Fréttablaðið - 16.07.2019, Side 16

Fréttablaðið - 16.07.2019, Side 16
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 info@arcticstar.is - www.arcticstar.is SÆBJÚGNAHYLKI FYRIR HEILSUNA Arctic star sæbjúgnahylki innihalda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum, og eru þekkt fyrir: • Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið • Að auka blóðflæði • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlins ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á www.arcticstar.is Arctic Star sæbjúgnahylki Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og hagkaupum. Jarðarber henta einstaklega vel út í salat, þau eru góð með fetaosti en þau eru líka góð í alls konur tertur og kökur. Sömuleiðis eru þau góð sem eftir- réttur með ís eða rjóma. Jarðarber og súkkulaði smellpassa saman. Rabarbari er einnig góður í ýmsa rétti, bæði kökur, sultu eða grauta. Hér koma nokkrar hugmyndir. Jarðarberja- og rabarbarasulta Jarðarber og rabarbari passa ein- staklega vel saman í sultu. Það er auðvelt að útbúa þessa sultu sem hentar með brauði, osti, kexi, skonsum, vöfflum, pönnukökum eða lambakjöti. Þessi uppskrift er ekki mjög stór en það má vel stækka hana. 159 g rabarbari 200 g jarðarber 125 g hrásykur, það má nota hvítan sykur 1 vanillustöng Hreinsið jarðarberin, takið grænu blöðin og skerið í fjóra hluta. Hreinsið einnig rabarbarann og skerið í sneiðar. Setjið allt í pott ásamt sykri og vanillufræjunum. Setjið stöngina líka saman við en takið hana frá í lokin. Látið suðuna koma upp og látið malla áfram en á meðan er hægt að skola krukkur með sjóðandi vatni. Hrærið af og Nokkrar hugmyndir með jarðarberjum og rabarbara Skonsur eru mjög góðar með rabarbara og jarðarberjasultu. NORDICPHOTOS/GETTY Marineruð jarðarber eru lostæti með ís. Gott er að setja bláber með. Smoothie með jarðarberjum. til í sultunni. Þegar sultan hefur soðið í 10 mínútur er ágætt að smakka hana og athuga hvort allt er orðið nógu mjúkt og gott. Ef ekki skal sultan malla áfram í nokkrar mínútur. Setjið sultuna í sótthreinsaðar krukkur og setjið lokið á. Kælið. Jarðarberja- og rabarbarabaka Það má nota nýupptekin eða frosinn rabarbara í þessa böku sem er mjög góð með kaffinu. 600 g rabarbari 150 g jarðarber 100 g sykur 1 tsk. kanill Mulningur 50 g valhnetur 60 g sykur 60 g púðursykur 160 g hveiti 100 g mjúkt smjör Hreinsið rabarbara og jarðarber. Skerið í bita og setjið í pott ásamt sykri. Látið malla í 5-10 mínútur. Setjið í eldfast form. Blandið saman hökkuðum hnetum, sykri og hveiti. Skerið smjörið í litla bita og veltið þeim saman við hveitiblönduna með höndunum. Stráið yfir rabarbara- og jarðarberjablönduna. Setjið formið í 180°C heitan ofn og bakið í um það bil 30 mínútur eða þangað til mulningurinn hefur fengið gylltan lit. Marineruð jarðarber Hér er uppskrift að jarðarberjum sem eru einstaklega góð með ís sem eftirréttur. Einnig getur verið gott að hafa litla marengsbita með. Blandið gjarnan bláberjum saman við þegar borið er fram en það er ekki nauð- synlegt. Jarðarber Svartur, nýmalaður pipar Rósapipar Balsamsíróp Fersk minta Hreinsið berin og skerið í sneiðar. Leggið sneiðarnar á fat og malið svartan pipar yfir, síðan rósapipar. Þá er balsamsírópi dreift yfir og gjarnan smávegis af marengs og loks mintu. Borið fram með góðum ís. Jarðarberja- og mangósalsa Þetta salsa hentar einstaklega vel með grillmat. 250 g jarðarber 1 mangó 6 apríkósur, þurrkaðar 2 skalottlaukar 1 tsk. rauður chili-pipar 2 msk. fersk minta 2 msk. ferskt kóríander 2 límónur 3 msk. sykur Leggið apríkósur í volgt vatn í klukkustund. Skerið jarðarber, mangó, apríkósur og lauk smátt. Hakkið chili-piparinn fínt. Minta og kóríander er sömuleiðis skorið smátt. Blandið öllu saman í skál og smakkið til með sykri, límónusafa og chili-pipar. Smoothie með jarðarberjum og lárperum Heilsusamlegur drykkur fyrir einn sem er frábær morgunverður. 1 appelsína, skorin í bita 1 lúka jarðarber, frosin 1 lárpera Nokkur basilblöð Setjið í matvinnsluvél eða blandara og maukið. Grillaðir ávextir Eftir góða grillmáltíð langar flesta í eitthvað létt og sætt. Hér er góð hugmynd að eftirrétti sem er bæði hollur og góður. 200 g jarðarber 2 bananar Hálfur ananas, ferskur 1 appelsína 1 msk. sykur 2 msk. fersk minta Hreinsið jarðarberin og skerið til helminga. Skerið banana í sneiðar og ananasinn í bita. Skerið stilkinn burt sem er í miðjum ananasnum. Dreifið mintu yfir. Setjið allt í álpappír, kreistið appelsínusafa yfir og sykrið örlítið. Lokið álform- inu og leggið á heitt grill í um það bil fimm mínútur. Berið fram með ís eða grískri jógúrt. Jarðarberja- og rabarbaramúffur Múffur eru alltaf góðar auk þess sem einfalt er að gera þær. Þessar eru bæði með rabarbara og jarðarberjum. Þær eru sérstak- lega sumarlegar. 200 g rabarbari 100 g jarðarber 1 dl sykur 1 vanillustöng 200 g smjör 300 g sykur 4 egg 5 dl hveiti 3 tsk. lyftiduft 3 dl rjómi Ein uppskrift ætti að duga í 20 kökur. Hreinsið rabarbara og jarðarber og skerið smátt. Blandið með smá sykri. Skerið vanillu- stöngina til helminga og takið fræin úr henni. Blandið saman smjöri, sykri og vanillufræjunum í hrærivélaskál. Hrærið þar til blandan verður létt og ljós. Setjið eitt og eitt egg saman við. Því næst er hveiti og lyfti- duft sett saman við blönduna, allt hrært saman. Loks er rjómanum bætt við. Notið ísskeið til að setja blönd- una í múffuformin. Fyllið um ¾. Setjið rabarbara- og jarðarberja- blöndu ofan á hverja múffu. Bakið við 180°C í 15-20 mínútur. Rabarbari vex vel um þes­ sar mundir og íslensk jarðar­ ber eru fáanleg í versl unum. Það er margt gott hægt að útbúa úr þessum tveimur hrá­ efnum og um að gera að prófa sig áfram. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . J Ú L Í 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U R 1 6 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 1 F B 0 3 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 6 D -D 3 6 C 2 3 6 D -D 2 3 0 2 3 6 D -D 0 F 4 2 3 6 D -C F B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 3 2 s _ 1 5 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.