Fréttablaðið - 16.07.2019, Síða 4
Varmadælur &
loftkæling
Verð frá aðeins
kr. 145.000 m.vsk
Midea KMB-E09
Max 3,4 kW
2,65 kW við -7° úti og
20° inni hita (COP 2,85)
f. íbúð ca 40m2.
• Kyndir húsið á veturna
og kælir á sumrin
• Fyrir norðlægar slóðir
• Fjarstýring fylgir
• Virkar niður í -30°C
Uppsetningaaðilar og umboðsmenn um allt land
Wifi búnaður
fylgir með
öllum
varmadælum
meðan birgðir
endast
Umhverfisvænn
kælimiðill
UTANRÍKISMÁL „Ef þú þekkir engan
skaltu ekki fara til Filippseyja,
það er ekki óhætt. Ég á þrettán ára
frænda sem langar mikið til að fara
til Filippseyja en ég sagði honum
að gera það ekki fyrr en þessi hætta
væri liðin hjá,“ segir Lilja Védís
Hólmsdóttir. Hún er frá Filipps-
eyjum en hefur búið á Íslandi í 20 ár.
Hún er fulltrúi í Evrópusamtökum
Filippseyinga og er ein þeirra sem
fagnar ályktun Íslands í Mannrétt-
indaráði Sameinuðu þjóðanna.
„Stjórnmál í Filippseyjum eru
mjög svæðisbundin og það endur-
speglast meðal Filippseyinga á
Íslandi,“ segir Lilja. „Marcos var frá
Ilocos, eiginkona hans Imelda frá
Leyte, og Duterte frá Davao. Þeir
Íslendingar sem koma frá þessum
stöðum styðja Duterte nær undan-
tekningarlaust. Filippseyingar
halda mikið upp á þá sem gera eitt-
hvað fyrir sitt heimahérað. Eins og
um kvikmynda- eða poppstjörnur
væri að ræða.“
Samkvæmt nýjustu tölum Hag-
stofunnar búa tæplega 1.900 Filipps-
eyingar á Íslandi. Sumir þeirra eru
mjög uggandi vegna ályktunarinnar.
Margir af þeim sem Fréttablaðið
ræddi við vildu hvorki koma fram
undir nafni né á mynd af ótta við
af leiðingar í ættlandinu.
„Þetta er mjög viðkvæmt og
maður verður að passa sig. Fólk
hefur verið drepið út af þessu. Fólk
í Filippseyjum getur alveg tjáð sig en
það eru alltaf vandræði sem fylgja
þessu,“ segir einn viðmælandi
blaðsins. „Ég fer bráðum til Filipps-
eyja og vil ekki vera stoppaður á
f lugvellinum fyrir það sem ég segi.“
Donna Cruz er einn þekktasti
Filippseyingurinn á Íslandi en
hún var áður í Áttunni. Donna er
nýkomin frá Filippseyjum.
„Ég var í Manila og fór svo í
sveitina upp í fjöllin,“ segir Donna.
„Í borginni finnst fólki hann vera
spilltur. Það segir að hann sé að
eyðileggja ímynd Filippseyja og
eru harðir á móti honum. Svo í
sveitinni nýtur hann stuðnings.
Þau segja að hann standi sig vel
og að það sé honum að þakka að
það sé ekki jafn mikill eiturlyfja-
vandi. Það virðist vera þannig að
því minna upplýsingaf læði, þeim
mun vinsælli er hann.“ – il, kh
Filippseyingar á Íslandi óttast afleiðingar ályktunar Íslendinga
UTANRÍKISMÁL Í dag eru liðin tíu ár
síðan Ísland sótti um aðild að Evr-
ópusambandinu. Jóhanna Sigurðar-
dóttir forsætisráðherra og Össur
Skarphéðinsson utanríkisráðherra
skrifuðu undir umsóknina. Árið
2015 freistaði Gunnar Bragi Sveins-
son utanríkisráðherra þess að reyna
að stöðva umsóknina.
Jón Steindór Valdimarsson,
þingmaður Viðreisnar, var fyrsti
formaður samtakanna JÁ Ísland.
Hann telur að það hafi verið rétt að
sækja um á þessum tímapunkti en
þó hefði átt vinna málið öðruvísi.
„Ríkisstjórnin hefði átt að sýna
meiri festu,“ segir Jón. „Miðað við
það sem við vitum nú hefði verið
skynsamlegt að hafa tvöfalda þjóð-
aratkvæðagreiðslu um aðildina. En
á þeim tíma var ég sjálfur algjörlega
mótfallin því.“
Telur hann trúlegt að Íslend-
ingar hefðu samþykkt aðild í
þjóðaratkvæðagreiðslu. Stuðn-
ingur við Evrópusambandsaðild
er reglulega mældur í könnunum.
Á tíunda áratug síðustu aldar og
fram yfir aldamót sýndu kannanir
oft meirihluta fyrir aðild en undan-
farin ár hafa andstæðingarnir verið
ofan á.
„Þó að ferlið hafi verið stöðvað
þá verður að líta svo á að Ísland sé
enn þá með umsókn inni. Það ætti
að vera hægt að endurræsa það án
þess að fara í gegnum allt upphafs-
ferlið Evrópusambands megin.“
Eru aðstæður í dag betri eða verri
til inngöngu?
„Röksemdirnar eru sterkari í dag.
Staðan í heimsmálunum er þannig
að við ættum að skipa okkur í f lokk
með þeim þjóðum sem við viljum
tilheyra.“
Fréttablaðið hafði samband við
bæði Jóhönnu og Össur en hvorugt
þeirra vildi ræða þessi tímamót. – kl
ESB umsókn Íslands er tíu ára í dag
SJÁVARÚT VEGUR Landaður af li
íslenskra fiskiskipa var 33 prósent-
um minni í júní síðastliðnum en í
fyrra samkvæmt Hagstofu Íslands.
Ástæðan er að mestu leyti minni
uppsjávarafli. Í júní veiddist enginn
uppsjávarafli en á sama tíma í fyrra
veiddust 10,8 þúsund tonn.
Botnsjávaraf li dróst saman um
tólf prósent í júní á þessu ári miðað
við sama mánuð í fyrra. Þrátt fyrir
samdráttinn hefur af laverðmæti
botnsjávaraf la ekki verið meira
á fyrsta ársfjórðungi síðan árið
2005. -bdj
Botnfisksaflinn
verðmætur
Botnfisksafli hefur dregist saman.
FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
H E ILB RIG ÐI S M ÁL Blóð bankann
vantar enn blóð til að fylla á birgða-
stöðu sína. Vöntun hefur verið á blóði
í A- og O-flokkum í um viku. Bankinn
leitar nú allra helst til þeirra sem áður
hafa gefið, en segja alltaf þörf á nýjum
blóð gjöfum.
Vig dís Jóhanns dóttir, hjúkrunar-
fræðingur hjá Blóð bankanum, segir
í sam tali við Frétta blaðið að fjöldi
fólks hafi svarað aug lýsingum þeirra í
síðustu viku og gefið blóð. Hún skilar
miklu þakk læti til þeirra sem komu
að gefa blóð í síðustu viku, en segir
það því miður ekki hafa verið nóg.
Á yfir liti bankans á heima síðu
hans má sjá að einu blóð flokkarnir
sem eru fullir á lager eru A+ og B+.
Mest er þörfin í blóð flokkunum O-,
O+ og A-. – la
Enn vantar blóð
LANDBÚNAÐUR „Við gerðum athuga-
semd við deiliskipulagið. Þeim
athugasemdum var svo hafnað af
sveitarfélaginu og þetta var eini
sénsinn hjá okkur til að halda áfram
með málið,“ segir Guðjón Þórir
Sigfússon, kúabóndi og eigandi
Grundar I í Eyjafjarðarsveit.
Guðjón, ásamt ábúendum og
eigendum á Grund I og Finnastöð-
um, lögðu fram kæru á ákvörðun
sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
um samþykkt deiliskipulags svína-
bús sem áætlað er að hefji störf á
bænum Torfum. Einnig var lögð
fram kæra á ákvörðun Skipulags-
stofnunar um að framkvæmdir
vegna búsins skuli ekki háðar mati
á umhverfisáhrifum.
„Þetta mun skapa bæði lyktar-
mengun og ónæði, þessu er þann-
ig farið. Mér finnst þetta bara ekki
eiga heima akkúrat þarna, innan
um svona þétta byggð eins og þarna
er. Þetta er mjög nálægt, rétt um
hundrað metra frá jarðarmörkum
okkar,“ segir Guðjón.
Samkvæmt reglum um eldishús
svína er lágmarksfjarlægð frá bygg-
ingu svínabús að mannabústöðum
600 metrar. „Það eru á milli 900 og
1.000 metrar í þessa aðila sem eru
að kæra þetta, “ segir Ingvi Stefáns-
son, bóndi og framkvæmdaaðili
svínabúsins.
„Það eru auðvitað vonbrigði
þegar svona aðstæður koma upp.
Ég væri að sjálfsögðu aldrei að fara
út í þetta verkefni ef ég teldi það
hafa neikvæð áhrif á svæðið þarna
í kring,“ bætir Ingvi við. Hann segir
að öllum búskap fylgi lyktarmeng-
un af einhverju tagi og svínabú
séu þar engin undantekning. „Það
fylgir þessu alltaf lyktarmengun
það er bara þannig þegar þú býrð í
sveitinni. Ég á voðalega erfitt með
að segja til um hvort svínalykt sé
betri eða verri en eitthvað annað.“
Miklar framkvæmdir fylgja til-
komu svínabúsins en byggja þarf
tvö hús undir svínin sjálf, eitt gesta-
og starfsmannahús ásamt tveimur
haugtönkum. „Þetta snýst líka um
framtíðina því þetta eru töluverð
inngrip í umhverfið og hefur áhrif
á næstu bæi og jarðir. Bæði á búskap
og þetta þrengir að notkunarmögu-
leikum,“ segir Guðjón.
Ingvi segir ástæðu þess hversu
stór húsin eru vera nýjar reglur
varðandi velferð dýra. „Þær þýða
meira rými fyrir hvert dýr og þar
af leiðandi verður húsakosturinn
stærri. Ég er að fara dálítið umfram
það því hugmyndafræðin á bak við
þetta var að ganga mjög langt í allri
dýravelferð,“ segir hann.
„Einnig er lítil svínakjötsfram-
leiðsla á Norðurlandi miðað við
eftirspurn. Með því að framleiða
kjötið hér þarf að f lytja kjötið
styttri leið og þar með minnkar
kolefnissporið,“ útskýrir Ingvi.
birnadrofn@frettabladid.is
Svínabú angrar kúabónda
Bóndi í Eyjafjarðarsveit segir ólykt og ónæði skapast af svínabúi sem fyrirhugað er rétt við jarðarmörk hans.
Framkvæmdaaðili svínabúsins segir farið að reglum og að mikil eftirspurn sé eftir svínakjöti á svæðinu.
Framkvæmdaaðili búsins segir lyktmengun fylgja því að búa í sveitinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GUNNAR
Þó að ferlið hafi
verið stöðvað þá
verður að líta svo á að Ísland
sé enn þá með umsókn inni
Jón Steindór Valdimarsson þing-
maður Viðreisnar
Þetta mun skapa
bæði lyktarmengun
og ónæði, þessu er þannig
farið. Mér finnst þetta bara
ekki eiga heima akkúrat
þarna.
Guðjón Þórir Sigfússon, kúabóndi og
eigandi Grundar I
Jón Steindór, fyrrverandi formaður
JÁ Ísland. MYND/SIGTRYGGUR ARI
Donna Cruz segir Duterte njóta
mests stuðnings í sveitum landsins.
1 6 . J Ú L Í 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
6
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:0
1
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
6
D
-E
2
3
C
2
3
6
D
-E
1
0
0
2
3
6
D
-D
F
C
4
2
3
6
D
-D
E
8
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
3
2
s
_
1
5
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K