Bæjarblaðið - 15.09.1979, Side 3

Bæjarblaðið - 15.09.1979, Side 3
Bœjorbtaditf 1. tbl. 1. árg. 15. september 1979. Útgefandi: Bæjarblaðið sf., pósthólf 106, 300 Akranes ® 93-2660 Ritstjórn: Andrés Óiafsson, Gunnlaugur Björnsson, Haraldur Bjarnason og Sigþór Eiríksson. Setning og prentun: Prentbær sf. UH UTKOMU Hvað er nú á seyði? Er ekki komið út blað hér á Akranesi? Og það blað um bæjarmálefni. Jú, lesandi góður, þú átt kollgátuna, því þetta sem þú heldur á er 1. tbl. Bæjarblaðsins. Blað þetta er hugsað sem fréttablað Akurnesinga og er ætlunin að í því birtist greinar um ýmsa þá atburði og málefni sem ofarlega eru á baugi hér í bæ. Von okkar er sú, að hægt verði að gefa blaðið út mánaðarlega og reynt verður að hafa efni þess sem fjölbreytilegast. Fyrir utan það sem áður var nefnt, munum við birta öðru hvoru viðtöl við menn utan úr bæ og jafnvel spyrja fólk á förnum vegi álits á hinum margvíslegustu málefnum. Að sjálfsögðu verður svo lesendadálkur í blaðinu og hvetjum við fólk til að tjá sig, annaðhvort með bréfi, sem sendist í pósthólf 106, eða þá að hringja í síma 2660. Þá höfum við í hyggju að hafa nokkra fasta punkta í blaðinu, svo sem íþrótt- ir og greinar sem vinur vor Skuggi skrifar og jafnvel eitthvað fleira. Ákveðið hefur verið að blaðið skuli vera óháð, þ.e. ekki málgagn einhverra ákveðinna stjórnmálaskoð- anna, en hins vegar munum við ekki hika við að taka afstöðu til hinna ýmsu mála eftir því sem þurfa þykir. Blaðið mun og verða opið þeim sem eitthvað vilja leggja til þeirrar umfjöllunnar er fram fer á síðum blaðsins svo og frískum pennum, sem hafa frá ein- hverju að segja, undan einhverju að kvarta, eða jafn- vel einhverja lofgjörð fram að færa. Að síðustu er bara að vona að lesendum falli blaðið vel í geð og að áframhald geti orðið á útgáfunni. Góðar stundir. JÓN KARL EINARSSON: FINNLANDSFERD BARNAKÚRS AKRANESS Barnakór Akraness átti þess kost að þekkjast boð um tón- leikaferðalag til Finnlands nú í sumar. Farið var þann 29. júlí og komið samdægurs til Finnlands. Strax á Helsinkiflugvelli beið kórsins einn þeirra aðila er að undirbúningi heimsóknarinnar stóð. Peir aðilar, sem að þessu stóðu eru samtök norrænna tón- listaruppalanda N.M.P.U., en þau samtök héldu nú í Dipoli í Espoo sitt 12. þing, samhliða námskeið- um og tónleikahaldi. Daginn eftir komuna til Heisinki var þingið sett og hófst sú athöfn með því að Barnakór Akraness söng þrjú íslensk lög. Ennfremur komu fram við setningarathöfnina Helsinki Junior Strings, sem er tvímælalaust meðal þeirra fremstu sinnar tegundar í heim- inum í dag. Á þriðja degi kórsins í Finn- landi kom hann fram ásamt tveim öðrum kórum á tónleikum í Tapiola kirkjunni, sem er án efa hið besta sönghús sem kórn- ÍBÚÐIR ÓSKAST TIL LEIGU Okkur vantar nokkrar íbúðir fyrir starfsmenn íslenska járnblendifélagsins nú þegar eða í náinni framtíð. Vinsamlegast hafið samband við Egil Egilsson í síma 2644. um hefur hlotnast að syngja í. Enduðu þeir tónleikar með því að kórinn söng íslenska þjóð- sönginn. Kirkjan var fullsetin og risu allir úr sætum. Var það áhrifaríkt að heyra hinn smá- vaxna og fámenna hóp fylla þetta mikla hús og fá staðfestingu á hrifningu áheyrenda í dynjandi lófataki strax og síðustu tónarnir dóu út. Næsta dag átti kórinn fríann og var þá farið í skoðunarferð í að gera sjónvarpskvikmynd um þingið. Að morgni næsta dags var svo haldið brott úr Helsinki og til bæjar sem Heinola heitir, og sungið þar á tónleikum í kirkju þeirra ásamt fulltrúum tónlistar- skóla Heinola. Var það fyrsti lið- ur í árlegri menningarvöku Hein- ola. Voru móttökur þar með því- líkum eindæmum að hver og einn meðlimur kórsins var leyst- ur út með gjöfum. Kórinn við minnismerki Sibeliusar í Helsinki. um Helsinki og endað með því að heimsækja Barnakór Kondula- hverfis í Helsinki, en sá kór var einmitt á íslandi fyrir rúmu ári síðan og tók þá þátt í Barnakóra- keppni norrænu útvarpsstöðv- anna. Daginn eftir hélt svo kórinn sína síðari tónleika í aðal þing- salnum en þá voru komnir menn frá finnska sjónvarpinu og tóku upp lagið „Á sprengisandi" eftir Sigvalda Kaldalóns. Var það liður Frá Heinola var svo haldið til Nárpes vinabæjar okkar og sung- ið þar tvívegis í kirkjunni, en hún er meðal þeirra elstu í heiminum. Eftir tvo daga í Nárpes var Finnland kvatt og haldið til Kaup- mannahafnar, þar sem staðið var við í tvo daga. Ekki reyndist unnt að halda tónleika í Kaupmanna- höfn og voru því dagarnir þar kærkomin hvíld eftir erfiða en skemmtilega Finnlandsferð. 3

x

Bæjarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.