Fréttablaðið - 16.07.2019, Side 2
Veður
Austan 5-13 og rigning með köflum
í dag. Hiti yfirleitt á bilinu 12 til 20
stig, hlýjast norðaustanlands.
SJÁ SÍÐU 14
Allt fram streymir
DÓMSMÁL „Ég hef fundið mikinn
stuðning frá fólki á Íslandi sem trúir
á málstað okkar,“ segir Sarah Wag-
staff, dóttir Grants Wagstaff sem
lést í f lugslysi á Íslandi.
Beaver f lugvélin N610LC fórst 9.
ágúst 2015, um 45 mínútum eftir
f lugtak frá Akureyri. Grant Wag-
staff sem til stóð að myndi ferja
vélina til Bandaríkjanna lifði af
en komst ekki úr f lakinu og lést af
völdum elds. Arngrímur Jóhanns-
son, eigandi flugvélarinnar og flug-
maður þennan dag, slasaðist.
Sarah og systkini hennar eru
ekki efnuð. Fyrir nokkrum vikum
efndi hún til söfnunar á vefsíðunni
gofundme.com til að standa straum
af kostnaði þeirra vegna reksturs
málsins fyrir dómstólum á Íslandi.
Hún hyggst stefna Sjóvá sem neitar
að greiða bætur og kveðst jafnframt
líklega munu stefna Arngrími. Safn-
ast höfðu 1.250 dalir í gær.
„Við vonumst til að safna 50
þúsund kanadískum dollurum
fyrir ferða og lögmannskostnaði,“
segir Sarah sem kveðst virki-
lega vonast til að komast til Íslands
vegna málsins. „Ég hef ekki haft
tök á að fara að slysstaðnum til að
kveðja föður minn svo ég er að von-
ast til þess að geta gert það þegar
ég kem til að fylgjast með réttar-
höldunum. Mig langar líka að geta
komið upp minnismerki um föður
minn á staðnum sem hann lést.“
Sarah segir að lögmaður Ros-
lyn móður hennar hjá Opus lög-
mönnum hafi þegar stefnt Sjóvá og
Arngrími. Sarah og systkini annars
vegar og móðir þeirra hins vegar
reka aðskilin mál, meðal annars
vegna þess að Sarah telur að lög-
mannsstofan Opus hafi sýnt af sér
vanrækslu við rekstur málsins.
Sem fyrr segir kveðst Sarah hafa
fundið mikinn stuðning frá Íslandi.
„Margir lýsa þeirri skoðun að Opus
hafi farið illa með málið og þetta
styrkir mig í þeirri trú að við séum
á réttri leið,“ segir Sarah.
Að því er Sarah segir fékk móðir
hennar samþykkta gjafsókn frá
íslenska ríkinu. Lögmaður systkin-
anna á Íslandi hefur slíka umsókn í
undirbúningi vegna málareksturs
þeirra. Það muni ekki skýrast fyrr
en eftir nokkra mánuði hvort þau
fái einnig gjafsókn. „Ég vonast til
að geta stefnt Opus fyrir vanrækslu
og Sjóvá til greiðslu bóta,“ segir hún.
Aðspurð hvað verði um söfnun-
arfé frá gofundme.com ef gjafsókn-
in fæst segir hún gjafsóknarpening-
ana ekki duga fyrir öllum kostnaði
þeirra systkina vegna málsins.
„Peningunum verður varið til
að koma fjölskyldunni til Íslands
til að vera viðstödd dómsmálið og
hugsanlega vegna lögmannskostn-
aðar í Bandaríkjunum þar sem enn
er verið að skoða hvort grundvöllur
sé til málsóknar í ljósi þess að flug-
vélin var skráð sem eign sjóðs í
umsjón Wells Fargo bankans,“ segir
Sarah Wagstaff. gar@frettabladid.is
Safnar fyrir málsókn
vegna flugslyss föður
Sarah Wagstaff, dóttir Kanadamanns sem lést í flugslysi í Barkárdal, safnar nú
fé fyrir málsókn gegn Sjóvá og líklega einnig Arngrími Jóhannssyni sem átti
vélina og flaug henni. Móðir hennar rekur þegar mál gegn Arngrími og Sjóvá.
Ég hef ekki haft tök
á að fara að slys-
staðnum til að kveðja föður
minn.
Sarah Wagstaff
Wagstaff systkinin með föðurömmu sinni. Sarah er önnur frá hægri.
Sparaðu allt að 50-70%!
info@fedaszdental.huHafðu samband:
+ 36 70 942 9573 www.tannlaeknathjonusta.is
Fyrir
Eftir
Tannlækningar í Ungverjalandi
Unnið er að endurnýjun lagna Veitna frá Reykjanesbraut við Sprengisand um Elliðaárdal og upp með Rafstöðvarvegi. Er þar um að ræða fráveitu-
lagnir, kaldavatnslagnir, hitaveitulagnir, raf lagnir ásamt fjarskiptalögnum Gagnaveitu Reykjavíkur og Mílu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
LANDBÚNAÐUR Heildarverðmæti
jarða í eigu ríkisins er ekki skráð
hjá Ríkiseignum segir Snævar Guð-
mundsson framkvæmdastjóri. Í
lögum um opinber fjármál frá árinu
2015 var ríkissjóði gert að skrá alla
fastafjármuni en sú vinna stendur
enn yfir. Ekki er ljóst hvenær endan-
legar niðurstöður liggja fyrir en
áætlað er að fyrstu niðurstöður liggi
fyrir í upphafi næsta árs.
Þá liggja heldur ek ki f y rir
nákvæmar tölur um kaup og sölu
ríkisjarða á undanförnum árum.
Snævar segir að ríkið hafi ekki
keypt jarðir í áratugi nema til að
verja sértæka hagsmuni.
Samkvæmt upplýsingum frá
Ríkiseignum eru 108 bændur með
ábúðarsamning, 130 jarðir eru í
útleigu til nytja og 66 eru í eyði. Ein-
ungis er hægt að leigja jarðir ríkisins
til 10 ára en ábúðarsamningar geta
verið til lífstíðar. – khg
Tölur um verðmæti jarða liggja
ekki fyrir hjá Ríkiseignum
Alls eru 108 bændur með ábúðarsamninga. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON
STJÓRNSÝSLA Félagsmálaráðherra
hefur birt drög að frumvarpi til
kynningar í samráðsgátt stjórnvalda
um sameiningu Íbúðalánasjóðs og
Mannvirkjastofnunar í nýja stofnun,
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Samkvæmt drögunum verður hinni
nýju stofnun falið að annast fram-
kvæmd húsnæðis- og mannvirkja-
mála. Fjármálaumsýsla vegna eldri
starfsemi Íbúðalánasjóðs verði
aðskilin frá nýrri sameinaðri stofnun.
Áætlað er að hin nýja stofnun fari
áfram með lánveitingar og annan
húsnæðisstuðning en henni verður
einnig ætlað að tryggja fyrirsjáan-
leika, skilvirkni og gæði mannvirkja-
gerðar, einföldun regluverks og
stjórnsýslu byggingaframkvæmda
og stuðla að auknu húsnæðisöryggi,
meðal annars með lækkun bygg-
ingarkostnaðar. – aá
Ný stofnun um
húsnæðismál
1 6 . J Ú L Í 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
6
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:0
1
F
B
0
3
2
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
6
D
-C
E
7
C
2
3
6
D
-C
D
4
0
2
3
6
D
-C
C
0
4
2
3
6
D
-C
A
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
3
2
s
_
1
5
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K