Fréttablaðið - 10.07.2019, Side 38
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir johannahelga@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Svava O’Brien svava@frettabladid.is, Örn
Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage
johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Benedikt Bóas Hinriksson
benediktboas@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is
ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is, Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is
VIÐ VITUM EKKI
ALVEG HVAÐ
SNEKKJU ROKK ER EN ÞETTA
VAR NOTAÐ TIL ÞESS AÐ LÝSA
TÓNLISTINNI OKKAR EFTIR
MÚSÍKTILRAUNIR.
Sími: 558 1100
Reykjavík
Bíldshöfði 20
Akureyri
Dalsbraut 1
10 – 18 virka daga
11 – 17 laugardaga
13 – 17 sunnudaga
10 – 18 virka daga
11 – 16 laugardaga
Ísafjörður Skeiði 1
ÚTSALAN
SUMAR
afsláttur60%Allt að
LOKAVIKAN
Stóll í áklæði
52.493 kr. 69.990 kr.
Skemill í áklæði
11.243 kr. 14.990 kr.
Stóll og skemill í áklæði
63.735 kr. 84.980 kr.
Stóll í leðri
74.993 kr. 99.990 kr.
Skemill í leðri
18.743 kr. 24.990 kr.
Stóll og skemill í leðri
93.735 kr. 124.980 kr.
AFSLÁTTUR
30%
ALBA
Hægindastóll með eða án skemils. Svart, ljósgrátt eða brúnt
leður. Blátt, sinnepsgult, ljós- eða dökkgrátt áklæði. Þægilegur
og stílhreinn hægindastóll á góðu verði.
Litir í áklæði Litir í leðri
www.husgagnahollin.is
V
E F
V E R S L U N
A
LLTAF OP
IN
Job.is
GLÆNÝ OG
FERSK STÖRF
Í HVERRI VIKU
Þú finnur draumastarfið á
Anna Ingibjörg, Stef-anía Helga og Eva Kolbrún eru rúmlega tvítugar, vinkonur af Seltjarnarnesinu sem hafa þekkst síðan
þær voru með bleyju, eins og þær
orða það.
Þær stofnuðu hljómsveitina Kon-
fekt seint á síðasta ári og skömmu
eftir að þær byrjuðu að semja eigin
tónlist ákváðu þær að taka þátt í
Músíktilraunum. Með svo góðum
árangri að þær enduðu í 2. sæti í
vor, spiluðu á Secret Solstice, munu
troða upp á Airwaves í haust og
fyrsta lagið þeirra, Hvernig sem er,
er komið á Spotify.
„Við vorum mjög hissa þegar við
náðum öðru sæti í Músíktilraun-
um,“ segir Eva Kolbrún og bætir
við að þær hafi ekki búist við því að
komast í úrslit. „Þetta var í fyrsta
sinn sem við spiluðum opinber-
lega og síðan gekk þetta allt vonum
framar og allt í einu vorum við á
sviðinu í öðru sæti.“
Stelpurnar segja að strax í kjöl-
farið hafi komið verkefni sem þær
hafði ekki órað fyrir. „Það var ótrú-
lega skemmtilegt að spila á Secret
Solstcice. Á svona stóru flottu sviði
með frábærum listamönnum.“ Ekki
skyggði heldur á gleðina að þær líta
upp til margra sem komu fram á
hátíðinni.
„Það er til dæmis draumur að
spila á sama sviði og Black Eyed
Peas, risastórt band sem á fjöldann
allan af lögum sem maður kann
utan að þar sem tónlist þeirra var
vinsæl þegar við vorum að alast
upp.“
Snekkju- og „indí“-bræðingur
Tónlist Konfekts hefur verið lýst
sem eins konar „indí-poppi“ eða
„snekkjurokki“ þar sem grípandi
stef og taktur grípa hlustendur. „Við
vitum ekki alveg hvað snekkju-rokk
er en þetta var notað til þess að lýsa
tónlistinni okkar eftir Músíktil-
raunir,“ segir Eva Kolbrún. „Sam-
kvæmt Google er þetta mjúkt rokk
sem spilað var á snekkjum kringum
1980. Okkur finnst gaman að orðinu
og þar sem það getur reynst erfitt að
skilgreina eigin tónlist höfum við
notað þetta.“
Konfekt stendur á grunni gamall-
ar og traustrar vináttu en stelpurnar
hafa fylgst að frá blautu barnsbeini.
„Við ólumst allar upp á hinu víð-
fræga Seltjarnarnesi og vorum þar
af leiðandi allar saman á leikskóla
og síðan grunnskóla. „Stundum
saman í bekk og stundum ekki,“
segir Eva Kolbrún. „Vorum líka
allar saman í handbolta hjá Gróttu
og þess má geta að þar eigum við
líka 2. sæti. Á Íslandsmeistaramóti
6. f lokks kvenna árið 2009.“
Snemma beygist krókurinn
Eva Kolbrún er trommuleikari
hljómsveitarinnar en hún greip
á sínum tíma í kjuðana vegna
þess að ekki var pláss fyrir hana í
harmonikunáminu sem freistaði
hennar mest. Slagverk var annað val
og þegar hún fór að spila á tromm-
urnar varð ekki aftur snúið. Það má
því segja að trommurnar hafi valið
hana.
Eva spilaði í tónlistarskólanum
á Seltjarnarnesi í ellefu ár þar sem
hún spilaði fyrst með Stefaníu í
lúðrasveit skólans. Anna Ingibjörg
og Eva Kolbrún spiluðu síðan fyrst
saman í hljómsveitinni Stelpur í
stuði, þar sem Anna spilaði á gítar
og söng. Stefanía byrjaði að spila á
klarinett sem barn og kenndi sér
sjálf á píanóið sem var á heimilinu.
Síðar fékk hún gítar í jólagjöf, lærði
á hann og er gítarleikari bandsins.
Lítt gefnar fyrir dramað
Stelpurnar segja Konfekt hafa
orðið til þegar Eva og Stefanía voru
farnar að sakna þess að spila saman.
„Stefanía sneri sér þá að Önnu sem
var byrjuð að semja alls konar lög á
píanó í kjallaranum en hún er ein-
mitt píanóleikari sveitarinnar.“
Þær segjast hafa byrjað með því
að spila lög eftir aðra, ábreiður, en
fljótt hafi orðið erfitt að sammælast
um hvaða lög þær ættu að spila. „Þá
fórum við að semja okkar eigin lög
í staðinn,“ segir Eva Kolbrún. „Þegar
við semjum lög kemur yfirleitt
ein okkar með hugmynd sem við
vinnum síðan úr saman. Textinn
kemur oftast síðastur og þar á Anna
stærstan hluta.“
Stelpurnar segja samstarfið hafa
gengið vel hingað til og lítið sem
ekkert um alvarlegan ágreining
eins og oft vill verða í hljómsveitum
náinna vina. „Við erum ekki alltaf
sammála um allt en við þekkjum
hver aðra svo vel að það verður ekk-
ert stórmál. Svo erum við líka allar
frekar tjillaðar týpur og ekki mikið
fyrir dramað.“
toti@frettabladid.is
Snekkjurokkaðar
vinkonur á siglingu
Æskuvinkonurnar Anna Ingibjörg, Stefanía Helga og Eva Kolbrún
í hljómsveitinni Konfekt eru á hvínandi siglingu með sitt snekkju-
rokk og nýjasta lagið þeirra, Hvernig sem fer, er komið á Spotify.
Stefanía Helga, Anna Ingibjörg og Eva Kolbrún hafa í nógu að snúast, komnar með lag á Spotify og fram undan er
Airwaves og fleiri spennandi molar í konfektkassa lífsins sem stendur þeim galopinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
1 0 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
0
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:1
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
6
5
-C
7
4
0
2
3
6
5
-C
6
0
4
2
3
6
5
-C
4
C
8
2
3
6
5
-C
3
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
0
s
_
9
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K