Fréttablaðið - 16.07.2019, Side 6
ÍRAN Bretum, Frökkum og Þjóðverj-
um gengur erfiðlega að komast að
samkomulagi við stjórnvöld í Íran
um að halda áfram að framfylgja
JCPOA-kjarnorkusamningnum sem
ríkin fjögur, auk Bandaríkjanna,
Kína, Rússlands og Evrópusam-
bandsins, gerðu árið 2015.
Evrópuríkin hafa að undanförnu
reynt að lægja öldurnar en tog-
streitan á milli Bandaríkjanna og
Íran hefur aukist stöðugt frá því
Bandaríkin riftu samningnum af
sinni hálfu. Samningurinn gekk út
á af léttingu þvingana á Íran gegn
því að ríkið frysti kjarnorkuáætlun
sína. Bandaríkin hafa, eftir riftun,
lagt á nýjar þvinganir á meðan Íran
hefur nú í tvígang dregið úr þátt-
töku sinni í samningnum og
eru stjórnvöld farin að safna
auðguðu úrani.
Bíða eftir svörum
E m m a n u e l M a c r o n
Frak k landsforseti sendi
erindreka sinn til Teheran,
höfuðborgar Íran, í síðustu
viku til þess að ræða stöð-
una að því er Reuters
greinir frá.
„Við s ögðu m
Hassan Rouhani
forseta frá okkar
a f s t ö ð u o g
bíðum nú svara
frá Írönum. En
það er nokkuð
langt á milli
af þv í Íran
krefst þess að
þvingunum
verði af létt
tafarlaust,“ var haft eftir upplýsinga-
fulltrúa Frakklandsforseta.
Skotið fast á Evrópuríkin
Mohammad Javad Zarif, utan-
ríkisráðherra Írans, var gagnrýninn
á sunnudag. „Það er mikill munur á
því að gera eitthvað og tilkynna um
að maður vilji gera eitthvað,“
sagði hann og skaut þannig á
Evrópuríki.
Jeremy Hunt, utanríkis-
ráðherra Breta, sem sækist
nú eftir forsætisráðuneyt-
inu, var öllu bjartsýnni er
hann mætti á fund utanrík-
isráðherra ESB í Brussel
í gær. „Staðan er að
þrengjast en það
er enn mögulegt
að halda lífi í
samningnum.“
- þea
TÆKNI Búast má við því að fjöldi
gervihnatta á sporbraut um jörðina
margfaldist á næstu árum. Í dag eru
gervihnettir í himinhvolfunum rúm-
lega 2.000 og sinna margvíslegum,
mikilvægum hlutverkum. Allt frá
rannsóknum til GPS-þjónustu, frá
samskiptum til myndatöku. Við
þessa gervihnetti hefur meðal-
Íslendingurinn væntanlega sam-
skipti oft á dag.
Samkvæmt umfjöllun Technology
Review, tímarits í eigu hins banda-
ríska MIT-háskóla, má áætla að þessi
tala fimmfaldist á næsta áratug eða
svo. Árið 2025 má búast við því að
árlegur fjöldi skota nemi allt að
1.100. Og fjölgunin er ekki bundin
við næsta áratug. Til dæmis er vert að
líta til þess að Starlink, verkefni Elon
Musk-fyrirtækisins SpaceX, ætlar að
skjóta upp 12.000 litlum gervi-
hnöttum fyrir árið 2027.
Netvæðing
himingeimsins
Starlink er ætlað að
koma á breiðbandsteng-
ingu við veraldarvefinn
fyrir allan hnöttinn með
því að skjóta þessum
mikla fjölda gervihnatta
nógu lágt á sporbaug svo
tengingin haldist góð. Fleiri
fyrirtæki hyggjast tengja
heiminn með þessum
þætti, til að mynda
L e o s at , V i r g i n ,
OneWeb og svo netverslunarrisinn
Amazon.
Netverslun í geimútrás
Greint var frá því á dögunum Ama-
zon hafi beðið bandarísku sam-
skiptastofnunina FCC formlega um
leyfi til þess að fá að skjóta upp 3.236
samskiptagervihnöttum til þess að
tengja við internetið þá tugi milljóna
sem búa við lélega eða enga inter-
nettengingu. Verkefnið kall-
ast Kuiper og er samkvæmt
skjölunum sem Amazon
sendi inn eitt það metn-
aðarfyllsta hjá fyrirtækinu.
Þótt mark miðið sé
göfugt er hins vegar þó
nokkur hætta fólgin í því
að svo margir gervihnettir
séu á sporbraut um jörðu.
Svokallað geimrusl, það
er að segja dauðir
gervihnettir,
e l d f l a u g a -
l e i f a r o g
ýmislegt rusl
úr árekstrum, getur ógnað mögu-
leikum mannsins á allri starfsemi í
geimnum.
Samkvæmt rannsókn Glenns
Peterson hjá bandarísku rann-
sóknastofnuninni The Aerospace
Corporation má búast við því að ef
fram heldur sem horfir, og áætlanir
stórfyrirtækja verða að raunveru-
leika, myndi skapast árekstrarhætta
á sporbraut um 67.000 sinnum á ári.
Þyrftu þá stjórnendur að grípa inn í
oft á dag, vildu þeir vera öruggir um
að enginn árekstur yrði.
Til þess að reyna að fyrirbyggja
að vandinn verði sem mestur ætlar
Amazon sér að taka gervihnetti sína
af sporbraut eftir tíu ár. Þá leggur
fyrirtækið einnig til að gervihnettir
þess verði um fjörutíu kílómetrum
ofar en Starlink-hnettirnir.
Hins vegar lýsa gagnrýnendur enn
áhyggjum. Hinn mikli fjöldi nýrra
gervihnatta, til viðbótar við þær
tæpu 30.000 einingar geimrusls sem
nú er fylgst með, stuðlar að auknum
þrengslum og eykur hættuna á
árekstri töluvert.
Hver árekstur myndi skapa nýtt
geimrusl. Hver einasta eining sem
myndast getur svo ferðast á miklum
hraða og rekist á aðra einingu eða
jafnvel gervihnött og skapað þannig
enn meira geimrusl. Þetta rusl ógnar
þannig samtímis þjónustu á borð
við internet og GPS sem og mögu-
leikanum á framtíðargeimskotum.
thorgnyr@frettabladid.is
67.000
árekstrar gætu orðið árlega
ef geimruslið heldur áfram
að safnast saman.
Stórfyrirtæki fylla
geiminn hratt af rusli
Fjöldi gervihnatta margfaldast á næstu árum. Hröðun er á fjölguninni.
SpaceX og Amazon ein áforma að skjóta rúmum 15.000 hnöttum á loft en
fyrir eru um 2.000. Offjölgun á sporbraut að verða raunverulegt vandamál.
Jeff Bezos, eigandi Amazon, á kynningu geimfyrirtækis síns, Blue Origin. NORDICPHOTOS/GETTY
B A N DA R Í K I N Tw it ter-u mmæl i
Donalds Trump Bandaríkjafor-
seta yfirgnæfa enn á ný bandaríska
stjórnmálaumræðu. Forsetinn sagði
á Twitter á sunnudag að framsæknar
þingkonur Demókrata í fulltrúa-
deildinni „sem komu upphaf lega
frá ríkjum þar sem ríkisstjórnir eru
hamfarakenndar, verstar og spillt-
astar“ ættu að snúa aftur heim til
þess að leysa vandann í stað þess að
segja Bandaríkjamönnum hvernig
eigi að stýra Bandaríkjunum. Trump
hélt svo áfram í gær og bað þing-
konurnar um að biðja Bandaríkin
og forseta þeirra afsökunar fyrir
munnsöfnuð sinn.
Ummælin féllu í afar grýttan jarð-
veg hjá þingkonum Demókrata. „Það
er mikilvægt að vekja athygli á því
að ummæli forsetans í gær, að segja
fjórum þingkonum af kyn-
þáttum öðrum en hvítum,
að fara aftur heim til sín
eru skólabókardæmi um
málflutning hvítra þjóð-
ernissinna,“ sagði Alex-
andria Ocasio- Cortez,
sem líklegt má telja að sé
ein þeirra er Trump hafi
verið að tala um. Fór hún
jafnframt fram á að
Repúbl i k a na-
f l o k k u r i n n
f o r d æ m d i
orð forsetans
opinberlega.
N a n c y
Pelosi, Demókrati og forseti full-
trúadeildarinnar, sagði ummælin
litast af útlendingaandúð. Bernie
Sanders, öldungadeildar-
þingmaður er sækist eftir
útnefningu flokksins til for-
setaframboðs, sagði þörf á
samstöðu. „Þegar ég kalla
forsetann kynþáttahatara
er þetta nákvæmlega það
sem ég er að tala um“. – þea
Fara fram á fordæmingu forsetans
Donald
Trump for-
seti. NOR-
DICPHOTOS/
AFP
Samkomulag við Íran er
hvergi nærri í sjónmáli
GRILLJÓN
ástæður til að grilla
www.kronan.is
... því það er svo
fljótlegt
Elon Musk er
með stór áform
í geimnum.
Mo-
hammad
Javad
Zarif,
Það er mikill
munur á því að gera
eitthvað og tilkynna um að
maður vilji gera eitthvað
Mohammad Javad Zarif
1 6 . J Ú L Í 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
6
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:0
1
F
B
0
3
2
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
6
D
-D
D
4
C
2
3
6
D
-D
C
1
0
2
3
6
D
-D
A
D
4
2
3
6
D
-D
9
9
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
3
2
s
_
1
5
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K