Skagablaðið


Skagablaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 9

Skagablaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 9
Skagasig- uríSkaga- mótinu Okkar menn, strákarnir í 6. flokki, sigruðu með glæsibrag á Skagamótinu í knattspyrnu sem efnt var til um síðustu helgi og ætlunin er að verði árlegur við- burður héðan í frá. Þeir unnu bæði í flokki A- og B-liða og slógu keppninautum sínum úr Val, Breiðabliki og IK öllum við og hefndu fyrir sig frá því í pollamót- inu í Eyjum fyrr í sumar. Strákarnir í A-liðinu unnu alla sína leiki og tveir úr liðinu fengu sérstakar viðurkenningar. Árni Gautur Arason var kjörinn besti markvörðurinn og Stefán Þórðar- son besti sóknarmaðurinn. Besti varnarmaðurinn var kjörinn Gunnar Leifsson í ÍK. B-liðið lét ekki sitt eftir liggja og vann sömuleiðis alla sína leiki. Þar fékk einn úr f A liðinu sömu- leiðis viðurkenningu og var kjör- inn besti sóknarmaðurinn. Var það Jón Sigurðsson. Hilmar Ramasson úr Val var kosinn besti markvörðurinn og Bragi Jónsson úr Breiðabliki besti varnarmaður- inn. Öll liðin, að Skagaliðinu undanskildu, gistu í Grundaskóla og voru mjög ánægð með allan aðbúnað sem og skipulag mótsins. Þá vöktu verðlaunin, sem Jón Sveinsson, bæjarfulltrúi og lög- fræðingur, gaf ekki síður athygli. Verst þótti utanbæjarliðunum hins vegar að þau skyldu flest hafna hjá heimamönnum. Ekki var annað að heyra á þátttökuliðunum en þau hefðu öll áhuga á að taka þátt í mótinu á næsta ári en væntanlega verða þá fleiri lið, sem taka þátt í Skaga- mótinu. ÆI~h Snj Eddie Murphy er enn á tjaldinu hjá okkur. Sjáið hina frábæru mynd, Beverly Hills Cop áður en sýningum lýkur. Sýnd í kvöld kl. 21 og e.t.v. áfram Næstu myndir: Slugger’s wife °g Uppreisnin á Bounty Barnasýning Svarti sjóræninginn sýndur kl. 16 á sunnudag Stjörnulið um helgina Fimmtudagur - Báran Tríóiö Bjarni Sveinbjörnsson, Björn Thoroddsen og Pétur Grétarsson leikur. Föstudagur - Hótelið Danshljómsveit íslands leikur fyrir dansi. Sveitina skipa (og takið nú eftir): Gunnlaugur Briem og Friðrik Karlsson úr Mezzoforte, Edda Borg Bjarni Sveinbjörnsson og Sigurður Dagbjartsson. Laugardagur - Hótelið Diskótek frá 13-03 Góða skemmtun - SfCotel Akumesingar - nýkomið Postulíns- og glervörur. Pottablóm í miklu úrvali. Haustlaukasalan í fullum gangi. LÍTIÐ INN ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER MEST iSkólabraut 23, Sími 1301 Nú er rétti tíminn til að huga að innimálningunni NORDSJÖ Jícupa^ HoftMir §s ttécfðiro SKÓLABRAUT 25-27 9

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.