Fréttablaðið - 18.06.2019, Blaðsíða 46
Anna María Ingadóttir er nemi á hársnyrtiiðn við Tækniskólann. Það er ýmis-
legt sem þarf að vanda sig við
þegar kemur að umhirðu hárs og
hún ákvað að gefa nokkur ráð.
Hvernig á að nota sjampó og
hárnæringu?
Fyrst bleytir maður hárið, setur
sjampóið í og nuddar vel. Svo
skolar maður sjampóið rækilega
úr og vindur hárið eins og þvotta-
poka þannig að hárnæringin leki
ekki beint úr þegar maður setur
hana í hárið. Síðan setur maður
hárnæringu í og leyfir henni að
vera svolitla stund í hárinu á
meðan maður sápar líkamann og
skolar svo vel úr.
Ég ráðlegg að setja hárnæringu
bara í endana, en einu sinni í viku
að setja í allt hárið, upp í rót og
nudda vel.
Á að nota þurrsjampó?
Þurrsjampó er bara til að láta
hárið líta hreinna eða þurrara út
þegar það er mikil fita í því. Það er
líka hægt að nota það sem mildari
kost en hársprey til að gefa hárinu
lyftingu.
Sjálf nota ég ekki þurr sjampó
enda hreinsar það ekki hárið.
Hvernig á að slétta hárið?
Maður á fyrst að greiða hárið
og það verður að vera alveg þurrt.
Svo greiðir maður lokkana og
fylgir greiðunni eftir með sléttu-
járni.
Mér finnst persónulega nóg að
blása hárið þangað til það verður
slétt. Þá nota ég stóran hárbursta
og fylgi eftir með hárblásara.
Góð hárumhirða er mikilvæg
Paul Kelsall, 34 ára gamall maður frá Preston var dæmdur í vikunni í tveggja
ára skilorðsbundið fangelsi og 120
klukkutíma í samfélagsvinnu fyrir
að eyðileggja rándýrar hárvörur
fyrrverandi eiginkonu sinnar.
Kelsall setti klór í sjampó og hár-
næringu þegar hann var drukkinn
og vonaðist eftir að eiginkonan
fyrrverandi myndi missa þannig
hárið.
Þegar rann af kauða áttaði hann
sig á því að trúlega væri þetta
ekkert sniðugt og sendi henni
smáskilaboð þar sem hann játaði
glæpinn.
Fram kemur í dómnum að
sjampóið hafi ekki verið af
ódýrustu tegund heldur rándýrt
og var hún nýbúin að kaupa það.
Parið hafði verið á síðustu stigum
sambandsins og eftir enn eitt
rifrildið henti eiginkonan Kelsall
út. Hún hóaði í pabba sinn til að
vera hjá sér og var það sá gamli
sem fann klórlykt inni á baði og sá
að tappinn á klórflöskunni væri
ekki á. SMS-ið sem fylgdi svo í kjöl-
farið sannfærði eiginkonuna um
að lögsækja Kelsall.
Tvö ár fyrir að
blanda klór út
í sjampó
Ahmed Alsanawi er ekki þekktasta nafnið í fót-boltaheiminum en hann er
maðurinn á bakvið hárgreiðslur
Paul Pogba, leikmanns Man-
chester United. Pogba hefur
skartað svo mörgum hárgreiðslum
að hann hefur fengið skammir í
hattinn fyrir að einbeita sér meira
að hárinu en fótboltanum. Pogba
hefur flogið Alsanawi nánast
út um allan heim til að fá hina
fullkomnu klippingu og hrósar
honum í hástert.
Alsanawi á stofuna A Star Barb-
ers í London og er hún uppbókuð
næstu daga og mánuði. Pogba er
nefnilega ekki eini fót-
boltamaðurinn
sem nýtir sér
krafta Alsanawi
því samkvæmt
Instagram-reikn-
ingi stofunnar
stoppa þar við
John Terry,
Benjamin
Mendy,
Eden Haz-
ard og Riyad
Mahrez svo
fáeinir séu
nefndir.
Ahmed og hár
fótboltamanna
Góð hárumhirða dregur úr líkum á að hárið slitni og skemmist.
Þinn eigin griðastaður fyrir líkama og sál
Hilton Reykjavik Spa – Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík
Nánari upplýsingar á spa@hiltonreykjavikspa.is og í síma 444 5090.
Fullkomin gjöf fyrir þig og þau sem þú vilt gleðja
GJAFABRÉF HILTON REYKJAVÍK SPA
Gefðu vellíðan og dekur
12 KYNNINGARBLAÐ 1 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U RHÚÐ OG HÁR
1
8
-0
6
-2
0
1
9
0
6
:0
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
3
B
-E
B
A
4
2
3
3
B
-E
A
6
8
2
3
3
B
-E
9
2
C
2
3
3
B
-E
7
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
6
4
s
_
1
7
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K