Fréttablaðið - 16.07.2019, Qupperneq 18
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun@frettabladid.is
Göngur eru kjörin leið til að bæta og viðhalda heilsunni. Göngutúr í 30 mínútur á dag
styrkir hjartað og beinin, dregur úr
blóðfitumyndun og eykur vöðva-
styrk og þol. Daglegar göngur geta
minnkað líkur á að þróa með sér
ýmsa sjúkdóma eins og sykursýki
tvö, beinþynningu, gigt og hjarta-
sjúkdóma.
Rannsóknir hafa einnig sýnt að
göngutúrar eru góð forvörn gegn
kvefi og flensu. Rannsókn, sem
náði yfir 1.000 manns, sýndi að
fólk sem gekk í að minnsta kosti 20
mínútur á dag fimm daga vikunnar
tók 43% færri veikindadaga en fólk
sem hreyfði sig einu sinni í viku eða
sjaldnar. Fólkið sem gekk daglega
var veikt í færri daga samfellt ef það
veiktist og einkennin voru vægari.
Nýleg rannsókn sem gerð var
við háskólann í Exeter á Englandi
leiddi í ljós að 15 mínútna göngur
á dag draga úr löngun í súkkulaði
og minnka það magn súkkulaðis
sem fólk borðar við streituvaldandi
aðstæður. Önnur rannsókn við
sama háskóla leiddi í ljós að 15
mínútna daglegar göngur duga
einnig til að draga úr löngun í ýmis
önnur sætindi.
Göngur eru ekki bara góðar fyrir
líkamann. Þær bæta líka andlega
heilsu. Reglulegir göngutúrar draga
úr þunglyndi og auka einbeitingu.
Nýlegar rannsóknir benda til þess
að þær geti seinkað elliglöpum.
Ólíkt hlaupum og lyftingum halda
göngutúrar streituhormóninu
kortisól niðri. Göngur eru því
tilvaldar til að ná sér niður eftir
erfiðan vinnudag.
Einfalt að fara út að ganga
Kosturinn við göngur er að þær
krefjast ekki sérstaks búnaðar.
Það eina sem þarf er að reima á sig
skóna, klæða sig eftir veðri og fara
af stað. Til að ná fram heilsufars-
legum ávinningi af göngutúrum
þarf að ganga rösklega. Gott er að
miða við að ganga það hratt að þú
getir haldið uppi samræðum við
næstu manneskju en getir ekki
sungið. Ganga hentar flestum og
er kjörin leið fyrir kyrrsetufólk til
að byrja að hreyfa sig. Ef fólk hefur
ekki stundað neina hreyfingu í
langan tíma er gott að byrja rólega
og skipta göngutúrunum jafnvel
upp í þrjá tíu mínútna göngutúra
daglega og auka tímann svo smátt
og smátt þar til gangan er orðin 30
mínútur samfleytt.
Þetta er hægt að gera með því að
leggja lengra í burtu frá vinnu-
staðnum en venjulega og labba. Nú
eða taka strætó í vinnuna og ganga
í strætóskýli sem er í að minnsta
kosti tíu mínútna göngufjarlægð.
Þá er einnig kjörið að labba í næstu
matvörubúð í stað þess að keyra.
Ef verið er að gera stórinnkaup má
setja vörurnar í hjólatösku, jafnvel
bara ferðatösku og draga hana svo
heim.
Það er mikilvægt að fara ekki of
hratt af stað þegar fólk byrjar að
stunda hreyfingu eftir langt hlé.
Það er algjör óþarfi að hlaupa. Það
er lítill munur á brennslu við eins
kílómetra hlaup og við eins kíló-
metra göngu. Gangan tekur bara
lengri tíma. Það er því sniðugt að
byrja á að labba sömu vegalengd
daglega og taka tímann. Smám
saman er hægt að auka hraðann.
Þegar þolið eykst er hægt að lengja
vegalengdina og brenna þannig
fleiri kaloríum.
Eftir vissan tíma fer líkaminn
að venjast göngunum og þá er um
að gera að breyta aðeins til. Ganga
aðra leið en venjulega og reyna að
finna leið þar sem eru brekkur eða
jafnvel tröppur. Þá er líka hægt að
ganga með létt lóð til að fá meira út
úr göngutúrnum.
Á meðan á göngunni stendur er
tilvalið að hlusta á hljóðbók eða
hlaðvarp, þannig nýtist tíminn í
tvennt í einu. Einnig er tilvalið að
rækta tengslin við góða vini, sem
oft gefst lítill tími fyrir í amstri
dagsins, og fá einhvern með sér í
göngutúrinn. Svo er alltaf hægt að
ganga til liðs við gönguhóp. Það
kostar ekkert og getur verið mjög
hvetjandi og góður félagsskapur í
leiðinni.
Göngur eru einföld og ódýr
leið til að bæta heilsuna
Göngutúrar henta flestum og eru kjörin leið til að styrkja sig og minnka streitu NORDICPHOTOS/GETTY
Göngutúrar
krefjast ekki
flókins búnaðar
og henta flestum
sama í hvaða
formi fólk er.
Göngutúrar
minnka líkur á
sjúkdómum og bæta
andlega heilsu. Rösk
ganga í 30 mínútur á dag
er allt sem þarf.
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
Nán ri upplýsi ar um blaðið veitir
Jón Ívar Vilhelmsson markaðsfulltrúi Fréttablaðsins.
Sími 512 5429 / jonivar@frettabladid.is
MARAÞON
Veglegt sérblað Fréttablaðsins
um maraþon kemur út 26. júlí nk.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
50-5654
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . J Ú L Í 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U R
1
6
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:0
1
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
6
D
-D
8
5
C
2
3
6
D
-D
7
2
0
2
3
6
D
-D
5
E
4
2
3
6
D
-D
4
A
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
3
2
s
_
1
5
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K