Fréttablaðið - 10.07.2019, Síða 26
Þorsteinn Friðrik
Halldórsson
SKOÐUN
Christian Sewing, bankastjóri Deutsche Bank, greindi um liðna helgi frá áformum sínum um að endurskipuleggja rekstur bankans, selja milljarða-
eignir og segja upp allt að átján þúsund starfsmönnum. Fjárfestingarbankastarfsemi þýska stórbankans, sem hefur átt afar erfitt uppdráttar undan-
farin ár, verður skorin verulega niður og áherslan þess í stað lögð á að fjármagna verkefni þýskra og evrópskra viðskiptavina. NORDICPHOTOS/GETTY
Skotsilfur Starfsemi Deutsche Bank umbylt
Un d a n f a r n a á r a tugi hefur samband af komu í útf lutningsgreinum þjóðarinnar og lífskjara almennings
í landinu stimplast rækilega inn í
þjóðarsálina, þar sem sveiflur gjald
miðils og gjöfulleiki auðlindanna
hefur ráðið miklu um lífsskilyrðin.
Lengi vel var sjávarútvegur nær
einráður um þetta sveiflusamband
og áhrif hans á efnahagslíf þjóðar
innar réð mestu um ákvarðanir
stjórnvalda á hverjum tíma. Stóriðja
bættist við þegar fram liðu stundir
og hefur ráðið stórum ákvörðunum
um bæði útgjöld og stefnu um nýt
ingu náttúruauðlinda. Og nú hefur
ferðaþjónusta bæst við og á fáum
árum orðið stærsta útf lutnings
grein Íslendinga og færir sem slík
björg í bú í formi gjaldeyristekna
– lífæð lítils útflutningshagkerfis.
Á sama hátt og ýmsar lykil
ákvarðanir stjórnvalda miðuðust
á árum áður við að bregðast við
vanda eða ýta undir gott gengi sjáv
arútvegs og orkufreks iðnaðar með
það að markmiði að bæta efnahags
lega stöðu þjóðarinnar og þoka lífs
kjörum upp á við, er í dag skynsam
legt fyrir stjórnvöld og samfélagið
að bregðast við vanda og ýta undir
gott gengi ferðaþjónustu.
Af hverju er það efnahagslega
skynsamlegt?
Í dag þarf ekki að fella gengi gjald
miðilsins handvirkt eða sökkva
stórum svæðum undir vatn til að
treysta stoðir atvinnusköpunar.
Með tilkomu ferðaþjónustunnar
hefur efnahagslegur raunveruleiki
Íslands breyst. Allar útf lutnings
atvinnugreinar landsins eru mikil
vægar, en með ferðaþjónustu hefur
orðið til fjölbreytni sem var sárlega
þörf. Samfelldur jákvæður vöru og
þjónustujöfnuður undanfarins ára
tugar hefur að stórum hluta grund
vallast á þessari breytingu og skap
að grunn fyrir mikla lífskjarasókn.
Stærstu áskoranir í rekstri fyrir
tækja á Íslandi í dag tengjast stór
auknum kostnaði á ýmsum sviðum.
Hvort sem litið er til aðfanga, launa
eða fjárfestinga hafa kostnaðar
þættir í rekstri fyrirtækja hækkað
ótrúlega hratt á síðasta áratug. Í
slíku umhverfi er það skynsamleg
nálgun af hálfu stjórnvalda að
koma til móts við atvinnulíf með
lækkun opinberra gjalda og skatta
og ýta þannig undir að atvinnustig
haldist hátt, að rekstur fyrirtækja
skili arði og þar með sköttum til
samfélagsins. Fyrirtæki sem fer úr
rekstri vegna ómögulegra rekstrar
aðstæðna er tapað fé fyrir ríkissjóð.
Samtök ferðaþjónustunnar hafa
bent ítrekað á það undanfarna
mánuði að ýmsar aðgerðir sem nýta
mætti til að örva ferðaþjónustu á
samdráttartímum hafa einmitt
bein áhrif til örvunar atvinnulífs í
heild sinni. Með hröðum og miklum
launahækkunum undanfarin fjög
ur ár hefur lækkun tryggingagjalds
orðið jafnvel enn mikilvægari en
áður. Þáttur launa og launatengdra
gjalda í rekstri fyrirtækja er orðinn
gríðarstór, mun stærri þáttur en í
samkeppnislöndum okkar. Lækkun
fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði
getur einnig skipt miklu máli við að
lækka kostnað margra fyrirtækja.
Hvers vegna skiptir þetta máli?
Lykillinn sæm ætti að stýra afstöðu
og ákvörðunum um álögur á
atvinnugreinar er samkeppnis
hæfni. Samkvæmt skýrslu World
Economic Forum frá 2017 um sam
keppnishæfni ferðaþjónustu var
viðskiptaumhverfi ferðaþjónustu
fyrirtækja á Íslandi mælt í 19. sæti
– neðst Norðurlandaþjóða. Heildar
samkeppnishæfni íslenskrar ferða
þjónustu var í 25. sæti og hafði þá
fallið um sjö sæti síðan 2015. Von er
á nýrri skýrslu á þessu ári og miðað
við þróunina er líklegt að sam
keppnishæfni Íslands muni falla
niður töfluna enn á ný. Ákvarðanir
stjórnvalda sem örva ferðaþjónustu
og bæta rekstrarumhverfi fyrir
tækja hafa mikið að segja um sam
keppnishæfni og ferðaþjónusta er
atvinnugrein í harðri alþjóðlegri
samkeppni. Fjárfesting í rekstr
ar umhver f i ferðaþjónustu og
markaðssetningu Íslands sem ferða
mannalands skilar sér því ríkulega
til samfélagsins, í bættri samkeppn
ishæfni, betri af komu fyrirtækja,
hærri skattgreiðslum en ella, betri
efnahagslegri afkomu, bættum lífs
kjörum fólks, hærra atvinnustigi og
uppbyggingu atvinnulífs á lands
byggðinni. Fjárfesting í uppbygg
ingu innviða og styrkingu ferða
mannastaða getur svo bætt enn
fremur við þessa örvandi þróun,
ekki síst á tímum efnahagslegrar
niðursveiflu eins og nú.
Í dag, alveg eins og áður, er það
gengi útf lutningsatvinnugreina
sem ræður efnahagslegri af komu
samfélagsins og þar með lífskjörum
almennings í landinu. Aðgerðir sem
bæta aðstæður og samkeppnis
hæfni lykilatvinnugreina eins og
ferðaþjónustu munu því gagnast
öllu samfélaginu.
Ekki gera ekki neitt
Jóhannes Þór
Skúlason
framkvæmda
stjóri Samtaka
ferðaþjón
ustunnar
Dýr Ásgeir
Ljóst þótti eftir
að Benedikt Gísla
son var ráðinn
bankastjóri Arion
banka að hann
væri mjög áfram
um að fá Ásgeir
Helga Reykfjörð Gylfa-
son, framkvæmdastjóra fyrir
tækjasviðs Kviku, til liðs við sig.
Það gekk eftir og hefur Ásgeir, sem
hefur síðustu ár verið lykilmaður í
uppbyggingu fjárfestingabankans,
verið ráðinn aðstoðarbankastjóri
Arion. Þeir Benedikt þekkjast vel
en þeir störfuðu saman hjá MP
banka og í framkvæmdahópi um
losun hafta. Viðbrögð markaðarins
við ráðningu Ásgeirs létu ekki á sér
standa og lækkaði markaðsvirði
Kviku um 800 milljónir í við
skiptum gærdagsins á meðan virði
Arion hækkaði um 5 milljarða.
Dramatísk sveifla
Hugmyndin með
þjóðhagsvarúð er
að stjórnvöld geti
unnið gegn hag
sveiflunni í stað
þess að magna
hana. Margir hafa
áhyggjur af því að
íslenskum stjórnvöldum sé nú að
takast hið síðarnefnda: að dýpka
samdráttinn sem er hafinn enn
frekar. Nýlegar ákvarðanir fjár
málastöðugleikaráðs um að hækka
sérstakan sveiflujöfnunarauka
bera þess til að mynda merki að
ráðið sé að berjast við uppsveiflu
eftir að niðursveifla er hafin.
Ólafur Sigurðsson, framkvæmda
stjóri Birtu lífeyrissjóðs, segist á
Facebooksíðu sinni vera verulega
hugsi yfir stöðunni. Þrátt fyrir að
hagfræðingar Seðlabankans telji
sig hafa fundið taktinn í íslensku
fjármálasveiflunni gruni hann
að sveiflan verði eftir sem áður
dramatísk upp að vissu marki.
Nýr formaður
Tryggvi Þorgeirsson, læknir og
einn stofnenda Side
kickHealth, hefur
verið skipaður
stjórnarfor
maður Tækni
þróunarsjóðs til
næstu tveggja
ára. Hann tekur
við formennskunni af
Hrund Gunnsteinsdóttur, fram
kvæmdastjóra Festu – miðstöðvar
um samfélagsábyrgðir fyrirtækja,
sem gegnt hefur starfinu frá 2015.
Forsætisráðherra þarf að taka ákvörðun um það hvort hún muni reiða sig á meingallað
mat hæfisnefndarinnar við ráðn
ingu nýs seðlabankastjóra eða ráð
ast í sjálfstæða rannsókn. Ákvörð
unin er prófsteinn fyrir íslenska
stjórnsýslu í ljósi þess að embætti
seðlabankastjóra er eitt valdamesta
embætti landsins og því fylgja enn
meiri völd þegar sameiningin við
Fjármálaeftirlitið gengur í gegn. Það
er ekkert svigrúm fyrir óvönduð
vinnubrögð.
Hæfnismatið er ýmsum vankönt
um háð. Það tekur ekki mið af því
að störf nýs seðlabankastjóra verða
eðlisólík störfum forvera hans. Sam
eining tveggja stofnana, sem báðar
eru þjóðhagslega mikilvægar, er risa
vaxið verkefni og krefst víðtækrar
stjórnunarreynslu. Hún krefst einn
ig færni í mannlegum samskiptum
en nefndin taldi ekki ástæðu til að
rýna betur í þann hæfnisþátt. Allir
umsækjendur komu vel fyrir, eins og
nefndin orðaði það sjálf.
Matið var svo óskiljanlegt að
halda mætti að nefndarmenn hefðu
verið undir þrýstingi að koma til
teknum umsækjendum í síðustu
lotuna og útiloka aðra. Þegar horft
var til stjórnunarreynslu vó það
að hafa verið stjórnarmaður hjá
opinberri stofnun þyngra en fram
kvæmdastjóri með mannaforráð.
Og þó að stjórnarmennska hafi
vegið þungt virðist nefndin hafa
horft fram hjá stjórnarstörfum
sumra umsækjenda. Önnur dæmi
um þá vankanta sem há hæfnis
matinu hafa verið rakin á síðum
Fréttablaðsins.
Christine Lagarde, framkvæmda
stjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins,
var á dögunum tilnefnd sem banka
stjóri Evrópska Seðlabankans. Hún
er lögfræðingur að mennt og hefur
líklega ekki þurft að smíða f lókin
haglíkön á löngum starfsferli sínum.
Lagarde hefur aftur á móti víðtæka
reynslu af stjórnun og fjármála
mörkuðum. Þetta skiptir leiðtoga
Evrópusambandsins miklu máli
og vonandi tekur forsætisráðherra
í sama streng. Í Bandaríkjunum til
nefnir forsetinn næsta seðlabanka
stjóra sem er yfirheyrður af þing
nefnd í beinni útsendingu og þarf
síðan að hljóta blessun öldunga
deildarinnar.
Nú er ágætis tilefni til að staldra
við og spyrja hvort nefndir eigi að
skipa jafn stóran sess í ákvarðana
töku íslenskrar stjórnsýslu og þær
gera í dag. Hvað hefur áunnist? Við
sjáum þessa þróun einnig í atvinnu
lífinu þar sem skráð fyrirtæki hafa
keppst um að koma á fót tilnefning
arnefnd fyrir stjórnarkjör. Andlits
lausar nefndir eru hins vegar engin
ávísun á fagleg vinnubrögð.
Það þarf í það minnsta að gera
meiri kröfur þegar um er að ræða
eitt valdamesta embætti landsins.
Boltinn er núna hjá Katrínu Jakobs
dóttur forsætisráðherra og trúverð
ugleiki stjórnsýslunnar er í húfi.
Óboðleg vinnubrögð
1 0 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN
1
0
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:1
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
6
5
-E
4
E
0
2
3
6
5
-E
3
A
4
2
3
6
5
-E
2
6
8
2
3
6
5
-E
1
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
9
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K