Fréttablaðið - 18.06.2019, Blaðsíða 52
Okkar elsku hjartans
Sigríður Margrét
Skarphéðinsdóttir
Unnarstíg 4, Flateyri,
sem lést á Landspítalanum
þriðjudaginn 11. júní, verður
jarðsungin frá Þingeyrarkirkju
laugardaginn 22. júní kl. 11.00.
Konráð Ari Skarphéðinsson Hanna Maggý Kristjánsdóttir
Elín Kristín Skarphéðinsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og systkini hinnar látnu.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Bára R. Sigurjónsdóttir
sjúkraliði,
Kársnesbraut 65,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þann
14. júní. Útför verður auglýst síðar.
Jón Rúnar Hartmannsson
Unnsteinn Gísli Oddsson
Linda Kristín Oddsdóttir
Sigdís Hrund Oddsdóttir
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
Guðríður (Rúrí) Karlsdóttir
Mosabarði 8, Hafnarfirði,
lést sunnudaginn 9. júní. Útför hennar
fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
miðvikudaginn 19. júní kl. 13.00.
Árni Rosenkjær
Karl Rosenkjær Selma Guðnadóttir
Guðrún Hildur Rosenkjær Ásmundur Kristjánsson
Ágústa Ýr Rosenkjær Jóhann Viðarsson
Guðný Birna Rosenkjær Sigurjón Einarsson
ömmubörn og langömmubörn.
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Guðmundur Baldvinsson,
umsjón útfara
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Klettaskóli, Suðurhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
1178 Fimm munkar í Kantaraborg verða vitni að myndun
Giordano Bruni-gígsins á tunglinu.
1361 Smiður Andrésson fyrirskipar aftöku Árna Þórðar-
sonar í Lambey í Fljótshlíð. Árni lét taka heila fjölskyldu af
lífi á sama stað árið áður.
1429 Jóhanna af Örk leiðir franska herinn til sigurs gegn
Englandi í Hundrað daga stríðinu.
1812 James Madison Bandaríkjaforseti lýsir yfir stríði gegn
Bretlandi.
1815 Orrustan við Waterloo. Napóleón Bonaparte sigraður
og neyðist til að afsala sér veldisstólnum í Frakklandi.
1873 Susan B. Anthony er sektuð um 100 Bandaríkjadali
fyrir að reyna að kjósa í forsetakosningunum árið áður.
1928 Flugvél Róalds Amundsen hverfur
yfir Barentshafi.
1948 Columbia-plötuút-
gáfan getur út fyrstu breið-
skífuna.
1972 Togarinn Hamranes
ferst út af Snæfellsnesi.
1981 Alnæmissmit
greinist í fyrsta skipti í Los
Angeles.
1983 NASA skýtur geim-
skutlu sinni út í geim í sjöunda
skiptið. Um borð var Sally Ride sem
þá var fyrsta konan til að fara út í geim.
Merkisatburðir
Viðar Eggertsson leikstjóri
er 65 ára í dag og segir
hvert ár sem hann stendur
andspænis fullt af nýjum
og spennandi áskorunum.
Dag ur inn 18. júní er merkur í íslenskum leik-húsheimi þar sem Viðar Eggertsson leikstjóri og f y rr verandi útvar ps-leikhússtjóri fagnar 65
ára afmæli. Hann á sama afmælisdag
og Tinna Gunnlaugsdóttir, fyrrverandi
þjóðleikhússtjóri. Þau tvö eru áratugn-
um yngri en Stefán Baldursson, einnig
fyrrverandi þjóðleikhússtjóri. Að auki
eru leikkonurnar Kristbjörg Kjeld (1935)
og Vilborg Halldórsdóttir (1957) fæddar
þennan dag.
Viðar Eggertsson sem er Norðlend-
ingur að uppruna hefur starfað sem leik-
stjóri og leikari jöfnum höndum allt frá
útskrift úr Leiklistarskóla Íslands árið
1976. Hann hefur leikið í um 6o leik-
sýningum og leikstýrt yfir 50 verkum
á sviði auk leikstjórnar fyrir útvarp og
sjónvarp. Hann stofnaði EGG-leikhúsið
árið 1981 sem er einn elsti sjálfstæði
leikhópurinn starfandi hér á landi og
verið boðið með sýningar þess víða um
heim. Viðar hefur hlotið margvíslegar
viðurkenningar og verðlaun fyrir leik-
stjórn og leik.
Aðspurður um 65 ára afmælið segist
Viðar brosandi ekki mikið vera fyrir
sjálfshátíðir, gangi því hægt um þessar
gleðinnar dyr eins og ýmsar aðrar. „En
aldurinn á að vera tilhlökkunarefni, því
það er eftirsóknarvert að þroskast og
eldast; verða eitthvað sem maður hefur
aldrei verið áður,“ segir afmælisbarnið.
Viðar hefur undanfarin ár unnið við
margvísleg verkefni, en að mestu látið
sig varða málefni þeirra sem eru á þriðja
æviskeiðinu. Hann hefur verið verkefna-
stjóri fyrir Gráa herinn og Landssam-
band eldri borgara. Þar hefur hann m.a.
unnið stiklur sem vöktu mikla athygli
fyrr á árinu og voru sýndar í sjónvarpi
og á samfélagsmiðlum. Þar var vakin
athygli á manngildi og mikilvægi eldra
fólks; fólks sem enn er í fullu fjöri og
hefur svo margt fram að færa. „Það er
kominn tími á að við blöndum hressi-
legum skammti af þroskadýrkun í sam-
félag okkar til að jafna út alla æskudýrk-
unina. Því við þörfnumst alls litrófsins,“
segir Viðar.
Er betra að vera roskinn eða ungur?
„Mér finnst æðislegt að verða eldri.
Það er mikilvægt að reyna eitthvað sem
maður hefur ekki áður gert eða verið.
Hvert ár sem maður stendur andspænis
er fullt af nýjum og spennandi áskorun-
um. Ég tek áskoruninni að verða loks 65
ára. En ég neita því ekki að ég væri miklu
frekar til í að vera ungur í nútímanum.
Ef ég hefði getað valið. Nútíminn er svo
miklu áhugaverðari en árin sem ég var
ungur. Þetta er opnara, skemmtilegra og
mun betra þjóðfélag. Ég ólst upp í mun
þröngsýnna og fábreytilegra samfélagi.
Sem betur fer er það að baki … vonandi,“
segir hann.
Viðar er giftur til margra ára Sveini
Kjartanssyni matreiðslumeistara og
veitingamanni á AALTO Bistro í Nor-
ræna húsinu. Þeir búa á Herrasetrinu
Skurn við Laufásveg í Reykjavík, ásamt
hundinum Drakúla Viðarssyni Sveins-
syni Kristjánssyni Kettler Hagalín
Martin. „Hin langa nafngift ljúflingsins
kemur til af öllum þeim er hafa passað
hann og um leið tekið við hann ástfóstri.
Hann nýtur mikillar og útbreiddrar
ástar,“ segir Viðar.
Heldur þú þá ekkert upp á daginn?
„Það er hófstillt. Eiginmaður minn
Sveinn eldaði ljúffengan kvöldverð í
gær, 17. júní. Ætli sú veisla verði ekki
bara látin duga þar til komið er að næstu
afmælisveislu að ári!“
david@frettabladid.is
Aldurinn á að vera
okkur tilhlökkunarefni
Viðar Eggertsson með ljúflinginn Drakúla í fanginu og eiginmanninn Svein Kjartansson sér við hlið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
1 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R16 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT
1
8
-0
6
-2
0
1
9
0
6
:0
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
3
B
-E
6
B
4
2
3
3
B
-E
5
7
8
2
3
3
B
-E
4
3
C
2
3
3
B
-E
3
0
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
6
4
s
_
1
7
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K