Fréttablaðið - 16.07.2019, Side 9
Ákafir talsmenn sjókvíaeldis á laxi í fjörðum landsins hafa tíðrætt þann ábata sem
sjávarbyggðir á eldissvæðunum geta
haft af eldinu svo og þjóðhagslegan
ávinning. Þeir hafa lítið minnst á
þá vá sem lífríki grunnsævis í fjörð-
unum stafar af eldinu. Í upphafi lax-
eldis hins nýja var því jafnan haldið
fram að nú ætti virkilega að vanda
sig. Hvíla átti kvíarstæði í fjörðum
eftir slátrun svo botninn næði að
jafna sig af mengun. Nota átti búnað
af nýjustu gerð sem kæmi í veg fyrir
að laxinn slyppi og erfðamengaði
íslenska laxastofna með tilheyr-
andi útrýmingu þeirra. Lús myndi
ekki herja á laxinn í svo köldum sjó.
Allt hefur þetta brugðist í laxeldinu.
Mengun er staðreynd, lúsafaraldrar
hafa komið upp og við þeim hefur
verið brugðist með eiturefnanotkun,
lax hefur drepist vegna kulda í kví-
unum og sloppið úr þeim og veiðst
í ám víða um land. Allt eru þetta vel
þekktar staðreyndir.
Hitt hefur nánast farið hjá garði í
umræðunni að laxeldi í sjó af þeirri
stærðargráðu sem eldismenn stefna
að býður hættunni heim fyrir hið
viðkvæma en mjög svo gjöfula líf-
ríki Vestfjarða, Eyjafjarðar og Aust-
fjarða.
Talsmenn sjókvíaeldis, þar á
meðal Samtök fyrirtækja í sjávar-
útvegi, róa nú að því öllum árum að
laxeldi verði leyft í Ísafjarðardjúpi
og Eyjafirði. Áformin í Djúpinu
eru um 30 þúsund tonna eldi að
hámarki sem er ekkert smáræðis
magn. Ekki aðeins eru í Djúpinu
margar ár með litla og sérstaka
laxa- og silungsstofna sem munu
þurrkast út á nokkrum áratugum ef
laxeldi verður leyft þar, heldur er Ísa-
fjarðardjúp gullkista allrar byggðar
í landinu en þar er að finna gjöfular
seiðauppeldisstöðvar margra mikil-
vægustu nytjastofna okkar, t.a.m.
þorskstofnsins. Litlar rannsóknir
hafa farið fram á þessum uppeldis-
svæðum og nákvæmlega ekkert er
vitað um hvaða áhrif mengun og
eiturefnanotkun laxeldisins mun
þýða fyrir vistkerfi grunnsævisins í
Djúpinu. Í Djúpinu voru einnig svo
gjöful rækjumið að þau voru á einni
tíð nytjuð af yfir 50 bátum. Þar eru
stórar lundabyggðir og kríuvarp
sem nærast á því sjávarfangi sem
Ísafjarðardjúp fóstrar. Ekki síður
mikilvæg í þessu iðandi lífríki eru
þrjú stór varpstaðir æðarfugls, í eyj-
unum Æðey, Vigur og Borgarey auk
minni. Reyndar er mikið æðarvarp
um alla Vestfirði sem má ætla að sé í
hættu vegna eldisstarfseminnar.
Notkun á lúsaeitri sem notað er
til að aflúsa eldislaxinn þegar upp
koma slæmir lúsafaraldrar, eins og
þegar hefur gerst í laxeldinu á Vest-
fjörðum, er öllu þessu lífríki afar
skaðlegt. Sannast hefur að lúsaeitrið
er sérstaklega slæmt fyrir heilbrigði
skeldýra. Það sem kálar lúsinni drep-
ur einnig rækju, krækling, kuðung,
burstaorma og marfló sem er mikil-
væg fæða æðarfuglsins. Lúsaeitrið
hefur án vafa slæm áhrif á bæði
rauðátu og ljósátu sem er undirstaða
alls lífríkisins og líffræðilegrar fjöl-
breytni á svæðinu. Þegar æðarkollu-
ungarnir fara fyrst á flot er aðalfæða
þeirra marf ló og smáar skelfisk-
lirfur. Ekkert mat hefur farið fram á
því hvernig það getur farið saman að
hafa svo mengandi eldisstarfsemi í
nágrenni við þær náttúrugersemar
sem æðarvarp og sjófuglabyggðir
Vestfjarða eru. Í Djúpinu er einnig
góð afkoma sandsílis sem margar
tegundir byggja afkomu sína á, t.d.
kría, þorskur, teista, ýsa og lundi o.fl.
Að setja niður mengandi iðn-
aðarlaxeldi af norskum stofni í
Ísafjarðardjúpi er því vægast sagt
hættulegur leikur með fjöregg
þjóðarinnar. Í þaraskógum Djúpsins
og lognværum innfjörðunum eru
helstu seiðauppeldisstöðvar fiski-
stofnanna okkar. Ætla útvegsmenn
þessa lands virkilega að fljóta sof-
andi að feigðarósi með því að styðja
rask og eyðileggingu þessara frjóu
uppeldisstöðva af völdum norsks
sjókvíaeldis?
Við þurfum ekki að taka þessa
áhættu. Förum frekar með laxeldið
í land. Í Djúpinu væri m.a. hægt
að hafa stórar landeldisstöðvar á
Nauteyri og í Reykjanesi. Á báðum
stöðum er gnægð af heitu vatni og
hreinum sjó sem hægt væri að nýta
fyrir eldið.
Leikurinn að fjöregginu
Brimborg Reykjavík
Bíldshöfða 6
Sími 515 7000
Brimborg Akureyri
Tryggvabraut 5
Sími 515 7050
Nýir og notaðir bílar:
Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17
og laugardaga kl. 12-16
FORD KUGA TITANIUM S AWD
SUMARTILBOÐ!
ford.is
5.790.000
2.0 TDCi, dísil, 150 hestöfl, sjálfskiptur
Verð: 6.400.000 kr.
SUMARTILBOÐ:
KR.
Hæfni og yfirburðir Ford Kuga AWD liggja í öflugu
fjórhjóladrifi, mikilli veghæð og einstakri dráttargetu
þar sem hann leikandi dregur 2.100 kg. Þú situr hátt í
Kuga, aksturseiginleikar eru fyrsta flokks og þægindin í
hámarki. Ford Kuga er búinn íslensku leiðsögukerfi.
TITANIUM S PAKKI
Viðbótarbúnaður við Titanium:
• Leðuráklæði á sætum
• Rafdrifnar stillingar á ökumannssæti
• Fjölstillanlegt farþegasæti
• Öryggispakki (árekstrarvörn, veglínuskynjari,
ökumannsvaki, umferðaskiltalesari,
sjálfvirk aðalljós, regnskynjari í framrúðu)
• Vindskeið að aftan
• Upphitanlegt stýri
-610.000 kr.
Gríptu tækifærið núna!
Ford_Kuga_Sumartilboð_5x15_20190704_END.indd 1 05/07/2019 15:57
Frá því að Vaðlaheiðargöng voru opnuð hefur umferðin um Vaðlaheiði aukist um 7,6% m.v.
2018 sem er heldur meira en reiknað
var með. 80% allrar umferðar hafa
farið um Vaðlaheiðargöng. Fjöldi
þeirra sem nýtir göngin er hlut-
fallslega mestur yfir veturinn eins
og sést á meðfylgjandi grafi en í júní
fóru allt að 2.700 bílar um göngin á
sólarhring.
Í upphafi voru tveir verðf lokkar
og miðað við eigin þyngd ökutækja.
Léttur f lokkur var fyrir bíla að 3,5
tonnum og þungur f lokkur fyrir
bíla yfir 3,5 tonnum. Eftir ábend-
ingu frá Samgöngustofu þess efnis
að ekki mætti miða við eigin þyngd
og að hámarksafsláttur ökutækja
yfir 3,5 tonnum væri 13% var verð-
f lokkum fjölgað og búinn til milli-
f lokkur fyrir bíla frá 3,5 tonnum til
7,5 tonna. Í þann f lokk falla stórir
jeppar, húsbílar, litlar rútur og f leiri
ökutæki. Frá upphafi hefur verið
frítt fyrir mótorhjól og aftanívagna
um Vaðlaheiðargöng.
Raftákn verkfræðistofa og Stefna
hugbúnaðarhús ásamt stjórnendum
Vaðlaheiðarganga hönnuðu gjald-
tökukerfið Veggjald.is fyrir Vaðla-
heiðargöng. Nokkur erlend kerfi
voru skoðuð en að lokum ákveðið
að hanna nýtt kerfi þar sem sjálf-
virkni var höfð að leiðarljósi. Ekki
þarf að stoppa við göngin til að
greiða heldur er hægt að ganga frá
greiðslu á netinu hvar sem er og hve-
nær sem er áður en ekið er í gegn.
Samskipti við ökutækja skrá, korta-
fyrirtæki og banka eru sjálfvirk.
Einnig er mögulegt að tengja kerfið
við önnur kerfi t.d. hjá bílaleigum.
Öll sala og umsjón fer fram á netinu
í gegnum heimasíðu og snjallsíma-
forrit.
Veggjald.is er kerfi sem hægt er
að nota við innheimtu gjalda fyrir
margs konar þjónustu þar sem
umráðamaður bíls er greiðandi
þjónustunnar. T.d. fyrir afnot af
vegum, brúm, göngum, bílastæð-
um, tjaldstæðum, hleðslustöðvum,
þvottaplönum eða hverju sem er
þar sem hægt er að lesa bílnúm-
er. Einnig hentar kerfið vel til að
greina umferð. Þannig má t.d. sjá
hve margir bílaleigubílar eða þungir
bílar fara um göngin og hve hratt er
ekið.
Þegar viðskiptavinur skráir sig
á Veggjald.is, sér að kostnaðar-
lausu, gefur hann upp netfang og
kortanúmer. Í hvert sinn sem hann
nýtir þjónustu þar sem hans bíl-
númer er lesið er greiðsla tekin
af uppgefnu korti og tölvupóstur
sendur á uppgefið netfang varð-
andi þjónustuna sem var keypt.
Hægt er að velja við skráningu á
Veggjald.is hvort aðgangurinn á
að renna út eftir ákveðinn tíma
og þá hvenær. Þetta hentar sér-
staklega þeim sem eru á bílaleigu-
bílum. Þeir setja þá inn við stofnun
aðgangs lokadagsetningu þannig að
samningurinn rennur út sama dag
og þeir skila bílnum. Ef eitthvað
breytist getur samningshafi breytt
samningstímanum eins og honum
hentar.
Vaðlaheiðargöng hafa gert samn-
inga við f lestar bílaleigur sem ein-
faldar innheimtu gjalda af erlend-
um ferðamönnum. Einnig hefur
verið gerður samningur við skrif-
stofu í London sem sér um að inn-
heimta gjöld af umráðamönnum
bíla á erlendum númerum sem ekki
greiða í göngin. Sama skrifstofa sér
um þessi mál fyrir t.d. Norðmenn
og Færeyinga.
Sjálfvirkni í innheimtu gjalda
og einföld heimasíða þar sem við-
skiptavinir afgreiða sig sjálf ir
heldur rekstrarkostnaði niðri og
stuðlar þannig að því að göngin
verði greidd upp hraðar en ella.
Vaðlaheiðargöng og gjaldtakan
Bjarni
Brynjólfsson,
upprunninn í
Ísafjarðardjúpi.
Við þurfum ekki að taka
þessa áhættu. Förum frekar
með laxeldið í land.
Karl
Ingimarsson
rafmagnstækni-
fræðingur.
Samskipti við ökutækja
skrá, kortafyrirtæki og
banka eru sjálfvirk.
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9Þ R I Ð J U D A G U R 1 6 . J Ú L Í 2 0 1 9
1
6
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:0
1
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
6
D
-D
3
6
C
2
3
6
D
-D
2
3
0
2
3
6
D
-D
0
F
4
2
3
6
D
-C
F
B
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
3
2
s
_
1
5
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K