í Sviss rennur út í næsta mánuði. Astana hefur orðið meistari í heimalandinu undanfarin fimm ár og er í efsta sæti þegar stutt er eftir af tímabilinu. Rúnar Már var þegar búinn að tilkynna það að hann myndi halda á ný mið að tímabilinu loknu eftir þrjú ár í Sviss með Grasshopper og St. Gallen. Hann verður annar Íslend- ingurinn til að leika í efstu deild í Kasakstan á eftir Hannesi Þ. Sig- urðssyni. – kpt Rúnar Már fer til Kasakstan FÓTBOLTI Íslenska kvennalands- liðið í knattspyrnu hélt hreinu annan leikinn í röð í 2-0 sigri á Finnum í Espoo í gær í lokaæfingar- leik Íslands fyrir undankeppni EM 2021 sem hefst í haust. Þetta var seinni leikur liðanna á stuttum tíma, eftir markalaust jafntef li í fyrri leiknum tókst íslenska liðinu að sigla sigrinum heim með heil- steyptari spilamennsku í gær. Hlín Eiríksdóttir kom Íslandi á bragðið áður en Dagný Brynjarsdóttir bætti við marki. Með því komst Dagný upp að hlið Ásthildar Helgadóttur í þriðja sætið yfir f lest mörk fyrir kvennalandsliðið, með 23 mörk. Jón Þór Hauksson, þjálfari Íslands, gerði fimm breytingar á liðinu á milli leikja. Hlín var ein þeirra sem komu inn í íslenska liðið og var hún fljót að láta til sín taka. Eftir snarpa skyndisókn féll boltinn fyrir fætur Hlínar sem skor- aði með fallegu skoti í fjærhornið, óverjandi fyrir markmann finnska liðsins. Stuttu síðar var komið að þætti Dagnýjar þegar hún skoraði af stuttu færi eftir frábæra sendingu frá Glódísi Perlu Viggósdóttur. Finnska liðið sótti í leit að marki í seinni hálfleik en íslenska liðið stóð vaktina vel og náði að halda hreinu. Aðspurður er Jón Þór ánægður með spilamennskuna. „Heilt yfir er ég mjög sáttur við spilamennskuna og að halda hreinu í báðum leikjunum. Hópurinn var ósáttur við jafnteflið í fyrri leiknum sem lýsir metnaðinum í þessum hóp. Þær tóku stórt skref í rétta átt á mikilvægum tíma þar sem þetta var síðasti æfingarleikur okkar fyrir undankeppnina.“ Þetta var áttundi leikur liðsins frá því að Jón Þór tók við liðinu síðasta haust. Fyrir utan slæmt tap gegn Skotum hefur liðið leikið vel og unnið fjóra leiki af átta. „Spilamennskan í þessum leik staðfestir mína tilfinningu um að liðið sé að vaxa og stefni í rétta átt. Frammistaðan og liðsvinnan gefur okkur mikið fyrir leikina í haust þegar undankeppnin hefst. Við höfum verið að mynda ákveðinn kjarna og á sama tíma að stækka hópinn til að auka möguleikana. Ég fer mjög bjartsýnn inn í haust- ið eftir það sem við höfum unnið að undanfarna mánuði og manni finnst við vera á réttri leið.“ Dagný var að byrja fyrstu lands- leiki sína í tæp tvö ár og var afar sátt að leikslokum. „Við æfðum vel á milli leikja og vorum ferskari og beittari í þessum leik. Það kom kafli sem við gátum haldið bolta betur en við náðum að skapa okkur mörg færi og halda hreinu,“ segir Dagný og bætir við: „Það er gott að koma aftur og hitta hópinn, bæði yngri leikmenn- ina sem ég hef lítið leikið með og að kynnast þjálfarateyminu betur og aðferðum þess. Þetta var dýrmæt reynsla fyrir mig fyrir undankeppn- ina í haust og fyrir liðið til að slípa sig saman.“ Aðspurð segist Dagný ekki vera að horfa á að ná markameti lands- liðsins af Margréti Láru enda 55 mörkum á eftir markahróknum. „Ég viðurkenni að ég er ekki að stefna á að ná henni. Næsta mark- mið er að ná öðru sætinu,“ segir Dagný hlæjandi að lokum. kristinnpall@frettabladid.is Stórt skref í rétta átt hjá liðinu Íslenska kvennalandsliðið vann sannfærandi 2-0 sigur á Finnlandi í gær í síðasta æfingarleik liðsins fyrir undankeppni EM. Landsliðsþjálfarinn var ánægður með framfarirnar í spilamennsku liðsins á milli leikja. Dagný Brynjarsdóttir átti öflugan leik inni á miðju íslenska liðsins áður en hún kom af velli í hálfleik gegn Finnlandi í gær. NORDICPHOTOS/GETTY Þetta var dýrmæt reynsla fyrir mig fyrir undankeppnina í haust og fyrir liðið til að slípa sig saman. Dagný Brynjarsdóttir HANDBOLTI Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður í þriðja styrk- leikaf lokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2020 sem fer fram í Austurríki, Noregi og Svíþjóð í janúar næstkomandi. Strákarnir okkar komust inn í lokakeppni Evrópumótsins ell- efta skiptið í röð um helgina með öruggum sigri á Tyrklandi í Laugar- dalshöll. Dregið verður í riðlana á föstudaginn í næstu viku. – kpt Ísland í þriðja styrkleikaflokki Guðjón Valur stefnir á sitt tólfta Evrópumót í röð. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 1 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R14 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 1 8 -0 6 -2 0 1 9 0 6 :0 6 F B 0 6 4 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 3 B -E 1 C 4 2 3 3 B -E 0 8 8 2 3 3 B -D F 4 C 2 3 3 B -D E 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 6 4 s _ 1 7 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.