Fréttablaðið - 18.06.2019, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.06.2019, Blaðsíða 18
Heilbrigðiskerfið setur mikla fjár- muni í að reyna að lækna einstaklinga með krabbamein en án end- urhæfingar er það eins og að kaupa nýjan bíl án þess að kaupa dekk undir hann. Sólrún Freyja Sen solrunfreyja@frettabladid.is Í ár er 20 ára afmæli Krafts og félagið hefur verið með viðburði í kringum 20. hvers mánaðar frá ársbyrjun til að fagna því. Viðburðirnir hafa þann tilgang að vekja fólk til vitundar um ungt fólk með krabbamein. Í júlí verða viðburðir hins vegar haldnir vikulega, vegna þess að í júlí takmarkast opnunartímar verulega hjá stofnunum sem veita hvers konar þjónustu við krabbameinsgreinda. Þá verður slagorðið „krabbamein fer ekki í frí“ áberandi í júlí. „Í þessum mánuði eru takmarkaðar opnanir á krabbameinsdeild Landspítal- ans, og takmarkaðar opnanir hjá Ljósinu og Krabbameinsfélag- inu,“ segir Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts. „Við viljum vekja athygli á því að fólk er að greinast allan ársins hring.“ Krabbameinsgreining ekki lengur dauðadómur Það má segja að krabbamein snerti fjölmarga Íslendinga á einn eða annan hátt. „Flestir hafa örugglega verið öðrum megin við borðið, sem aðstandendur eða með krabbamein sjálfir. Ég held að fólk viti almennt meira um krabbamein heldur en áður fyrr og hvernig það getur stundað heilbrigðan lífsstíl til að koma í veg fyrir lífsstílstengda sjúkdóma í framtíðinni. Það hafa líka orðið miklar framfarir á sviði krabba- meinslækninga og þar af leiðandi miklu fleiri sem lifa krabbamein af, en áður fyrr var krabbameins- greining hálfgerður dauðadómur. En hvernig ætlum við að mæta þessum stækkandi hópi?“ Endurhæfing hefur ekki verið hluti af meðferð við krabbameini af hálfu hins opinbera og er fyrst og fremst veitt af frjálsum félaga- samtökum. Krabbamein fer ekki í frí Kraftur er félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda krabbameinsgreindra. Hulda segir að eftirmeðferð eigi að vera sjálfsagður hluti af krabbameins- meðferðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Félagið fagnar 20 ára afmæli í ár með þéttri viðburðadagskrá. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Fólk greinist með krabbamein allan ársins hring. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Eins og að kaupa bíl án þess að setja dekk undir hann „Mín sýn og margra sem koma að þjónustu krabbameinsgreindra er að krabbameinsgreindur einstaklingur ætti að fá endur- hæfingarmat eftir sinni þörf og endurhæfingu við hæfi. Í dag er það því miður ekki þannig.“ Ljósið, Krabbameinsfélagið og Kraftur eru allt frjáls félagasamtök sem sinna endurhæfingu, en endur- hæfingarmiðstöðin fær til dæmis ekki fjármagn til að taka á móti krabbameinsgreindum. „Það er ekki gert ráð fyrir því í heilbrigðiskerfinu okkar að það þurfi að endurhæfa fólk eftir krabbameinsmeðferð. Heilbrigðis- kerfið setur mikla fjármuni í að reyna að lækna einstaklinga með krabbamein en án endurhæfingar er það eins og að kaupa nýjan bíl án þess að kaupa dekk undir hann.“ Nauðsynlegt að njóta ferðalagsins Í dag er horft á krabbamein sem langvinna sjúkdóma og krabba- meinsgreindir þurfa einhvern veginn að læra að lifa með þeim. Á vef Krafts, kraftur.org, er hægt að finna upplýsingar um hvernig og hvar krabbameinsgreindir geta fundið stuðning í veikindunum og eftir meðferð. Í febrúar gaf félagið út bókina Fokk, ég er með krabbamein, sem er handbók með hagnýtum upplýsingum fyrir krabbameinsgreinda og aðstand- endur þeirra. Hulda segir að Kraftur leggi mikla áherslu á mikilvægi þess að njóta líðandi stundar. „Þegar maður veikist af lífsógnandi sjúkdómi eins og krabbameini þá verður maður mjög meðvitaður um þá staðreynd að maður hefur ekki endalausan tíma. Slagorð okkar er „Lífið er núna“ og við viljum vekja fólk til vitundar um mikilvægi þess að njóta dagsins í dag, en horfa ekki til fortíðar eða hugsa bara um morgundaginn. Við þurfum að njóta ferðalagsins líka.“ Næsta fimmtudag, 20. júní, verður sumargrill Krafts haldið í Guðmundarlundi í Kópavogi. Grillið hefst klukkan sex að kvöldi og Páll Óskar ætlar að skemmta gestum. Evonia er hlaðin bæti- efnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Myndirnar hér til hliðar sýna hversu góðum árangri er hægt að ná með Evonia. Evonia www.birkiaska.isFyrir Eftir Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U R 1 8 -0 6 -2 0 1 9 0 6 :0 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 3 B -D C D 4 2 3 3 B -D B 9 8 2 3 3 B -D A 5 C 2 3 3 B -D 9 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 1 7 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.