Skagablaðið


Skagablaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 3

Skagablaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 3
JJ Mætt erfiðum andstæð- ingum í fyrstu leikjum - segir Pétur Pétursson, sem hefur mátt þola slæmt gengi mei Hercules BÍLÁS-BILAS-BILAS-BÍLÁS-BÍLÁS-BÍLAS-BILAS-BILAS-BILAS- w 01 u „Jú, þetta hefur gengið hálf brosulega hjá okkur til að byrja með en staðreyndin er nú sú, að við höfum lent á móti erfiðum mótherjum í fyrstu leikjunum, nú síðast Atletico Bilbao. Við töpuðum 0:1 á heimavelli en áttum skilið að vinna þennan leik. Sama var uppi á teningnum hjá okkur á móti Atletico Madrid um daginn. Dómarinn fór hins vegar illa með okkur á sunnudag og sleppti augljósri vítaspyrnu er mér var brugðið innan vítateigs. Markið þeirra var í ofanálag ólöglegt, brotið var á einum leikmanna okkar áður en þeir skoruðu.“ Þannig fórust Pétri Péturssyni orð er Skagablaðið sló á þráðinn til hans í Alicante á mánudags- kvöldið fyrir viku. Liðið hans, Hercules, hafði kvöldið áður leik- ið sinn fjórða leik í spænsku 1. deildinni og tapað í þriðja sinn 0:1. Eins og nærri má geta er liðið í slæmri stöðu, situr nú á botnin- um ásamt Las Palmas með aðeins 1 stig eftir 4 leiki. Þrátt fyrir erfitt gengi í leikjun- um sem af er sagði Pétur hljóðið í mönnum ekki slæmt. Liðið væri vant því að eiga í erfiðri baráttu í 1. deildinni en menn hugguðu sig við það að léttari leikir væru framundan. Liðið mætti 2. deild- arfélaginu Elche í bikarnum á miðvikudag og vann 3:0 og síðan var leikur gegn Sevilla á útivelli á sunnudag. Pétur varð eftir þar í borg því landsleikur Spánverja og íslendinga fer fram þar í kvöld. Um næstu helgi mætir Hercules hinu botnliðinu Las Palmas á heimavelli. Pétri hefur enn ekki tekist að skora mark fyrir hið nýja félag sitt þótt hann hafi fengið til þess nokkur færi. Reyndar hefur Hercules ekki skorað nema 2 mörk það sem af er keppnistíma- bilinu þannig að það hefur svo sem ekki verið úr miklu að moða hjá framherjunum. Spennum beltin ALLTAF ekki stundum „Það er allt í lagi að leika á heimavelli en útileikirnir eru mjög erfiðir. Liðin hérna á Spáni leggja greinilega allt upp úrþví að ná öðru stiginu á útivelli en keppa svo að sigri á heimavelli. Á útivelli er ég mjög mikið einn frammi og Kempes, sem er iðnastur við að mata mig á sendingum, er þá gjarnan í strangri gæslu. Það bætir hreint ekki úr skák.“ Þrátt fyrir skrykkjótt gengi framan af sagðist Pétur ekki hafa fundið fyrir neinum þrýstingi á sig né aðra leikmenn og þótt hann hefði ekki skorað mark ennþá væru allir sannfærðir um að mark hlyti að koma hjá honum á næst- unni. Áhorfendur á báðum heimaleikjum Hercules hafa verið um 35.000 talsins. Pétur er nú fluttur í eigin íbúð skammt frá velli félagsins og sagð- ist kunna bærilega við sig. Hann væri smám sman að venjast hinu framandlega umhverfi, matnum, tungumálinu, sem hann sagði þó enn Þránd í Götu, og ýmsu öðru. Mestu máli skipti að hann væri farinn að kunna ágætlega við sig og átta sig betur á hlutunum. „Ég er enn ekki kominn í nógu góða æfingu að mér finnst en það kemur og mörkin voanndi Iíka,“ sagði Pétur í lokin. <n ■< m i <n ■< 'm ■ <n ■< 'm ■ <n ■< -j 'm ■ <n •< _j 'm i <n •< 'm i <n •< _j m ■ <n •< _i m i <n ■< _j 'm i <n ■< _j m i <n ■< 'm i <n < _j m i (f) ■< _J CQ ■ <n •< _j 'm <h ■< <n ■< Ur söluskrá — á góðum kjörum — Benz 280S árg. 1972 Concours árg. 1977 Charmant st. árg. 1979 Cortina árg. 1974 Fairmont árg. 1978 Dodge Aspen árg. 1976 Datsun 120AF árg. 1978 Austin Mini árg. 1977 Oldsmobile Cutlass diesel árg. 1979 Skoda 120 GLS árg. 1982 Skoda 120 LS árg. 1981 Saab 99 árg. 1974 Volvo 244 árg. 1975 VW 1300 árg. 1973 Wagoneer árg. 1972 Citroen árg. 1979 Mazda 323 árg. 1977 bilcS m— Þjóðbraut 1, Akranesi, s. 93-2622- >• <n ■ m r- >• <n ■ m r-' >• <n i m r~ >• <n i m i-' >■ <n ■ m i-' >• <r> I m i-' > <n i m F' > <n ■ m F' >■ tn ■ m i-' >■ <n i m i-' >• <n m r~ >■ <n 1 m i— >• <n 1 m F' >■ <n i m F' >• <n >• i<n Firmakeppni Leynis lokið: Ta n n sm íðastof ■ an sigurvegari Tannsmíðastofan sf. bar sigur úr býtum í hinni árlegu firmakeppni Golfklúbbsins Leynis, sem lauk um síðustu helgi. Árni P. Reynisson lék fyrir hennar hönd og kom inn á 64 höggum nettó. Annað sætið í keppninni kom í hluta Akraprjóns en Kristinn Bjarnason lék fyrir hönd fyrirtækisins. Kom hann inn á 65 höggum nettó. Þriðja sætið kom svo í hlut Ríkharðar Jónssonar sf., en fyrir hans hönd lék Guðni Ásgeirsson og kom inn á 66 höggum nettó. Glöggt má sjá að mjótt var á mununum í slagnum um efsta sætið. Alls tóku 70 fyrirtæki þátt í firmakeppninni í ár og að henni lokinni var boðið upp á kaffi og meðlæti í hinum vistlega skála Leynismanna og verðlaun afhent. Meðfylgjandi mynd sýnir verðlaunahafana og þá sem spiluðu fyrir þeirra hönd. Alltaf eitthvað nýtt af efnum og garni í hverri viku. 2-3 aðilar komast að í bútasaum sem byrjar 14. október. Joggingefnin komin í 9 litum. Glansgallaefnin á leiðinni. Opið á laugardögum frá 10-12. Kveðja Guðrún HANDMENNT Kirkjubraut 2, 2. hæð • Sími 2807 3

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.