Fréttablaðið - 16.07.2019, Síða 12
Hjartans þakkir fyrir hlýhug
og vináttu vegna andláts og útfarar
eiginmanns míns,
Hafsteins Steinssonar
Sérstakar þakkir fá Hera og
heimaþjónusta Reykjavíkur fyrir góða
umönnun. Guð blessi ykkur öll.
Kristín Þórdís Davíðsdóttir
Þökkum auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
Kristínar Önundardóttur
frá Neskaupstað.
Minningin er ljós í lífi okkar.
Bjarni Gunnarsson Gerður Gunnarsdóttir
Salóme Rannveig Gunnarsdóttir Þorkell Guðmundsson
Kristján Gunnarsson Hrafnhildur H.
Rafnsdóttir
Haraldur Gunnarsson Kolbrún Jónsdóttir
Kristjana Una Gunnarsdóttir Kristján Hjálmar
Ragnarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Ólöf Steinunn Einarsdóttir
frá Ísafirði,
lengi til heimilis
í Fögrukinn 22, Hafnarfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 5. júlí.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Aðstandendur.
Elskulegur eiginmaður,
faðir, tengdafaðir og afi,
Björgvin Salómonsson
frá Ketilsstöðum í Mýrdal,
lést föstudaginn 5. júlí
á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík.
Útför hans hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
Hulda María Hallsdóttir
Hallur Sigurjón Björgvinsson
Jón Bragi Björgvinsson Marsha Lorraine Daniel
Hilmar Björgvinsson Hanna María Eyþórsdóttir
Gunnar Kristinn Björgvinsson
Ævar Daniel Jónsson, Ella Ruth Jónsdóttir,
Kristófer Gísli Hilmarsson, Björgvin Fannar Hilmarsson
Katrín María Hilmarsdóttir
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Sigurður Bjarni Jónsson
umsjón útfara
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Klettaskóli, Suðurhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Þet t a va r a lveg dásam-legt,“. Hér á Höfn byrjaði reyndar að hellirigna akk-úrat klukkan tvö þegar ég messaði í Óslandinu og fáir mættu, og um leið og
ég sleppti síðasta orðinu stytti upp. En
Öræfin bættu það upp. Reyndar leist
mér ekkert á veðurútlitið þar heldur
og þar sem ekkert hús er í Sandfelli var
ég undir það búinn að f lýja með athöfn-
ina í Hofskirkju en um leið og ég steig
út úr bílnum rofaði til og um fjörutíu
manns mættu. Þar voru meðal annars
barnabörn síðustu prestshjónanna á
staðnum, séra Eiríks Helgasonar og
Önnu Oddbergsdóttur, komin alla leið
úr Reykjavík og f leira venslafólk þeirra.
Séra Stígur segir þessa athöfn hafa
verið að gerjast í huga sínum í nokkur
ár. „Ég er auðvitað oft búinn að keyra
þarna fram hjá Sandfelli og eftir að ég
tók vígslu og kynnast Öræfunum fann
ég að staðurinn er sérstakur í huga
Öræfinga og séra Eiríkur einhvern veg-
inn yfir og allt um kring. Mig langaði
því að messa þarna.“
Hann kveðst hafa f lutt 99 ára gamla
ræðu eftir séra Eirík. „Nýlega fór ég á
héraðsskjalasafnið og spurði hvort eitt-
hvað væri til af efni eftir séra Eirík, jafn-
vel stólræður. Jú, þegar ég kom þangað
daginn eftir biðu mín þrír kassar og
tveir þeirra barmafullir af predik-
unum og líkræðum. Jæja, hugsaði ég,
það verður vinna að fara í gegnum
þetta. Opnaði fyrsta kassann og það
sem tók á móti mér var predikun sem
tilheyrði 3. sunnudegi eftir þrenningar-
hátíð 1920. Þetta hefur verið ákveðið
áður því ég hafði einmitt ætlað mér að
messa þarna 3. sunnudag eftir þrenn-
ingarhátíð 2019 en þurfti að fresta því
um viku. Þetta var afskaplega falleg
og vel skrifuð predikun sem náði mér
strax. Ég skrifaði hana upp og það var
gaman að kynnast stílnum hans séra
Eiríks. Hann hafði skrifað ritningar-
texta með svo ljóst var hverju hann var
að leggja út af.“
Þessar rúmlega fjörutíu sálir áttu
afskaplega góða stund þarna í Sand-
felli, að sögn séra Stígs. „Við ákváðum
að vera inni í kirkjugarðinum við lítinn
stein sem á stendur: Hér stóð Sand-
fellskirkja. Það var dauðalogn, þokan
læddist yfir dulúðug og gerði athöfnina
enn magnaðri og kór Hofskirkju leiddi
allan hópinn í söng á sumarsálmum.
Eftir messu fengum við okkur svo kaffi
og bakkelsi. Ég lofa því að þetta verður
gert aftur.“ gun@frettabladid.is
Hér stóð Sandfellskirkja
Séra Stígur Gunnar Reynisson, sóknarprestur á Höfn, var með tvær útimessur síðasta
sunnudag. Aðra í Óslandinu á Höfn og hina á fornum kirkjustað, Sandfelli í Öræfum.
Slegið á létta strengi að lokinni messu. Þorlákur, Pálína, Ingibjörg, Steina Björg, Halldóra, Sigrún og séra Stígur. MYND/JÓN ÁGÚST
Það var dauðalogn, þokan
læddist yfir dulúðug og gerði
athöfnina enn magnaðri og kór
Hofskirkju leiddi allan hópinn í
söng á sumarsálmum.
Merkisatburðir
1342 Loðvík 1. verður konungur Ungverjalands.
1661 Fyrstu peningaseðlar í Evrópu eru gefnir út af Stokk
hólmsbanka.
1889 Hið íslenska náttúrufræðifélag er stofnað.
1935 Fyrsti stöðumælirinn er settur upp í Okhlahoma
borg í Bandaríkjunum.
1999 Flugvél með John F. Kennedy yngri, Carolyn Bess
ette Kennedy, eiginkonu hans og systur hennar fórst á
Atlantshafi. Allir um borð létust.
2005 Skáldsagan Harry Potter og blendingsprinsinn
eftir J. K. Rowling, kemur út á sama tíma um allan heim.
287.564 eintök seljast að meðaltali á hverri klukkustund
fyrsta sólarhringinn.
1 6 . J Ú L Í 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R12 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT
1
6
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:0
1
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
6
D
-E
C
1
C
2
3
6
D
-E
A
E
0
2
3
6
D
-E
9
A
4
2
3
6
D
-E
8
6
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
3
2
s
_
1
5
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K