Fréttablaðið - 10.07.2019, Qupperneq 6
Það liggur beinast
við að sá arður
verði nýttur á sviði raforku-
mála og beinlínis í þágu
landsbyggðarinnar, þar sem
allar virkjanir Landsvirkj-
unar standa.
Stjórn Sambands sveitarfélaga á
Suðurlandi
Það er þarna þrjátíu
kílómetra hámarks-
hraði en fólk er að keyra á
60-70 kílómetra hraða. Ég er
með barn hérna
Elí n Agla
Briem, þjóðmenn-
ingarbóndi og
hafnarstjóri
Því miður gengur
þetta oft aðeins
hægar en maður myndi vilja
en svoleiðis er það, en þetta
verður að laga,
Eva Sigurbjörns-
dóttir, oddviti
Árneshrepps.
Erum með mikið úrval af allskonar
bílaverkfærum á frábæru verði!
ViAir 12V loftdælur
í miklu úvali.
Hleðslutæki
12V 6A
6T Búkkar
605mm Par
Jeppatjakkur
2.25t 52cm.
Omega
Viðgerðarkollur
4.995
9.999
17.995
7.495
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Verkfæralagerinn
SAMGÖNGUR „Það varð slys þarna
í maí þegar það var keyrt á hvolp
hérna af bíl sem keyrði mjög hratt
og hraðaksturinn var ástæða slyss-
ins,“ segir Elín Agla Briem, þjóð-
menningarbóndi og hafnarstjóri í
Norðurfirði. Hún lagði nýlega fyrir
bréf til umræðu á hreppsnefndar-
fundi í Árneshreppi, þar sem hún
gagnrýndi ökuhraða á hafnar- og
verslunarsvæðinu í Norðurfirði.
„Það er þarna þrjátíu kílómetra
hámarkshraði en fólk er að keyra á
60-70 kílómetra hraða. Ég er með barn
hérna og það er hér fullt af börnum
yfir sumartímann, þetta er bara mikil
slysahætta svo ég benti sveitarstjórn-
inni á þetta,“ segir Elín Agla.
Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti
Árneshrepps, segir að vel hafi verið
tekið í erindi Elínar Öglu og bætir
við að hún hafi sjálf gengið beint í
málið. „Ég sendi Vegagerðinni bréf
strax í kjölfarið á bréfinu frá Elínu
Öglu og við erum komin með svör og
viðbrögð frá Vegagerðinni varðandi
þetta. Því miður gengur þetta oft
aðeins hægar en maður myndi vilja
en svoleiðis er það, en þetta verður
að laga,“ segir Eva.
„Það eru allir sammála um þetta,
það er öllum umhugað um öryggi og
það að koma í veg fyrir svona slysa-
hættu,“ segir Elín Agla, en ekki hefur
ríkt mikil samstaða á milli Elínar
og Evu í tengslum við fyrirhugaðar
virkjanaframkvæmdir á svæðinu.
Svör Vegagerðarinnar verða kynnt
á hreppsnefndarfundi í dag en sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins
fengust jákvæð viðbrögð við erind-
inu og hyggst Vegagerðin senda
fulltrúa á svæðið til þess að kanna
aðstæður og bregðast við. „Þar til
það gerist þurfum við sjálf að grípa
til aðgerða. Ástandið á Djúpavík er
Hætta af glæfraakstri
ökuþóra í Norðurfirði
Ökumenn keyra langt yfir hámarkshraða bæði í Norðurfirði og á Djúpavík.
Móðir á svæðinu segir glæfraakstur mikla slysahættu fyrir börn þar um slóðir
og að nauðsynlegt sé að bregðast við. Oddviti Árneshrepps gekk strax í málið.
Elínu og Öglu greinir á um virkjanaáform í hreppnum, en eru samstíga í að
útrýma slysahættunni sem af glæfraakstri hlýst. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Hringvegurinn breikkar
Breikkun stendur yfir á hringvegi 1, á kaf lanum á milli Hveragerðis og Selfoss. Samkvæmt Vegagerðinni hefur verið góður gangur í framkvæmd-
unum en inni í þeim er einnig breikkun Varmárbrúar. Hluti vegarins er lokaður en hjáleið var opnuð fyrir umferð í maí. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
svipað og hér, þar er líka keyrt allt of
hratt. Í fyrra var talan þrjátíu máluð
á götuna þar en það entist ekki lengi.
Slíkt hið sama verður líklega gert
hér,“ segir Eva.
Aðspurð hvað líklegast væri til
árangurs segir Eva að hraðahindran-
ir bæði í Norðurfirði og á Djúpavík
myndu hægja á umferð. „Það verður
bara að laga þetta, við erum alveg
heit fyrir því að þetta verði tekið í
gegn. Það er ekki hægt að leika rúll-
ettu með líf fólks hérna í kringum
okkur.“ birnadrofn@frettabladid.is
ORKUMÁL Stjórn Sambands sveitar-
félaga á Suðurlandi vill að iðnaðar-
ráðherra beiti sér fyrir því að raf-
orkuverð í dreif býli og þéttbýli
verði jafnað.
„Frá því að skipulagsbreytingar
voru gerðar á raforkukerfinu árið
2005 hafa fyrirtæki sem annast
dreifingu á raforku í þéttbýli og
dreif býli haft tvær mismunandi
gjaldskrár, aðra fyrir dreifingu
raforku í þéttbýli og hina fyrir
dreifingu raforku í dreif býli. Þrátt
fyrir niðurgreiðslu frá ríkinu, með
svonefndu dreif býlisframlagi, er
raforkuverð í dreif býli enn hærra
en raforkuverð í þéttbýli,“ segir í
ályktun frá SASS. Nýta megi hluta
af arði af rekstri Landsvirkjunar
sem framlag til niðurgreiðslu raf-
orkuverðs.
„Bent er á að í gegnum tíðina
hefur verið rætt um að þegar skuldir
Landsvirkjunar hafi verið greiddar
niður muni arður af henni nýtast
í þágu landsmanna. Það liggur
beinast við að sá arður verði nýttur
á sviði raforkumála og beinlínis í
þágu landsbyggðarinnar, þar sem
allar virkjanir Landsvirkjunar
standa,“ segir SASS.
„Tímabært er að íbúar hinna
dreifðu byggða sitji við sama borð
og íbúar í þéttbýli hvað varðar raf-
orkuverð og í raun hálfhjákátlegt að
þeir sem búa næst uppsprettu raf-
orkunnar, nærri virkjununum eða
undir raflínum sem flytur orkuna á
suðvesturhornið, skuli greiða hærra
verð fyrir orkuna en þeir sem fjær
búa.“ – gar
Vilja að arðurinn frá Landsvirkjun
niðurgreiði raforkuverð úti á landi
VIÐSKIPTI Vegna vaxandi áhuga og
fjölgunar kínverskra ferðamanna
á Íslandi hefur Bláa lónið haft það
að markmiði að reyna að vera með
einn kínverskumælandi starfs-
mann á hverri vakt. Fyrirtækið
auglýsti nýverið eftir kínversku-
mælandi starfsmanni í verslun
fyrirtækisins í Grindavík og segir
Helga Árnadóttir, framkvæmda-
stjóri hjá Bláa lóninu, að það sé ekki
nýtt af nálinni.
„K ínverskum ferðamönnum
hefur fjölgað mikið og þegar litið
er til komu ferðamanna til lands-
ins er það hópurinn sem ein mesta
fjölgunin er enn hjá. Við höfum
viljað koma sem allra mest og best
til móts við okkar gesti og það eru
ekki margir í þessum hópi gesta sem
tala ensku,“ segir Helga.
Bláa lónið er eitt af f laggskipum
ferðaþjónustunnar, nánast verið
skyldustopp sívaxandi hóps ferða-
manna á undanförnum árum og
nam hagnaður félagsins í fyrra
tæpum fjórum milljörðum. Ferða-
menn greiddu í fyrra 8,6 milljarða
króna í aðgangseyri að lóninu.
– smj
Ráða starfsfólk
vegna fjölgunar
gesta frá Kína
Helga
Árnadóttir.
1 0 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
0
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:1
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
6
5
-D
F
F
0
2
3
6
5
-D
E
B
4
2
3
6
5
-D
D
7
8
2
3
6
5
-D
C
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
0
s
_
9
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K